Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 15
Eftirmáli við Raunir Werthers glaðlyndi og ósérplægni, festu og farsæld, og það er eins og tengsl þeirra innsiglist og hugir þeirra renni saman eftir dansleikinn og þrumuveðrið, þegar sömu ljóðlínunum skýtur upp hjá þeim báðum. Þrátt fyrir þetta hlýtur glöggur lesandi að finna á sér undir niðri að samband þeirra Werthers og Lottu er fyrirfram dauðadæmt, og það jafnvel þótt enginn heitmaður væri með í spilinu, og að Werther er á einhvern hátt frá öndverðu utangátta við venjulegt líf. Mein hans rista dýpra en svo að hann geti fengið lausn í venjulegu borgaralegu lífi og hjónabandi eða að hann vilji það innst inni. I rauninni gefur Lotta þetta einnig í skyn í sögunni, þegar hún bendir Werther á, að hann þrái hana einkum fyrir þá sök, að hann viti, að hún liggi ekki á lausu fyrir hann eins og margar aðrar stúlkur, ef hann liti nú í kringum sig. Það sem Werther þráir er miklu víðfeðmara og stærra en svo, að hann geti höndlað það í einni konu, og eftirtektarvert er, að þegar áður en ástin kemur til sögunnar, er ljóst, að Werther skynjar tilveru sína sem einskonar fangavist og nefnir sjálfsvíg sem hugsanlega undankomuleið. Sveimhygli hans kemur fram í ráfi hans um náttúruna, þar sem hann þráir að komast út fyrir sjálfan sig og sameinast heildinni, stöðufælni hans í ást hans á börnum og óbrotnu alþýðufólki. Listamanns- eðli hans knýr hann til að vera stöðugt áhorfandi, og þegar í upphafsorðum verksins kemur fram að hann er eins og á flótta, er hann fagnar því að vera loksins kominn burt. Með þetta í huga getum við séð Werther í víðara samhengi en sem einstakling eða sem fulltrúa ákveðinnar lífsstefnu og Werther-sýkina svo- nefndu sem einkenni ákveðins sögulegs skeiðs, sem er einmitt að hefjast á þessum tímum og ekki verður séð fyrir endann á. Það er skeið hins fótfestulausa manns, sem hefur gert sig að miðpunkti og mælikvarða alls og verður lítið ágengt við að finna sér traust hald í hinu ytra, náttúru eða þjóðfélagi. Það sem var bakhjarl andlegs og veraldlegs valds hefur misst gildi sitt fyrir honum og hann getur nú sett eigið hjarta á stall sem einhvers konar guðdóm. Það má að vísu rekja tilhneigingar í þessa átt allt aftur til Endurreisnartímans, en það er þó ekki fyrr en í lok 18. aldar sem þær brjótast út að fullu, eins og við sjáum ef við berum ást Rómeós og sjálfsmorðsþanka Hamlets saman við samsvarandi þætti hjá Werther. En nú vill svo einkennilega til, að menn hafa viljað sjá sögulegan mikilleika höfundar Werthers, Jóhanns Wolfgangs Goethe, ekki síst í því að hafa barist gegn og jafnvel sigrast að einhverju leyti á sjónarmiðum sem kenna má við söguhetju hans, Werther, jafnt í lífi sínu og list, og ef til vill mætti orða það svo, að Goethe hafi alla sína tíð verið að ganga af Werther dauðum, löngu eftir að hann lét hann skjóta sig á aðfangadagskvöld 1772. I listinni kemur þetta fram í fráhvarfi hans frá rómantískri tilfinningadýrkun 413
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.