Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 18
Giiðmundur Andri Thorsson . . . það sem menn kalla Geni i Það er áberandi tilhneiging til þess í samtíðinni að gera hálfgerða fáráðlinga — jafnvel illmenni — úr þeim fyrri tíðar listamönnum sem áður voru settir á stall og tignaðir sem guðlegrar ættar væru. Oft er þá gramsað í einkabréfum viðkomandi og tínt til allt sem hæpið getur talist frá sjónarhóli borgaralegrar siðavendni. Undir merkjum dirfskufulls andófs gegn skinhelgi borgarastétt- arinnar og einarðlegs endurmats á föllnum gildum hefur þessi tilhneiging til að mölva helgimyndir iðulega snúist upp í ofurvenjulega hnýsni um einka- hagi náungans eða frægt fólk í fréttum. Þessi einkennilega þörf fyrir að niðurlægja jöfra fortíðarinnar — tosa þá hingað niður til okkar til að geta síðan sagt: aha, þetta voru þá bara menn — hún er kannski eðlilegt andsvar við öfgum snillingadýrkunar hjá rómantísk- um bókmenntafræðingum og þá ekki síður við tilkalli nýrýni og strúktúral- isma til þess að geta talist einhvers konar hrein vísindi ómenguð af fánýtum vangaveltum um eitthvað fólk sem óvart varð til þess að setja þessa strúktúra á blað. Og að hinu leytinu er þessi tilhneiging ef til vill síðustu leifarnar af pósitífískum bókmenntarannsóknum þar sem öllu varðaði að finna út hvort skáldið notaði skó númer fjörutíu og eitt — eða tvö. Hvað sem því líður má furða sig á að enn skuli enginn framsækinn leikritahöfundur hafa skrifað verk um Jónas Hallgrímsson þar sem blind- fullur ástmögurinn kútveltist organdi um móana. Slíkt yrði kallað að afhjúpa mýtuna og þætti nokkuð gott. Þó leiddi það kannski ekki til annars en að hafa skipti á mýtum. Jónas er einfaldlega einn af þessum mýtusæknu mönnum, í flokki með Hallgrími Péturssyni og Steini Steinarr. Það er ævinlega sannleikur í slíkum mýtum, en hann lýtur öðrum lögmálum en sannleikur sagnfræðinnar. Mýtur um menn spenna saman ólíka þætti í einum og sama manninum, skýra hið óskýranlega með því að draga fram einn tiltekinn þátt og skýra út frá honum. Þær móta allt eftir einni meginhugmynd, sem rúmast kannski í setningu eins og „Jónas var góður“ eða „Jónas var fullur“. Þessum tveimur yrðingum hefur slegið saman allt frá hérvistardögum Jónasar. Sú fyrri hafði hlutverki að gegna í pólitíkinni og varð að opinberri söguskoðun og birtist með hvað hlálegustum hætti í beinamálinu; sú seinni fór ekki jafn hátt, en virðist þó hafa orðið ofaná. 416
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.