Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 98
Tímarit Máls og menningar Charles fann til óbærilegrar eftirvæntingar þegar valstundin nálgaðist. Hann naut ekki góðs af fræðiorðum existensíalista; en það sem hann fann til var ótvírætt angist gagnvart frelsinu — það að gera sér ljóst að maður er frjáls, og gera sér jafnframt ljóst að frelsinu fylgir ofsa- hræðsla. (45. kafli) Fowles álítur að samtímamenn Viktoríu hafi þrátt fyrir allt getað verið „menn tilvistarlegra stunda“; ég hef þegar reifað hér að framan hvernig hann reynir að byggja hugmyndir sínar um existensíalískt frelsi inn í formgerð sögunnar og afstöðu hennar gagnvart lesendum. En darwinismi tengist líka hugmyndaheimi nútímans á annan hátt, sem þó felur einnig í sér spurningar um frelsi. Eftir að borgarastéttin hafði jafnað sig á áfallinu sem bók Darwins olli, komst hún að raun um að kenningar hans voru ekki endilega í ósamræmi við samfélagshugmyndir hennar. Þegar búið er að ýta guðstrúnni til hliðar sem meinlausri og oft innantómri hefð, er hægt um vik að aðhæfa darwinisma ýmsum helstu einkennum borg- arastéttarinnar fram á okkar daga, svosem einstaklingshyggju, tæknihyggju, framfaratrú sem oft sést lítið fyrir, og samkeppni í anda svonefndrar frjáls- hyggju, svo minnst sé á draug sem nú fer enn tvíefldur um löndin — það er engin tilviljun að kaupsýslumaðurinn sem er tilvonandi tengdafaðir Charles heitir Freeman. Charles bregður í brún þegar Freeman kveðst í meginatrið- um geta fallist á þróunarkenninguna: „Tímarnir breytast nefnilega. Þetta er öld hinna miklu framfara, og framfarirnar eru viljugur fákur. Annað hvort er að sitja hann eða vera setinn . . . þetta er öld framkvæmda, mikilla framkvæmda, Charles." (37. kafli) Charles afneitar þesu „frelsi" kapítalismans og það er enn eitt dæmið um snjalla tímaskekkju Fowles að hann getur að hluta falið aðalsmanni af svo gott sem útdauðri stétt það félagslega gildismat sem hann vill að nútíma- lesendur fallist á, því um Charles segir m. a. að „það var einn göfugur þáttur á bak við neitun hans: hugmynd um að eftirsókn eftir peningum væri ófullnægjandi lífstakmark." (38. kafli) Og nú er Charles ekki lengur hinn bjartsýni, sjálfumglaði darwinisti sem við hittum við upphaf sögunnar. Þessi tvíbentu áhrif darwinismans, annars vegar á existensíalíska lífs- skoðun, hins vegar á borgaralega hugmyndafræði, eru látin takast á í sögunni. Þau togast jafnframt á um viss sameiginleg hugtök, svosem ein- staklingshyggju og frelsi einstaklingsins. Vert er að minna á að samhliða ýmiss konar einstaklingshyggju sem einkennt hefur borgaralega hugmynda- fræði á okkar tímum hafa flestar veigamestu bókmenntir aldarinnar verið að rýna í einstaklinginn, sálarlíf hans, sérstöðu hans og afdrif í samfélaginu. Sú mynd af einstaklingnum sem þar birtist er þó oft andstæða þeirrar sem 496
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.