Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 128
Tímarit Máls og menningar inu af því sem hún var búin að viða að sér um það efni til þess að gera bókina ekki allt of langa og tefja ekki útkomu hennar (15). Vafalaust var það rétt ákvörðun. En ég held að bókin hefði orðið heilsteyptari ef hún hefði verið einskorðuð við tímabilið eftir lok mið- alda og fram á fyrstu áratugi 20. aldar, áður en atvinnubylting þjóðarinnar fór að hafa gagngerð áhrif á störf kvenna. Líka hefði mátt sníða af stöku fróðleiks- mola sem virðast ekki koma vinnu kvenna meira við en hvað annað, til dæmis upplýsingar úr annálum um fisk- reka, fiskleysi, góð fiskiár og laxgengd (108—109, 182). En ég þykist sjá að höfundi hafi verið meira í mun að búa til fróðlega bók og gagnlega en heilsteypta, og ég skal hiklaust viðurkenna að það er margfalt betra en ef það hefði verið öfugt. Venjulega er auðvelt að finna villur í ritum höfunda sem seilast til fanga um öll skeið og mörg verksvið sögunnar. Enginn getur gert sig að sérfræðingi svo víða. í bók Önnu virðist mér furðu lítið um augljósar skyssur af þessu tagi. Oft- ast notar hún heimildir sínar af fullri varúð og fræðilegri glöggskyggni á gildi þeirra. Að vísu kemur fyrir nokkuð mikil trú á heimildagildi Islendinga- sagna, um stórlyndi Auðar djúpúðgu að þiggja ekki veturvist með hálfri skips- höfn (63), um sundkunnáttu Kjartans Ólafssonar og Grettis Asmundarsonar (68) og kannski fleira. Eg er ekki heldur alveg sannfærður um að höfundur túlki rétt orð Grágásar um vinnukonu sem fer úr vist áður en vistarárið er liðið: „virða skal verk hennar og fúlgur." Anna skilur þetta sem merki þess að griðkonum hafi verið ætluð laun (56, 369). En ef við göngum út frá hinu, að griðkonur hafi aðeins verið matvinnungar, þá hefur vinna þeirra kannski verið metin mishátt eftir árstímum, eins og vinna karla var örugglega. Þá gat farið svo að kona færi úr vist áður en hún taldist vera búin að vinna fyrir framfærslu sinni (fúlgum). Þá hefur hún skuldað bónda við brottförina — eða öllu heldur eiginmaður hennar, því að ákvæðið á við giftar griðkonur sem eiginmaður tekur úr vist. Loks má nefna að Anna gefur í skyn að karlmenn hafi fyrst farið að mjólka kýr þegar mjaltavélar komu til sögunnar (248). Þegar ég var að alast upp í sveit um miðja öldina voru mjaltavélar ekki til nema á einstaka bæ. En svotil allir bænd- ur mjólkuðu að staðaldri, og allir strákar lærðu að mjólka. Það þótti ekki sérstak- lega skemmtilegur eða karlmannlegur starfi, en maður lét sig hafa það. Það var ekki ætlun höfundar að bókin væri lesin „eins og skáldsaga frá upphafi til enda, heldur að menn líti fyrst í þá kafla sem helst vekja áhuga þeirra." (14) Þó er bókin furðu skemmtileg aflestrar miðað við það sem heimildasafnrit eru að jafnaði. Brennandi áhugi höfundar og frásagnargleði skila sér til lesandans og lyfta textanum með köflum langt upp yfir stig heimildasafnsins. Höfundur á líka til að blanda eigin reynslu inn í frásögnina. Stundum er það einungis gert til að hnykkja á: „Elín var góð matmóðir og matreiðslukona (það er mér vel kunnugt um).“ (199) Nokkur fróðleg og skemmtilega sögð efnisatriði eru líka komin frá Önnu sjálfri: „Þegar ég var lítil og átti að læra að prjóna, 6 ára gömul og frámunalega klaufsk, var brýnt fyrir mér hversu nauðsynlegt það væri að kunna að prjóna í ellinni ef maður yrði blindur því algengt væri að fólk lifði blint í 20—30 ár. Vegna óttans við blinduna og myrkrið í ellinni tókst mér loks að læra að prjóna.“ (350) 526
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.