Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 4
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Tíðarfarið hefur truflað ferðir fjölda
fólks síðustu daga, hvort sem það
hefur verið á leið til vinnu eða í
einkaerindum á milli bæja eða lands-
hluta. Stjórnendur snjómoksturs-
tækja hafa staðið í ströngu við að
halda helstu leiðum opnum, ef veður
hefur á annað borð leyft það.
Þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins stoppaði í Staðarskála á suð-
urleið sinni í gærmorgun voru þrír
bílstjórar í pásu eftir að hafa verið á
þönum frá því snemma um morg-
uninn, þeir Erling Kristinsson, Sam-
son Bjarni Jónasson og Guðmundur
Vilhelmsson.
Þeir höfðu verið að ryðja Holta-
vörðuheiði og leiðirnar frá Staðar-
skála til Hvammstanga og í áttina til
Hólmavíkur. Eftir því sem snjórinn
er meiri eru ferðirnar fleiri og sögð-
ust þeir stundum aka mörg hundruð
kílómetra á dag, fram og til baka.
Þannig sagðist Guðmundur hafa ek-
ið einn daginn 540 kílómetra en hann
heldur leiðinni opinni frá Stað-
arskála að Hvammstanga.
„Gott veður fyrir okkur“
„Það er búið að vera ágætt að
gera síðasta hálfa mánuðinn, gott
vetrarveður fyrir okkur,“ sagði Er-
ling og brosti, en hann sér um leiðina
frá Staðarskála, yfir heiðina og að
Sveinatungu í Borgarfirði. Erling
rekur verktakafyrirtækið Jarðlist og
Samson er starfsmaður hans. Sam-
son hefur það hlutverk að moka á
Innstrandavegi við Hrútafjörð vest-
anverðan, að Gufunesvík. Þeir sögð-
ust aðspurðir fá athugasemdir frá
vegfarendum ef vegirnir væru ekki
nógu vel hreinsaðir. „Sveitungar
mínir eru ófeimnir við að láta okkur
heyra það,“ sagði Samson en minnti
einnig ökumenn á að hringja hik-
laust í Vegagerðina í 1777 til að láta
vita af slæmri færð eða fá frekari
upplýsingar.
Fáir voru á ferli í Staðarskála í
gærmorgun. Verið var að hreinsa
planið og Lilja Guðrún Ragnars-
dóttir, starfsmaður N1, var að hand-
moka frá bensíndælunum. Hún
sagðist hafa þurft að fara út að moka
á hverjum degi að undanförnu. Hún
sagði ótíðina hafa haft áhrif á traffík-
ina í Staðarskála. Þannig hefðu að-
eins um 40 manns komið síðasta
sunnudag þegar færið var sem verst.
Sá ekki á milli augna
Ferðin suður gekk annars þokka-
lega hjá blaðamanni, sem hafði verið
veðurtepptur fyrir norðan í einn
dag. Hált var alla leiðina og snjó-
koma og skafrenningur í Skagafirði
og Húnavatnssýslum. Eftir ágætis
færð í Langadal hugsaði blaðamaður
sér gott til glóðarinnar er hann sá
lögregluna á Blönduósi fá sér morg-
unkaffið í veitingaskála N1. Að-
stæður þaðan leyfðu hins vegar eng-
an hraðakstur því svo dimm él voru
á leiðinni að Stóru-Giljá að „það sást
ekki á milli augna,“ eins og einn góð-
ur maður orðaði það forðum daga.
Þegar nær dró höfuðborginni
batnaði bæði veður og færð, m.a.s.
var logn á Kjalarnesi. Hálkan var
nánast horfin og hið eina sem þurfti
að varast voru hraðamyndavélarnar.
Sveitungar láta þá heyra það
Snjómokstursmenn kvarta ekki undan vetrarveðrinu síðustu daga Nóg að gera í mokstrinum
Aka hundruð kílómetra á dag Aðeins um 40 manns komu í Staðarskála allan sunnudaginn
Staðarskáli Lilja Guðrún Ragnarsdóttir, starfsmaður N1 í Staðarskála, var
að moka frá bensíndælunum þegar Morgunblaðið átti þar leið um í gær.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Kaffipása Bílstjórarnir Samson Bjarni Jónasson og Erling Kristinsson, til hægri, fengu sér kaffipásu í Staðarskála
á milli anna í gær en Erling sér um snjómokstur yfir Holtavörðuheiði og Samson annast Hrútafjörð vestanverðan.
Mokstur Guðmundur Vilhelmsson
heldur veginum færum á milli Stað-
arskála og Hvammstanga.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
skarðinu, sem hafði verið lokað í rúman sólarhring.
„Fólk á landsbyggðinni heldur sig meira heima þeg-
ar svona veður er, þar er veður oft verra í byggð en á
suðvesturhorninu. Það getur verið ágætt veður í
Reykjavík en brjálað á Hellisheiðinni,“ sagði Kristinn
og ítrekaði við ökumenn að kanna vel aðstæður áður en
lagt væri af stað í langferðir. Ökutæki og dekkjabún-
aður þyrftu sömuleiðis að vera í lagi.
„Það eru dæmi þess að fólk hafi ekki komist á milli
héraða dögum saman og miðað við veðurspá eru leið-
indi í kortunum áfram,“ sagði Kristinn og taldi ljóst að
allt stefndi í þriðju jólin í röð þar sem vegasamgöngur
yrðu erfiðar vegna veðurs og ófærðar.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samgöngur fóru víða úr skorðum í gær, líkt og um
helgina. Snælduvitlaust veður var austanlands og vegir
víðast hvar ófærir. Flestir fjallvegir voru lokaðir á
Norðaustur- og Austurlandi og ekkert ferðaveður.
Ekkert hafði heldur verið flogið austur á Egilsstaði síð-
an á laugardag. Þá féllu niður nokkrar ferðir á lands-
byggðinni hjá Strætó í gær, eða frá Akureyri til Siglu-
fjarðar, Húsavíkur og Egilsstaða. Vagninn frá
Reykjavík til Hafnar í Hornafirði fór aðeins að Hvols-
velli og var snúið þar við vegna hávaðaroks.
Samgöngur á fjallvegum á vestanverðu landinu
gengu betur fyrir sig í gær en um helgina. Þannig var
Öxnadalsheiðin opnuð og Vatnsskarðið en þæfingsferð
var á Þverárfjalli og lítil umferð.
Allt brjálað ef Hellisheiði lokast
„Það er búið að vera vitlaust að gera hjá okkur síð-
ustu daga,“ sagði Kristinn Þröstur Jónsson hjá upplýs-
ingaþjónustu Vegagerðarinnar, en mikið er hringt í
númerið 1777 þegar færð tekur að spillast.
„Annars er þetta rólegt á meðan Hellisheiðin,
Þrengslin og Reykjanesbraut eru til friðs. Ef þessir
vegir lokast þá verður brjálað að gera,“ sagði Kristinn
en þegar Hellisheiðin og Þrengslin lokuðust í síðustu
viku hringdu um 2.100 manns í 1777 á einum degi. Til
samanburðar voru símtölin komin í um 800 um miðjan
dag í gær, þó að allt austanvert landið væri meira og
minna lokað. Mest hafði verið hringt út af Víkur-
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Ófært Leiðin yfir Þverárfjall á milli Skagafjarðar og
Húnaflóa hefur oft lokast síðustu daga vegna veðurs.
„Búið að vera vitlaust
að gera hjá okkur“
Samgöngur úr skorðum Mikið hringt í Vegagerðina
Staðarskáli er fjölfarinn áning-
arstaður við þjóðveginn. Þang-
að koma inn hundruð þúsunda
ferðamanna árið um kring. Með-
al þeirra sem stoppuðu þar ný-
verið var Bjarni Haraldsson,
kaupmaður á Sauðárkróki.
Bjarni ók vöruflutningabíl á
þessari leið til fjölda ára en að
þessu sinni var hann í einkaer-
indum suður með Strætó. Hann
átti erindi á salernið og þegar
kom að því að þurrka sér um
hendurnar vandaðist málið. Sá
hann hvergi handþurrkur en
ungur samferðamaður benti
Bjarna á nýtískulegan blásara
við handlaugarnar. „Nú,“ sagði
hinn spaugsami kaupmaður og
brosti, „ég hélt að þetta væri
buxnapressa.“
Þurrkun í
buxnapressu
SAGA ÚR STAÐARSKÁLA
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
Jólatilboð: 6.350 kr.
Andvirði: 7.520 kr.
Handkrem 30 ml - 1.250 kr. | Fótakrem 30 ml - 1.250 kr.
Sturtukrem 75 ml - 990 kr. | Húðmjólk 75 ml - 1.390 kr.
Handsápa 500 ml - 2.640 kr.
SHEA BUTTER GJAFAKASSI
SVÍFÐU INN Í
JÓLAHÁTÍÐINA