Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 9
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Jólaverslun á Húsavík fer rólega
af stað í ár. Þingeyingar fara alltaf
í talsverðum mæli inn á Akureyri
fyrir jólin og svo
hefur verslun á
netinu aukist, en
meðan tíðin er
svona rysjótt
gengur fólk
kannski frekar
frá innkaupum
sínum hér á
Húsavík,“ segir
Magnea Magn-
úsdóttir, kaup-
maður í Bóka-
verslun Þórarins Stefánssonar á
Húsavík. Jólaverslun þar í bæ fer
rólega af stað, en Magnea væntir
þess að að kippurinn komi í þess-
ari viku.
Önnur lögmál í bóksölu
Mörg ár eru síðan norðanlands
hefur komið viðlíka vetrarríki nú í
desember. Á sunnudaginn var leið-
in um Víkurskarð lokuð vegna
snjóa og þar með ófært úr Þing-
eyjarsýslum í Eyjafjörð, það er á
desemberdegi sem margir hefðu
notað til þess að bregða sér bæj-
arleið „Þetta fannfergi kom óvænt.
Í byrjun mánaðarins var hægt að
spóka sig hér um göturnar á peys-
unni en nú er hér kafaldsbylur og
snjór,“ segir kaupmaðurinn.
Magnea hefur staðið vaktina í
bókabúðinni síðastliðin þrettán ár.
Búðin er gamalgróin, var stofnuð
árið 1909 og hefur verið rekin
óslitið síðan. Þar fæst allt mögu-
legt; raftæki, símar, tölvur, leik-
föng, gjafavörur, ritföng og bæk-
ur. Segir Magnea taktinn í
starfseminni í grófum dráttum
annars þann að yfir sumarið sé
hún með ferðamannaverslun, enda
í næsta nágrenni við útgerð hvala-
skoðunarfyrirtækjanna. Yfir vetr-
artímann sé þetta meira verslun
heimamanna.
„Bókaverslun hér á Húsavík lýt-
ur alls ekki sömu lögmálum og
annars staðar; hér seljast bækur
Yrsu og Arnaldar bara svona í
meðallagi. Bækur sem tengjast
staðnum fá hins vegar alltaf fínar
móttökur,“ segir Magnea. Bætir
við að ljóðabók Þingeyingsins Ein-
ars Georgs Einarssonar, Hver-
fuglar, hafi selst mjög vel en sé,
því miður, uppseld hjá útgefanda.
Þá fari minningakver Sigurjóns
Jóhannessonar, fyrrverandi skóla-
stjóra á Húsavík, Skarað í gamlar
glæður, rjúkandi vel af stað og
verði sjálfsagt, þegar upp er stað-
ið, vinsælasta bókin í ár á Húsa-
vík.
Svartsýnn á mjólkursendingu
Ófærðar vegna hafa aðdrættir
til verslana á Egilssstöðum verið
erfiðir síðustu daga. Vegna snjóa
voru leiðir á Hérað lokaðar síðast-
liðinn föstudag og vörusendingar
norðan úr landi bárust ekki fyrr
en á föstudagskvöld. „Þegar mönn-
um tókst loksins að brjótast yfir
Mývatns- og Möðrudalsheiði feng-
um við ríflegan skammt, til dæmis
af mjólkurvörum úr samlaginu á
Akureyri. Núna er hins vegar vit-
laust veður á öræfunum og ég
svartsýnn á að við fáum næsta
mjólkurskammt í fyrramálið, þó
við eigum svo sem nóg af flestu á
lager,“ sagði Heiðar Róbert Birnu-
son, verslunarstjóri hjá Nettó á
Egilsstöðum, í samtali við Morg-
unblaðið síðdegis í gær.
Raunin er hin sama á Egils-
stöðum og Húsavík; það er að
snjóþyngsli efla verslun í heima-
byggð. „Já, þegar er fært hér á
Fljótsdalshéraði þá kemur fólk í
kaupstað. Í dag eins og var fyrir
helgina er hins vegar kolófært úti
í sveitunum – og raunar víðar – og
við finnum fyrir því hér í búðinni,“
sagði Heiðar og bætir við að takt-
urinn í innkaupum jólanna nú sé
næsta hefðbundinn. Til dæmis sé
búið að selja kynstrin öll af Mack-
intosh-sælgæti og hráefni í jóla-
baksturinn í stórum stíl.
„Héðan úr húsi er farið hálft
tonn af hveiti, annað eins af sykri
og ósköpin öll af eggjum. Jóla-
baksturinn bregst líklega ekki,“
segir Heiðar Róbert.
Snjóþyngslin efla
verslun í heimabyggð
Ófært frá Húsavík Hálft tonn af hveiti á Egilsstöðum
Ljósmynd/Sara Ósk Halldórsdóttir
Egilsstaðir „Já, þegar er fært hér á Fljótsdalshéraði þá kemur fólk í kaup-
stað. Í dag er hins vegar kolófært, “segir Heiðar Róbert í Nettó.
Magnea
Magnúsdóttir
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
HEILSA OG LÍFSTÍLL
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn
19. desember
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í
boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak
og lífstílsbreytingu á
nýju ári.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út
sérblað um
heilsu og lífstíl
laugardaginn
3. janúar
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Mjúkur
pakki
Bolir kr. 8.900 | Str. 38-52
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Gjöfin
sem vermir
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Pelsar - stuttir og síðir
Mokkajakkar og -kápur
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Peysuúrval - Buxnaúrval -
Blússur (litaúrval) -
Kasmírtreflar - Sparibolir -
Loðskinnskragar - Hanskar
Gjafakort o.m.fl.
Gjafainnpökkun
Vandaðar jólagjafir
konunnar
- með morgunkaffinu