Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 25

Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 af öllum snyrtivörum, ilmum og gjafakössum fyrir dömur og herra í desember TAX FREE Embættismenn í utanríkisráðuneyt- um Svíþjóðar og Danmerkur kölluðu sendiherra Rússlands á sinn fund í gær til að mótmæla flugi rússneskr- ar njósnavélar nálægt farþegaþotu sunnan við Malmö á föstudaginn var. Farþegaþota á vegum SAS var á leiðinni frá Kaupmannahafnar til Póllands þegar rússneska vélin kom hættulega nálægt henni. Peter Hultqvist, varnarmálaráð- herra Svíþjóðar, sagði að slökkt hefði verið á ratsjársvara rússnesku vélarinnar og farþegaþotur hefðu því ekki getað séð hana á ratsjá. „Þetta er alvarlegt, ósæmilegt og hreint og beint hættulegt,“ sagði hann. Lífi farþega stefnt í hættu „Það er algerlega óviðunandi að lífi fólks sé stefnt í hættu með þess- um hætti,“ sagði Martin Lidegaard, utanríkisráðherra Danmerkur. Vélarnar voru í alþjóðlegu loft- rými á flugumferðarsvæði Svíþjóðar. Sænskar og danskar herþotur flugu að rússnesku vélinni. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins neitaði því að hætta hefði verið á flugslysi. Hann sagði að rússneska vélin hefði verið meira en 70 km frá farþegaþotunni og njósnavél á veg- um NATO hefði einnig verið á svæð- inu á sama tíma. Fyrr á árinu rufu rússneskar her- flugvélar lofthelgi Svíþjóðar, Finn- lands og Eistlands. Artis Pabriks, fyrrverandi utanríkis- og varnar- málaráðherra Lettlands, segir að það sem af er árinu hafi fleiri rúss- neskar herflugvélar flogið að loft- helgi landsins en síðustu níu ár samanlagt. bogi@mbl.is Var hættu- lega nálægt farþegaþotu  Flugi rússneskrar njósnavélar mótmælt Þjóðarflokknum og Sósíalistaflokkn- um á Spáni stendur stuggur af miklu fylgi vinstriflokksins Podemos sem var stofnaður fyrir tæpu ári og nýtur nú meiri stuðnings en nokkur annar stjórnmálaflokkur landsins ef marka má skoðanakannanir. Podemos varð til úr mótmæla- hreyfingu fyrir tæpu ári og hefur lof- að að vernda fátæka Spánverja gegn „erfðastétt“ stjórnmálamanna og bankamanna. Flokkurinn fékk 1,2 milljónir atkvæða og fimm sæti í kosningum til Evrópuþingsins í maí og skv. nýlegri könnun ætla um 28,6% að kjósa hann í þingkosning- um sem fram fara á næsta ári. Hann mældist með meira fylgi en flokk- arnir tveir sem hafa skipst á um að stjórna landinu frá því að lýðræði var komið á eftir dauða Franciscos Franco einræðisherra árið 1975. Þjóðarflokkurinn, sem er til hægri og er nú við völd, er með 26,3% og Sósíalistaflokkurinn 20,1%. Maria Dolores de Cospedal, vara- formaður Þjóðarflokksins, líkir Podemos við vinstristjórnina í Vene- súela og Hugo Chavez, fyrrv. forseta landsins. „Svona flokkur, sem bygg- ist á lýðskrumi, er mjög hættulegur fyrir stjórnkerfið og lýðræðið, fyrir Þjóðarflokkinn og alla hina stjórn- málaflokkana,“ segir de Cospedal. „Við vitum að þau eru á móti öllu. Við vitum ekki hvað þau vilja.“ Leiðtogi Sósíalistaflokksins, Pedro Sanchez, hefur einnig sakað Podemos um lýðskrum. Sakaður um lýðskrum AFP Lýðskrumari? Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, flytur ræðu á flokksfundi.  Nýr vinstriflokkur ógnar gömlu valdaflokkunum á Spáni Ellefu ára stúlka frá Arkansas greiddi leigubílstjóra 160 þúsund krónur til að fara með sig til Flór- ída. Þar ætlaði hún að hitta strák. Lögreglan var kölluð til og var ferðalagið stöðvað í Georgíu. Ekk- ert amaði að stúlkunni. Lögreglan notaði farsímagögn til að finna út hvar stúlkan var stödd eftir að foreldrar hennar höfðu til- kynnt hvarf hennar. Hún fór upp í leigubílinn í heimabænum Little Rock. Ætlaði hún að hitta 16 ára strák í Flórída en hún hafði kynnst honum fyrir tveimur árum. Leigubílafyrirtækið segir að leigubílstjórinn hafi ekki haft hug- mynd um hversu ung stúlkan var. Hún hafi haft mjög mikinn farða og litið út fyrir að vera 17-18 ára. Leigubílstjórinn verður ekki ákærður enda telur lögreglan hann ekki hafa vitað hversu ung stúlkan var. Stúlkan hafði stolið peningum frá ömmu sinni, sem hún borgaði leigubílstjóranum fyrir farið. Ellefu ára tók leigu- bíl fyrir 160.000 kr. BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.