Morgunblaðið - 16.12.2014, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Heilbrigðiskerfið
stendur fólki nær en
flest annað í samfélags-
gerðinni. Þess vegna
vill meirihluti okkar
umbuna læknum og
öðrum starfsmönnum
þess mjög vel. Þess
vegna krefjumst við
þess að kerfið og
starfsmennirnir eigi
sér jafngóða framtíð
hér og annars staðar á
Norðurlöndum.
Það er misskilningur að deila ríkis
og lækna sé hefðbundin kjaradeila;
hún er fyrst og fremst samfélags-
deila og neyðarákall. Heilbrigð-
iskerfið naut ekki eyðslutímanna
milli 2000 og 2008, niðurskurður er
búinn að rífa það á hol og hrekja
stóran hluta starfsfólks út í horn
þaðan sem aðeins verður brotist
fram með látum. Nokkrar auka-
fjárveitingar breyta engu þar um og
ekki heldur loforð um nýjan spítala.
Það er afleitur misskilningur að
læknar megi ekki „fá meira en aðr-
ir“. Þeir verða að fá það eins og flug-
áhöfn sem við treystum fyrir lífi
okkar og limum. Það
er líka misskilningur
að vinnutími lækna sé
eðlilegur, að heilbrigð-
iskerfið geti veitt eðli-
lega þjónustu eins og
er eða að horfurnar
séu þolanlegar. Það er
enn fremur misskiln-
ingur að ganga til
samninga með því að
breiða út rangindi um
laun lækna miðað við
vinnutíma, veifa furðu-
sögum um 50% kaup-
kröfur og bjóða sífellt
fram „það sama og aðrir geta feng-
ið“. Við viljum að lykilpersónur kerf-
isins geti unnið vinnuna sína, eins og
flugstjórar svo dæmi sé tekið, og að
læknar flykkist til landsins.
Og það er loks misskilningur að
sjá ekki til þess að ráðherrar, þing-
menn og samninganefndir séu dag
og nótt á tánum við að leysa verk-
efnin. Þau eru nefnilega tvö: Neyð-
arsamningar strax um vinnutíma,
starfshætti og laun til að bjarga okk-
ur frá algjöru kerfishruni og svo aft-
ur endurskoðun og afmiðstýring alls
kerfisins með það fyrir augum að
það verði nálægt okkur hvar sem við
búum, aðlaðandi fyrir starfsfólk og á
pari við það sem gerist í stærri sam-
félögum. Og hvaðan á að fá fé til
þess? Milljarðatugina eiga fyrr-
greindir almannakosnir samfélags-
þjónar okkar að finna með mjög
breyttri forgangsröðun opinberra
fjármuna, því samfélagsrekstur skal
á kerfinu vera og fjármagnið er til ef
djúpt er leitað.
Samfélagsdeila og neyðarákall
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson » Það er misskilningur
að deila ríkis og
lækna sé hefðbundin
kjaradeila; hún er fyrst
og fremst samfélags-
deila og neyðarákall
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er jarðvísindamaður
og rithöfundur.
Þessa dagana fer sá
tími í hönd sem keppst
er við að kynna börn-
um landsins hefðir
okkar og siði jafnt með
skemmtun og upp-
fræðslu góðra siða.
Kjörinn fulltrúi
Vinstri-grænna kvart-
aði nýlega vegna
kirkjuferðar sem leik-
skóli í borginni hafði
skipulagt fyrir börnin á jólaföstunni.
Kvörtunarefnið var kristileg innræt-
ing við börnin og skilst mér að henni
finnist það ekki passa fyrir íslensk
börn.
Vissulega fer fram innræting í
kirkjum landsins og það ekki bara
við börnin! Innrætingin felst meðal
annars í því að brýna fyrir jafnt
börnum og fullorðnum að hafa ætíð
tillitssemi og kærleika í huga í um-
gengni sinni við félaga sína eða svo
notuð sé orð kristinnar trúar að „það
sem þér viljið að aðrir menn gjöri
yður það skuluð þér og þeim gjöra“,
eða komdu fram við aðra eins og þú
vilt að komið sé fram við þig.
Ég, sem þessar línur rita, fagna
því að til skulu þeir staðir í þjóð-
félagi okkar sem áminna okkur um
góða siði og tillitssemi og mætti gera
meira af því að halda kenningum
kristinnar kirkju til haga.
Hugsanlega færi margt í þjóð-
félagi okkar betur ef við allt frá
barnæsku temdum okkur betur
samskipti og tillitssemi kristinnar
kenningar.
Skólar landsins hafa því miður
þurft að berjast við ein-
elti og í þjóðfélagi okk-
ar verða einstaklingar
og ekki síst börn fyrir
alls konar áreiti og ætti
það frekar að vera til
gleði fyrir foreldra og
reyndar alla sem bera
hag barna fyrir brjósti
að sem víðast í þjóð-
félagi okkar sé innræti
fyrir hendi í þá áttina
að kenna börnum okkar
og okkur sjálfum tillits-
semi og góða umgengnissiði.
Finnst manni það orðið ansi langt
gengið þegar kjörnir fulltrúar al-
mennings í landinu gera sér ekki
grein fyrir því á hverju menning
okkar og siðferðilegur grunnur
byggist en telja sig samt hæfa til
starfa í almannaþágu.
Tökum endilega ekki frá börn-
unum okkar þá sönnu jólagleði að fá
að upplifa helgi jólanna í því hátíð-
lega og notalega umhverfi sem
kirkjurnar okkar kunna að bjóða
upp á.
Ferðir barna í kirkjur
landsins um jólin
Eftir Hjálmar
Magnússon
Hjálmar Magnússon
»Hugsanlega færi
margt í þjóðfélagi
okkar betur ef við allt
frá barnæsku temdum
okkur betur samskipti
og tillitssemi kristinnar
kenningar.
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri og
áhugamaður um velferð barnanna í
landinu okkar.
Til hamingju Jóhann
Sigurjónsson, til ham-
ingju Íslendingar, Ís-
landsmið eru orðin
stærsta bolfiskrækt-
unarstöð í heimi. Aldrei
meiri bolfiskur, við
hlýnun sjávar kemur
fæðan, makríll og síld
og loðna sem ókeypis
fæða á nægtarborð bol-
fisksins. Getum við
kannski byggt Landspít-
alann fyrir aukningu á
kvóta? Allan fisk er
hægt að selja.
Ekki hefði manni
dottið svona kraftaverk
í hug þegar maður var
að gera að 20-30 cm kóðum úti á Halamiðum 1952. Allt er breytingum
undiropið, ég hef oft sagt það að þegar neyðin er stærst þá er hjálpin
næst. Íslendingar eru búnir að skilja eftir hæfilega stærð af hrygningar-
stofni til að ganga ekki of nærri þorskinum í áraraðir, nú njótum við af-
rakstursins.
Karl Jóhann Ormsson
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Til hamingju
Fiskverkamaður Aflaverðmæti íslenskra skipa var 7,1%
meira í ágúst í ár en í fyrra.
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
E-60 Bekkur
Verð frá kr. 59.000
Fáanlegur í mismunandi lengdum.
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
www.facebook.com/solohusgogn
E-60 Stólar
Klassísk hönnun frá 1960
Hægt að velja um lit og áferð
Verð frá kr. 24.300
mbl.is
alltaf - allstaðar