Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU-
OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
Verð 19.995
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Félag eldri borgara í Reykjavík
Mánudaginn 8. desember var spil-
aður tvímenningur á 14 borðum hjá
bridsdeild Félags eldri í Reykjavík.
Efstu pör í N/S:
Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 388
Örn Isebarn – Hallgrímur Jónss. 359
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 351
Örn Ingólfsson – Steinn Lárusson 349
A/V:
Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 432
Höskuldur Jónss. – Elías Einarsson 376
Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 358
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 331
Fimmtudaginn 11. desember var
spilað á 13 borðum
N/S:
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 374
Guðlaugur Bessas. – Trausti Friðfinnss. 334
Sæmundur Pálss. – Sigtryggur Jónss. 333
Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 326
A/V:
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 403
Björn E. Péturss. – Ólafur Theodórss. 392
Auðunn Guðmss. – Bergur Ingimundars.359
Magnús Jónsson – Óli Gíslason 334
Spilað er í Síðumúla 37.
Suðurnesjabrids
Það er hörkukeppni í tveggja
kvölda Nettótvímenningi sem hófst
sl. miðvikudag. Efstu pörin eru með
56% skor og parið í 5. sæti með tæp
52%.
Staðan:
Garðar Garðarsson - Bjarki Dagsson 56,0
Oddur Hanness. - Sigurjón Ingibjörnss. 56,0
Karl Einarsson - Skafti Þórisson 53,0
Seinna kvöldið verður nk. mið-
vikudag og hefst spilamennskan kl.
19.03.
Góðmennt í Gullsmára
í kuldakastinu
Spilað var á 10 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 11. desember.
Úrslit í N/S:
Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 195
Sigtryggur Ellertss. - Rúnar Sigurðsson 188
Vigdís Sigurjónsd. - Þorleifur Þórarinss. 183
Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 179
A/V
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 231
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 202
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 189
Rut Árnadóttir - Ása Jónsdóttir 188
Spilað verður í næstu viku. Loka-
daginn 18. desember verður svo boð-
ið upp á kaffihlaðborð eins venja hef-
ur verið.
Framkvæmdastjóri
fiskeldisstöðva ritar
grein í Morgunblaðið
nýverið vegna greinar
minnar um laxeldi og
telur að eldi laxfiska
sé mikið hagsmuna-
mál fyrir byggðir
landsins. Það kann að
vera að svo sé fyrir
sumar byggðir lands-
ins en verður því mið-
ur á kostnað annarra. Hag-
fræðistofnun metur það svo að
nýting veiðihlunninda styðji við
1100-1200 störf. Sú atvinnugrein er
dreifð vítt um land. Enn er reynt að
halda því fram að lítil hætta sé því
fylgjandi sleppi lax úr kvíum að
hausti til eða um vetur. Laxinn geti
ekki lært að afla sér fæðu og verði
fyrir afráni og drepist í hafi. Um-
hverfisslysið í Patreksfirði sl. haust
sýnir svart á hvítu að þetta er
rangt. Lax sem slapp úr kvíum sl.
haust lifði af sjávarvist og mætti
sumarið eftir kynþroska og tilbúinn
til þess að hrygna í ferskvatn.
Framkvæmdastjórinn setur að vísu
fram þá nýstárlegu kenningu að
laxinn hafi hangið undir kvíunum
allan veturinn og lifað af þess
vegna. Ummæli hans um að mik-
ilvægt hafi verið að hefja veiðar
strax og laxinn slapp verða ekki
túlkuð öðru vísi en það hafi ekki
verið gert í þessu tilviki og eldisfyr-
irtækið og Fiskistofa þar með ekki
farið að lögum. Þetta er rangt og
kenning framkvæmdastjórans kem-
ur ekki heim og saman við þá stað-
reynd að veiðar sem fóru fram við
eldiskvíarnar eftir umhverfisslysið,
lögum samkvæmt, báru engan ár-
angur. Strokulaxinn hélt sig ein-
faldlega fjarri eldisstaðnum líkt og
framkvæmdastjórinn reynir nú að
gera varðandi staðreyndir málsins í
skrifum sínum. Segir hann jafn-
framt að ég hafi slegið fram fullyrð-
ingum um fjölda þeirra laxa sem
sluppu úr kvíum Fjarðarlax og að
engar opinberar tölur hafi verið
birtar þar um. Þarna kemst fram-
kvæmdastjórinn næst kjarna máls-
ins. Í Noregi eru slíkar upplýsingar
jafnan gerðar opinberar en það var
ekki gert hér. Nú skora ég á fram-
kvæmdastjórann að
leggja fram staðfestar
upplýsingar sem hrekja
það að þúsundir laxa
hafi sloppið. Það geri
ég í ljósi þess að Fiski-
stofu var upphaflega
tilkynnt að tvö hundruð
laxar hefðu sloppið, en
sú tala var svo hækkuð
í fimm hundruð þegar
þessir tvö hundruð og
rúmlega það höfðu ver-
ið veiddir á stöng og í
net nú í sumar.
Fiskeldislögin
Framkvæmdastjórinn víkur að
breytingum sem gerðar voru á lög-
um um fiskeldi sl. vor. Lands-
samband veiðifélaga gerði veiga-
miklar athugasemdir og breytinga-
tillögur við frumvarpið og tók
atvinnuveganefnd Alþingis flestar
þeirra til greina. Tillaga okkar um
að eldisfyrirtækum yrði gert skylt
að afla sér ábyrgðartryggingar
vegna mögulegs umhverfistjóns
náði hins vegar ekki fram að ganga.
Ástæðan var, að fiskeldismenn
töldu að slíkar tryggingar yrðu svo
dýrar að þær væru fyrirtækjunum
ofviða. Það er alkunna að iðgjöld
trygginga taka mið af tjónsáhættu.
Þessi afstaða þeirra segir allt sem
segja þarf um áhættuna af eldinu
og engin trygging er nú í lögum um
að tjón veiðiréttareigenda vegna
laxeldis fáist bætt. Komi norskur
strokulax úr eldi fram í íslenskum
laxveiðiám mun slíkt bæði eyði-
leggja laxastofna og einnig ímynd
laxveiði á Íslandi. Þetta vita trygg-
ingafélögin og einnig að hér er um
gríðarleg verðmæti að tefla. Í Nor-
egi eru dæmi þess að ós í laxveiðiár
er þvergirtur með gildru til að
hindra að eldislax gangi í ána. Á
vefnum angling.is má sjá slíkt
mannvirki í ánni Etnu. Þar er allur
lax flokkaður og eldislaxinn drep-
inn. Varla gera Norðmenn þetta að
gamni sínu.
Norski laxinn átti
ekki að fara í sjó
Þegar innflutningur á norskum
laxahrognum var heimilaður á ní-
unda áratugnum var um það fjallað
í nefnd hagsmunaaðila sem þáver-
andi landbúnaðarráðherra, Jón
Helgason, skipaði. Nefndina skip-
uðu fulltrúar fiskeldismanna og
veiðiréttareigenda ásamt veiðimála-
stjóra. Niðurstaða nefndarinnar var
að aldrei skyldi leyft að norskur lax
væri notaður í sjókvíaeldi eða haf-
beit. Þessi skilyrði fyrir innflutningi
á norska laxinum voru því miður
aldrei leidd í lög. Veiðiréttareig-
endur hafa litið svo á að þarna sé
um heiðursmannasamkomulag að
ræða og stóðu, ásamt stang-
veiðimönnum, að álitinu í þeirri trú
að samkomulagið yrði virt. Þetta
samkomulag er nú þverbrotið og
brýnt er að bregðast við því. Fram-
kvæmdastjórinn fullyrðir í grein
sinni að fiskeldismenn séu umhverf-
issinnar. Það er gott til að vita. Nú
legg ég til að þeir sýni það í verki
og við tökum saman höndum um að
gripið verði til ákvæðis sem sett var
í lögin um fiskeldi sl. vor um að ráð-
herra ákveði að aðeins megi nota
geldstofn laxa af norskum uppruna
í sjókvíaeldi við Ísland. Hrognin,
sem meðhöndluð eru á þann hátt að
laxarnir verða ófrjóir, eru til reiðu
hjá fyrirtækinu Stofnfiski, en þau
eru alfarið flutt úr landi og aðallega
til Noregs. Þannig geta laxeld-
ismenn sýnt væntumþykju sína fyr-
ir umhverfinu og unnið að meiri
sátt um þessa umdeildu atvinnu-
grein en nú er.
Atvinna og laxeldið
Eftir Óðin
Sigþórsson » Lax sem slapp úr
kvíum sl. haust lifði
af sjávarvist og mætti
sumarið eftir kynþroska
og tilbúinn til þess að
hrygna í ferskvatn.
Óðinn Sigþórsson
Höfundur er formaður
Landssambands veiðifélaga.
- með morgunkaffinu