Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 35
Wendy) á sígildum tónverkum.
Æfingar urðu ekki fleiri en ein,
því við gerðum okkur grein fyrir
að við yrðum að ráða okkur dans-
meistara til að semja sporin fyrir
okkur, því við vorum lítt vanir
dansarar.
En þetta gerði ekkert til því af
nógu var að taka í hugmynda-
bankanum. Dansþörf okkar fékk
síðar svolitla útrás í Hárinu hjá
Leikfélagi Kópavogs, þar sem
Brynja Benediktsdóttir og Diddi
fiðla stjórnuðu með miklum
glæsibrag í frumuppfærslu á
verkinu í Glaumbæ. Það hentaði
ekki að Konni væri í smekkbux-
unum í sýningunni svo hann fann
sér síðan appelsínugulan skokk
og varð einn af sterkustu karakt-
erunum í sýningunni. Og dans-
þörf okkar leiddi okkur á ball í
Laugardalshöllinni, þar sem
Konni fann sína Júlíu (sem heitir
raunar Magga, eða öllu heldur
Margrét). Með Möggu stofnaði
hann heimili og þau fylgdust að í
líffræðináminu og eignuðust börn
og buru.
Í minningargreinum gjaldfalla
lýsingarorð gjarnan og er það
synd þegar lýsa á manni eins og
Konna, sem öll falleg lýsingarorð
gilda um. Meðal annars var Konni
einn sá mesti friðsemdarmaður
sem hægt er að hugsa sér. Aðeins
einn bardaga háði Konni um dag-
ana, en það var við hinn skæða
andstæðing Manninn með ljáinn.
Sá náungi mætti allt of
snemma, beitti snöggum og
ósanngjörnum brögðum og skildi
okkur öll eftir, vini Konna og ekki
síst fjölskyldu hans, agndofa af
undrun og sársauka. Það er með
miklum söknuði sem við kveðjum
þennan mikla öðling.
Ég minni að lokum á Afasjóð-
inn til styrktar barnabörnum
Konna og Möggu, hvatningar-
námssjóð, sem ég veit að örlátir
vinir og ættingjar munu leggja í
af rausn – 0111-26-98800, 200652-
3559.
Árni Blandon.
Við kveðjum í dag mikinn öð-
ling, Konráð Þórisson, sem féll
frá langt fyrir aldur fram. Er
hann okkur mikill harmdauði.
Ung urðu Magga og Konni vinir
okkar og við höfum fylgst að í
fjörutíu ár, frá því fyrir þann tíma
þegar Toggi í Tempó spilaði fyrir
dansi í brúðkaupinu þeirra, fylgst
hvert með öðru, sótt hvert annað
heim og átt yndislegar samveru-
stundir. Meðal annars hittumst
við ávallt á nýársdag til að fagna
nýju ári.
Aldrei nokkurn tímann hefur
borið skugga á þessa vináttu.
Konráð og Margrét hafa alla tíð
verið einstaklega samrýnd og
mikið fjölskyldufólk og því er
ljóst að sorgin þar á heimili tjald-
ar ekki aðeins til einnar nætur.
Konráð var einn þeirra fiski-
fræðinga sem með elju og þraut-
seigju lögðu grunn að ráðgjöf sem
fært hefur okkur ríkulegan af-
rakstur fiskstofna. Stundum
fannst manni ekki kannski skipta
máli hvað fiskar létu ofan í sig.
Þegar upp er staðið voru slíkar
rannsóknir á smágervum fyrir-
brigðum náttúrunnar þó í raun
undirstöðurannsóknir undir allar
aðrar og alla ráðgjöf. En með
Konráði blundaði einnig lista-
maður og hagleiksmaður. Þegar
leikföng biluðu heima var gjarnan
beðið eftir Konráði til að sjá hvort
hann kynni ekki einhver ráð.
Aldrei höfum við séð glæsilegri
piparkökuhús en þau sem Konráð
og börnin þeirra Margrétar
gerðu um hver jól. Hann var líka
liðtækur leikari á yngri árum, lék
m.a. í Hárinu og með Leikfélagi
Kópavogs. En umfram allt var
hann góður drengur sem lýsti
upp veginn.
Sú vissa er ofurlítil huggun við
þetta sviplega fráfall að í hóg-
værð sinni og ljúfmennsku átti
Konráð góðar stundir með sínum
nánustu og naut velgengni í starfi
og leik.
Þær eru fjársjóður í framtíð
þeirra sem eftir lifa. Við fjölskyld-
an sendum hugheilar samúðar-
kveðjur til Möggu, barnanna,
maka þeirra og barnabarna.
Sigríður Hagalínsdóttir og
Skafti Þ. Halldórsson.
Þegar við fluttum í Blesugróf-
ina fyrir hartnær 20 árum vorum
við spennt að sjá hvers konar ná-
granna við myndum eignast.
Húsið númer 17 er við hliðina á
okkur og var í leigu fyrsta árið
þar sem eigendurnir voru erlend-
is við vinnu. Það leið því ár þang-
að til að við sáum okkar framtíð-
arnágranna. Ég man eftir því
þegar ég sá Konna fyrst. Ég gerði
mér strax grein fyrir því að þarna
væri á ferðinni vandaður, létt-
lyndur og góður maður. Þegar ég
var búinn að heilsa Möggu og
Svavari hugsaði ég „mikið vorum
við svakalega heppin með
granna“.
Leiðir okkar lágu saman í gegn
um félagsstarf. Synir okkar eru
jafnaldrar og voru saman í skóla
og fótbolta hjá Víkingi. Konni var
alltaf boðinn og búinn að gera það
sem gera þurfti, Pollamót eða
Esso-mót, það skipti ekki máli.
Hann spurði einfaldlega „hvað á
ég að gera?“
Samband okkar hefur alltaf
verið gott og höfum við aldrei
fengið annað en gott viðmót frá
Konna og fjölskyldu. Ég man
ekki eftir að hafa séð hann öðru-
vísi en brosandi og í góðu skapi.
Þvílíkur öðlingur.
Nú er skarð fyrir skildi og
Konni tekinn frá okkur allt of
snemma. Hann átti svo mikið eft-
ir að gera, m.a. í nýja hjólhýsinu.
Eitt vil ég segja við þig elsku-
legi nágranni: Þegar ég kem í
„efra“ þá ætla ég að kaupa hús við
hliðina á þér.
Elsku Magga, Svavar, Fífa og
Hrönn. Við Anna og strákarnir
samhryggjumst ykkur og öllu
ykkar fólki innilega. Megi góður
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Sigurður T. Jack.
Kveðja frá Hafrann-
sóknastofnun
Það liðu ekki nema tvær vikur
frá því að okkur samstarfsfólki
Konráðs Þórissonar varð ljóst að
lasleiki sem hrjáði hann væri ekki
slæm umgangspest heldur eitt-
hvað mun alvarlegra. Og nokkr-
um sólarhringum síðar var þessi
góði félagi okkar allur, langt um
aldur fram.
Konráð vann nánast allan sinn
starfsaldur á Hafrannsóknastofn-
un og þar átti hann fjölda sam-
starfsmanna sem sjá nú á eftir
góðum vini og félaga. Hann var
sannkölluð félagsvera, jákvæður
og áhugasamur um hagi allra og
lét sig þar að auki varða sam-
félagið okkar í heild sinni. Konráð
var valinn til trúnaðarstarfa og
sat í stjórn Hafrannsóknastofn-
unar um árabil fyrir hönd starfs-
manna og var þar ötull talsmaður
þess sem horfði til framfara fyrir
starfsmenn og stofnun.
Það var sjávarlíffræðin sem
laðaði Konráð til starfa við Haf-
rannsóknastofnunina fyrir 38 ár-
um, er hann hafði lokið prófi í líf-
fræði við Háskóla Íslands. Fyrst
vann hann undir handleiðslu Þór-
unnar Þórðardóttur við þörunga-
rannsóknir, en áhugasvið hans
var vítt, sem naut sín vel er hann
tók að sér að fara fyrir útibúi Haf-
rannsóknastofnunar á Húsavík á
árunum 1979-1982. Þar beindust
augu hans m.a. að líffræði fiska.
Og þegar Konráð afréð að bæta
við þekkingu sína í faginu, valdi
hann að rannsaka lirfur nytja-
fiska. Fór hann til framhalds-
náms í fiskifræði við háskólann í
Bergen og lauk þaðan cand. sci-
ent.-prófi árið 1991.
Að framhaldsnámi loknu réðst
Konráð sem sérfræðingur á Haf-
rannsóknastofnun og var megin-
viðfangsefni hans lirfur fiskung-
viðis. Eins og fjölda annarra
sérfræðinga í heiminum á þessu
sviði síðastliðna öld var hin
brennandi spurning hans hvað
veldur breytilegum árgangastyrk
fiskistofna, en styrkur árganga
ræður fyrst og síðast afraksturs-
getu fiskistofnanna. Ekki leysti
Konráð þá ráðgátu frekar en aðr-
ir og verður það sennilega seint
gert líkt og á við um margar af
þeim spurningum er lúta að undr-
um náttúrunnar. Hitt er hins veg-
ar víst að á hans athugunum verð-
ur byggt í framþróun þekkingar á
þessu sviði.
Konráð hafði fjölþætt áhuga-
svið innan fagsins og hafði ríka
þörf fyrir og ánægju af að miðla
þekkingu sinni og gerði sér far
um að glæða áhuga yngstu kyn-
slóðarinnar á eðli hafsins og lífríki
sjávar, m.a. með sínum skondnu
athugasemdum og skemmtileg-
heitum í nemaheimsóknum á
Hafrannsóknastofnun. Hann tók
líka þátt í kennslustarfi sjávarút-
vegsskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna, sem rekinn er í
tengslum við Hafrannsóknastofn-
un. Sýndi hann nemum frá fjar-
lægum löndum umhyggju og
skilning, sem þeir kunnu vel að
meta. Í þessu bjó hann sérstak-
lega að reynslu sinni og dvöl í
Namibíu, en þar starfaði Konráð
á annað ár á vegum Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands.
Snöggt fráfall Konráðs Þóris-
sonar er áfall öllum sem nálægt
honum stóðu, vinum og félögum,
en þó fyrst og fremst hans nán-
ustu, hans kæru Margréti og fjöl-
skyldu. Þeim eru sendar hug-
heilar samúðarkveðjur
samstarfsfélaga hans. Blessuð sé
minning um góðan dreng.
Jóhann Sigurjónsson.
„Hér er áhugaverð vísinda-
grein eftir landa þinn sem þú ætt-
ir að skoða vel.“ Þannig mælti
leiðbeinandi minn við mig þegar
ég var að vinna í lokaverkefni er-
lendis fyrir rúmum tuttugu árum.
Mig grunaði það ekki þá, en ég
átti eftir að kynnast höfundinum,
Konráð Þórissyni, betur. Ári síð-
ar hóf ég störf á Hafrannsókna-
stofnun og þurfti nýgræðingurinn
oft leiðsögn frá nýja samstarfs-
fólkinu í ýmsum málum. Konni
átti eftir að reynast mér sérstak-
lega vel. Sérsvið okkar var það
sama og við unnum náið saman að
ýmsum verkefnum í gegnum árin
og vorum með spennandi verk-
efni á prjónunum þegar hann féll
frá. Hann var afar nákvæmur í
störfum sínum sem vísindamaður
og þolinmóður með eindæmum,
sem kom sér vel þegar hann var
að vinna við greiningar á sýnum
um borð í rannsóknaskipum úti á
sjó eða í rannsóknastofunni á
Skúlagötu. Stundum hristi maður
hausinn yfir þrákelkninni í hon-
um og þaulsetunni yfir „kvikind-
unum“ sem reyndist svo oftar en
ekki vel lukkuð seigla. Þessi eig-
inleiki naut sín jafnframt þegar
kom að því að setja hugsanir í orð
enda liggja eftir hann fjölmargar
greinar og skrif í erlend og inn-
lend tímarit. Þá leituðum við sam-
starfsmenn hans margir til hans
með verkefni sem þörfnuðust yf-
irlestrar og gagnrýni og hafði
hann alltaf gott til málanna að
leggja.
Konni var einstakur ljúflingur í
viðmóti eins og allir vita sem
þekktu hann. Hann lét sér annt
um vinnufélaga sína og fjölskyld-
ur þeirra og áttum við mörg góð-
an vin í honum. Við áttum vísan
stuðning hjá Konna ef eitthvað
bjátaði á og hann lét mig líka
heyra það sem ég þurfti að heyra
en vildi síður og fyrir það er ég
honum ævinlega þakklátur.
Konni var vel á sig kominn, slyng-
ur skylmingakappi og fyrir tæpu
ári máttum við sumir af „ungu“
mönnunum horfa á eftir honum
skeiða fram úr okkur upp hæð-
irnar sex í tröppuhlaupinu á
Skúlagötu 4, geislandi af hreysti.
Hann var fjölskyldumaður af
bestu sort. Það var fallegt að
fylgjast með honum og lítilli afas-
telpu sem fylgdi honum í vinnuna
hér um daginn og auðvelt að sjá
hvað það var sem skipti hann öllu
máli.
Það er tómlegt á 2. hæðinni
hérna á Hafró og erfitt að sætta
sig við að Konni kemur ekki aft-
ur. Ég kveð góðan vin og vinnu-
félaga og bið allar góðar vættir að
styðja Margréti, börnin hans,
barnabörn og fjölskylduna alla í
þeirra þungu sorg.
Björn Gunnarsson.
Um 150 nemendur hófu nám í
Menntaskólanum í Hamrahlíð
haustið 1968, flestir 16 eða 17 ára.
Þetta unga fólk hafði öðlast
„hvolpavit“ og var meðvitað um
stúdentaóeirðir í Evrópu og
„hippa“ og „blómabörn“ vestan
hafs. „Lög unga fólksins“ dugðu
ekki lengur, á kvöldin var hlustað
á Radio Caroline, sem sendi frá
skipi undan strönd Bretlands.
„Sjóræningjastöð“ var hún köll-
uð, því hún borgaði ekki höfund-
arlaun og var talin ógna öryggi
skipa með því að útvarpa á lang-
bylgju of nærri neyðarbylgjunni.
Mestu skipti að hún var óháð
menningarstefnu ríkisútvarp-
anna, sem stundum bönnuðu
mikilvæg lög að geðþótta sínum.
Menntaskólinn við Hamrahlíð
var sjálfur ekki ósnortinn af tíð-
arandanum, rektor skólans, Guð-
mundur Arnlaugsson, var talinn
róttækur hugsjónamaður með-
fram sinni eðlislægu ljúfmennsku
og margir kennarar sem einnig
trúðu á breytingar gengu til liðs
við hann. Nemendum skólans var
sköpuð frjálsleg umgjörð.
Bekkjarbróðir okkar Konráð
Þórisson er um margt minnis-
stæður. Hann þreifst vel í MH,
frjálslegri en flestir, síðhærður
mjög og fór eigin leiðir. Hann
virtist enga þörf hafa fyrir að
gera sig ósýnilegan með því að
falla í hópinn, eins og algengt er á
þessum aldri. Þvert á móti, menn
litu til hans sem manns sem
fylgdist með hræringum í um-
heiminum og væri í fremstu röð.
Margir hvísluðu um hassneyslu á
þessum tíma, sem enginn gat þó
fest neina hönd á. „Ég hef nú
aldrei drukkið þetta hass“ sagði
einhver spekingslega. Skyldi
Konni ekki búa yfir reynslu á
þessu sviði, var spurt? Síða hárið
var grunsamlegt, en smám sam-
an áttuðu menn sig þó á að Konni
var einmitt reglusamastur allra,
honum datt ekki í hug að reykja
eða drekka, það var alltaf svo
gaman að engin þörf var á ann-
arri vímu en gleðinni. Hann var
leikandi léttur í samskiptum, en
lét hópinn aldrei leiða sig. Hlýtt
viðmót, fölskvalaus gleði og ný og
stundum óvænt sjónarhorn
fylgdu honum. Hann var jafn-
lyndur, góðgjarn innsæismaður
og góður félagi. Hann gerði alla
að vinum sínum með því að vera
sjálfur vinur að fyrra bragði.
Ekki fór hjá því að 4-X ein-
kenndist af því að vera stráka-
bekkur, þetta var stærðfræði- og
eðlisfræðibraut, þarna þraukuðu
tvær stúlkur innan um 16 drengi
sem létu sumir þó nokkuð fyrir
sér fara. Konni talaði meira við
stúlkurnar en aðrir, hann skynj-
aði hvernig öðrum leið. Um-
hyggju fyrir öðrum hafði hann
þroskað með sér á yngri aldri en
algengt var. Önnur þeirra segir
nú: „Eins yndislegir og allir
bekkjarbræður mínir voru þá var
hann Konni samt alltaf bestur.
Gott er að eiga góðs að minnast.“
Einn drengjanna úr hópnum seg-
ir: „Ég hefði viljað vera eins og
Konni, ljúfur, fallegur, flottur,
skemmtilegur og tilfinninga-
næmur.“
Eins og gengur lágu leiðir víða
eftir stúdentsprófið, Konni lagði
líffræði og fiskifræði fyrir sig.
Það hæfði hans persónulega stíl
vel og varð hans hlutskipti í líf-
inu. Við bekkjarsystkini Konna
þökkum fyrir að hafa átt hann
fyrir æskuvin og skólabróður.
Hann mun lifa áfram í okkar
minningum. Við sendum fjöl-
skyldu hans einlægar samúðar-
kveðjur.
F.h. samstúdenta í 4-X
MH-72,
Ragnar Önundarson.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNÍNA MARGRÉT INGIBERGSDÓTTIR
frá Sandfelli,
Vestmannaeyjum,
lést mánudaginn 8. desember
á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
19. desember kl. 13.00.
.
Sigurbjörn Hilmarsson, Sóley Hafsteinsdóttir,
Kristján Ó. Hilmarsson, Heiðrún B. Guðbrandsdóttir,
Katrín G. Hilmarsdóttir, Baldur Pálsson,
Árni G. Hilmarsson Sesselja Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍN JÓNA ÓLAFSDÓTTIR,
Ársölum 5,
Kópavogi,
sem lést föstudaginn 28. nóvember,
verður jarðsungin frá Lindakirkju í Kópavogi
fimmtudaginn 18. desember og hefst
athöfnin kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á kirkjuklukknasjóð Lindakirkju, sem
var henni hugleikinn.
Björg Magnúsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson,
Magnús Jaroslav Magnússon, Hugrún L. Guðmundsdóttir,
Dagmar Magnúsdóttir, Kristinn R. Árnason,
Guðmundur, Guðmundur Örn, Bjarki Rafn,
Hildur Jara og Rakel Lind.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
HARALDUR ÓLAFSSON
myndlistarnemi,
lést á heimili sínu í Stokkhólmi
laugardaginn 6. desember.
Útför fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 19. desember kl. 13.00.
Svandís Torfadóttir, Ólafur Þorkell Helgason,
Albert Torfi Ólafsson, Steinunn Lilja Pétursdóttir,
Arnar Ingi Ólafsson, Eva Dögg Guðmundsdóttir,
Elsa Heike Jóakimsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Torfi Jónsson.
Við tímamót er
vert að setjast nið-
ur og skoða hvaða
þýðingu þau hafa
fyrir mann. Við þessi tímamót í
lífi okkar minnumst við manns
sem hefur alla tíð verið í lífi
okkar systkinanna. Við minn-
umst afa Gunnars sem ljúfs
manns sem lét sér annt um af-
komendur sína og samferða-
fólk. Við eigum fjölmargar
minningar úr æsku þegar hann
og amma Unnur komu í heim-
sókn til Keflavíkur, um jólaboð
heima hjá þeim í Ásgarðinum,
Hvassaleitinu og núna síðast í
Hlöðunni við Gufunesbæinn.
Við eigum líka minningar úr
hestamennskunni um afa sem
var laginn við hross og mikill
uppalandi og skildu hestarnir
hann þegar hann bað um eitt-
hvað og hlýddu honum vel og
sáttir. Amma og afi voru mjög
samstiga og góðir vinir enda
hefur það sjálfsagt verið nauð-
synlegt á heimili þar sem voru
9 börn og við höfum oft undrast
það hvernig þau komust öll af á
einum launum afa. Afi var nýt-
inn maður, snyrtimenni fram í
fingurgóma og vildi hafa reglu
Gunnar H.
Melsted
✝ Gunnar H.Melsted fædd-
ist 13. febrúar
1919. Hann lést 17.
nóvember 2014.
Útför Gunnars fór
fram 2. desember
2014.
á hlutunum. Við
áföll reyndist hann
alltaf sterkur og
æðrulaus og getum
við sem eftir lifum
tekið fjölmargt í
fari hans til fyrir-
myndar. Afi
kvaddi þessa jarð-
vist daginn fyrir
afmæli ömmu
Unnar sem hann
saknaði svo mjög
og hafði hann á orði að sér
fyndist tíminn frá afmælinu
hennar og fram að jólum erf-
iður. Þá er skammdegið mest
og amma var líka vanaföst og á
þessum tíma sinnti hún und-
irbúningi jólanna og gerði allt-
af sömu verkin á sama tíma.
Allt í röð og reglu á þeim bæn-
um. Afi átti fjölmarga afkom-
endur og hann bar hag þeirra
fyrir brjósti, mundi eftir af-
mælis- og tyllidögum og fannst
gaman að vera boðið í veislur
af ýmsum tilefnum. Síðustu ár-
in hefur afi Gunnar lifað við
heilsubrest og oft verið lagður
inn á sjúkrahús af þeim sökum,
en jafnan rifið sig upp aftur um
leið og líkaminn leyfði og hann
hélt í lífsviljann fram á síðustu
stundu.
Genginn er góður maður
sem verður sárt saknað. Bless-
uð sé minning hans.
Fyrir hönd systkinanna á
Kirkjuteig 1,
Þorvarður
Guðmundsson.