Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
✝ GuðmundurHelgi Sigur-
jónsson fæddist í
Neskaupstað 15.
september 1924.
Hann lést 1. desem-
ber 2014.
Foreldrar Guð-
mundar voru Helga
Þorvaldsdóttir frá
Hafnarnesi við
Reyðarfjörð og Sig-
urjón Ásmundsson
frá Karlastöðum í Vaðlavík. Al-
systkini Guðmundar eru Helga,
Kristján og Ásdís, hálfsystkini
aður til ábyrgðarstarfa innan
verkalýðshreyfingarinnar.
Hann gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum, bæði fyrir verka-
lýðsfélagið og Alþýðu-
sambandið. Hann sat í stjórn
Verkalýðsfélags Norðfirðinga
og gegndi þar formannsstöðu
árin 1951 til 1953, þá var hann
varaforseti alllengi. Sinnti hann
einnig stöðu gjaldkera og sat
síðar sem meðstjórnandi. Hann
sat í stjórn Alþýðusambands
Austurlands, var það vararitari
og síðar gjaldkeri. Guðmundur
var alla tíð mjög pólitískur.
Hann átti sæti í stjórn Sósíalista-
félags Norðfjarðar 1961 til
1964, sat svo í stjórn Alþýðu-
bandalagsins og helgaði sig því.
Útför Guðmundar fór fram
frá Norðfjarðarkirkju 6. desem-
ber 2014.
hans, samfeðra,
voru Þórunn Sig-
urveig, Ásmundur,
Gunnlaugur, Guðný
Sigríður, Sigurlaug
og Guðrún Ágústa.
Móðir þeirra var
Helga Davíðsdóttir.
Uppeldissonur
Helgu og Sigurjóns
er Alfreð Ólafsson,
sonur Þórunnar.
Guðmundur, er
stundum var nefndur Stalín,
fékk snemma áhuga á verka-
lýðsbaráttu og var fljótt kall-
Góður félagi og kær vinur, Guð-
mundur Sigurjónsson, verkamað-
ur í Neskaupstað, er fallinn frá, ní-
ræður að aldri. Að þessu sinni átti
hann ekki afturkvæmt úr greipum
dauðans eins og honum hafði áður
tekist og spaugaði stundum með.
Guðmundur skipaði sér ungur að
árum í raðir sósíalista og hélt sig
við það til hinstu stundar að fylgja
þeim flokki að málum sem lengst
stæði til vinstri. Hann lagði sitt af
mörkum í rauða bænum Neskaup-
stað í félagsskap sósíalista þar, síð-
ar Alþýðubandalagsins og að síð-
ustu með okkur í
Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði. Þar var honum skipað í
eitt af heiðurssætum á listum til
Alþingiskosninga allt þar til yfir
lauk. En Guðmundur lét ekki þar
við sitja. Hann var virkur í starfi,
mætti á fundi og lagði sitt af mörk-
um svo gott sem til hinstu stundar.
Guðmundur Sigurjónsson var
einlægur sósíalisti og verkalýðs-
sinni. Hann lagði umhverfisvernd-
arbaráttunni einnig lið enda naut
hann gönguferða og útivistar og lét
sig ekki muna um að ganga um fjöll
og firnindi ef því var að skipta með
sér áratugum yngra fólki. Hann
var lengst af léttur í spori og kvik-
ur í hreyfingum. Þannig er gott að
minnast hans, með glampandi blik
í auga og einlægan og heilsteyptan
í því sem hann tók sér fyrir hendur
og trúði á. Og það kom enginn að
tómum kofunum hjá Guðmundi
Sigurjónssyni. Hann var skarp-
greindur og fróður vel um ættir,
sögu og stjórnmál. Þannig vopnað-
an, með ríka réttlætiskennd og fé-
lagslega hugsjón að leiðarljósi
mátti hver sem er hafa sig vel við í
rökræðum við Guðmund Sigur-
jónsson.
Efst í huga mínum á þessum
tímamótum er þó maðurinn sjálf-
ur. Þessi ljúflingur og yndislegi
persónuleiki sem Guðmundur var.
Takk fyrir samfylgdina kæri vinur.
Þín verður saknað.
Steingrímur J. Sigfússon.
Af heimi er kvaddur hollvinur
góður, sem langri ævi og góðri hef-
ur lokið.
Mæt er mér minningin um sam-
herjann vaska og vökula, þar var
aldrei á verði sofið, hvort sem voru
þjóðmálin eða bindindismálin sér-
staklega.
Hvarvetna lagði hann sitt góða
lið, ötull og ákveðinn, átti heita
sannfæringu og málstað mætan
sem aldrei var hvikað frá til hinzta
dags.
Við áttum þess blessunarlega
kost hjá Bindindissamtökunum að
heiðra hann fyrir hans margvís-
legu heillastörf m.a. fyrir áfengis-
varnarnefnd Neskaupstaðar, en
þar var hann um áraraðir og lengi
formaður. Við veittum honum á
heimastað hans heiðursmerki okk-
ar fyrir vel unnin störf í þágu bind-
indis og allra manna mál að það
hefði hann sannarlega verðskuld-
að. Ungur vígðist hann þeirri ein-
lægu vinstristefnu mannúðar og
jafnaðar sem hann fylgdi æ síðan
hvað sem á gekk, hann skipaði sér
þar í sveit þar sem þeir sem erf-
iðari háðu lífsbaráttuna áttu sitt
helzta skjól, þar sem framtíðar-
hugsjónin einkenndist af jafnrétti
allra til lífsins gæða, síðast á vett-
vangi Vinstri grænna þar sem við
vorum samherjar eins og áður.
Það var gott að eiga samherja eins
og Guðmund sem átti bæði trúnað
við málstaðinn og hreinskilni til að
gagnrýna það sem honum þótti
miður fara, en hin eðlislæga sann-
girni hans var alltaf ofar öðru. Mér
eru í minni samskipti öll svo sem á
fundum okkar hreyfingar, ekki
sízt hinn skemmtilegi skellihlátur
hans á góðum gleðistundum, hann
ómar mér enn fyrir eyrum. Ekki
skyldi gleymt störfum hans fyrir
verkalýðshreyfinguna í Neskaup-
stað og á Austurlandi, þar sem
hann naut óskoraðs trausts allra,
allra helzt þó vinnufélaganna.
En einlægni hans og smáglettni
lifir þó lengst í muna mér.
Að leiðarlokum færi ég þakkir
Bindindissamtakanna á Íslandi
fyrir trygga og trúa fylgd við heil-
brigð lífsgildi alla tíð. Samherjan-
um trausta og einbeitta flyt ég
mínar innilegustu þakkir fyrir
samfylgd áratuganna.
Megi björt minning Guðmund-
ar Helga verma hugi okkar sem
áttum samfylgd hans. Þar fór
vammlaus drengskaparmaður.
Helgi Seljan.
Öðlingurinn Guðmundur Helgi
Sigurjónsson lést á fullveldisdag-
inn. Hann var frá unglingsaldri
einarður baráttumaður fyrir bætt-
um kjörum verkafólks og sósíal-
isma. Hann tók virkan þátt í starfi
Verkalýðsfélags Norðfirðinga,
Sameiningarflokki alþýðu – sósíal-
istaflokknum, Alþýðubandalaginu
og Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði. Guðmundur var í ára-
tugi í stjórn Verkalýðsfélags
Norðfirðinga og var fulltrúi félags-
ins á mörgum þingum Alþýðusam-
bands Íslands og Verkamanna-
sambands Íslands. Störf
Guðmundar í félagsmálum miðuðu
að því að leggja lið baráttunni fyrir
réttlátri skiptingu arðs vinnunnar
til þeirra sem arðinn skapa. Berj-
ast gegn auðsöfnun og arðráni
þeirra sem eignarhald hafa á at-
vinnutækjunum. Þau skyldu rekin
í þágu samfélagsins eins og lengi
var gert í Neskaupstað. Þá var
Guðmundur bindindismaður og
var í stúku á meðan slíkt félag
starfaði í Neskaupstað og var ár-
um saman í áfengisvarnanefnd
kaupstaðarins. Guðmundur var
maður alþjóðahyggju og bræðra-
lags þjóða og nam alþjóðamálið
esperanto og fylgdi hugsjónum
þess. Kom kunnátta hans í málinu
honum að góðum notum á ferðum
hans erlendis. Þá var hann áhuga-
samur félagi í MÍR. Guðmundur
vann meginhluta starfsævi sinnar í
frystihúsi SÚN, síðar SVN. En um
tíma var hann framkvæmdastjóri
félagsheimilisins Egilsbúðar og
rak bókabúð. Guðmundur var sósí-
alisti af gamla skólanum. Hann var
ekki mótfallinn því að vera kallað-
ur kommúnisti og stalínisti sem
eru talsverð skammaryrði hjá
mörgum í dag. Guðmundur bar
viðurnefnið Guðmundur Stalín og
líkaði það vel. Margir yngri Norð-
firðingar þekktu ekki Guðmund
Sigurjónsson en könnuðust vel við
Guðmund Stalín. Guðmundur var
einstakt góðmenni og lagði engum
illt til. Ekki pólitískum andstæð-
ingum fremur en öðrum. Hann var
léttur í lund og hláturmildur en
jafnframt alvörugefinn þegar
þannig stóð á. Guðmundur var trú-
aður maður, kristinn, eins og
margir „kommar“ af hans kynslóð.
Í trúhneigð hans er ef til vill að
finna skýringu á því hvers vegna
hann trúði aldrei að illvirki Stalíns
og kommúnistanna svokölluðu í
Sovétríkjunum hefðu átt sér stað.
Hann trúði á verkamannaríki
framtíðarinnar í löndum sósíal-
ismans og að þar væru hugsjónir
hans um réttlátt þjóðskipulag að
þróast. Góðmennið, sem engum
vildi illt gera, og hafði ríka samúð
með þeim sem stóðu höllum fæti,
trúði ekki og skildi ekki að menn,
sem kenndu sig við réttlæti, frið
og lýðræði, fremdu slík voðaverk
sem síðar kom í ljós að unnin
hefðu verið í nafni sósíalisma. Ég
var samstarfsmaður Guðmundar í
stjórn Verkalýðsfélags Norðfirð-
inga 1967. Ég kynntist honum því
vel og áhuga hans á betra þjóð-
félagi. Með Guðmundi er fallinn
frá einn af þeim fáu sem eftir lifa
af þeim sem skipuðu sér í þá liðs-
sveit sem myndaði meirihluta
„kommanna“ í Neskaupstað og
héldu honum í um 50 ár eða þar til
Neskaupstaður sameinaðist öðr-
um sveitarfélögum. Guðmundi
fylgja hlýjar minningar á þann
stað sem hann trúði að til væri. Ég
samhryggist ættingjum hans og
öllum sem sakna hans.
Árni Þormóðsson.
Þeim fækkar óðum sem settu
svip sinn á austfirsk samfélög á
öldinni sem leið. Einn af þeim var
Guðmundur Sigurjónsson, lengst
af búsettur á Strandgötu 40 í Nes-
kaupstað. Hann hefur nú kvatt ní-
ræður að aldri. Þegar við Kristín
fluttumst til Norðfjarðar haustið
1963 var Helga móðir Guðmundar
enn á lífi en faðir hans Sigurjón
Ásmundsson þá látinn. Af fimm
systkinum var Guðmundur einn
búsettur í Neskaupstað, einhleyp-
ur og hélt heimili með móður
sinni. Hann var þá um fertugt,
léttur í spori og áberandi stærð í
bæjarlífinu þótt ekki væri hann
hár til hnésins.
Guðmundur var mikill félags-
málamaður, róttækur sósíalisti og
öflugur liðsmaður þess meirihluta
sem treyst var fyrir völdum í Nes-
kaupstað í meira en hálfa öld.
Lengst af vann hann í fiski hjá
SÚN og Síldarvinnslunni og deildi
þannig kjörum með öðru verka-
fólki, þekkti aðstæður þess og að-
alvinnustað bæjarins út í hörgul.
Það var Verkalýðsfélagi Norðfirð-
inga mikill styrkur að hafa hann
innan sinna raða og engin tilviljun
að hann var þar valinn til forustu
um áratuga skeið. Í nokkur ár var
hann formaður félagsins en lengst
af varaformaður við hlið Sigfinns
Karlssonar. Báðir voru þeir öflug-
ir liðsmenn í Sósíalistafélagi Nes-
kaupstaðar og síðan í Alþýðu-
bandalaginu eftir að það tók við
sem forystuafl á sjöunda áratugn-
um. Þátttaka þeirra í pólitísku
starfi sem og margra annarra úr
röðum verkafólks tryggði þeim
jarðsamband sem völdust til trún-
aðarstarfa í bæjarmálum og at-
vinnulífi.
Félagsmál áttu hug og hjarta
Guðmundar sem bætti margri
fundarsetu við langan vinnudag
og um helgar. Þar var verkalýðs-
félagið í fyrirrúmi og þátttaka
þess í Alþýðusambandi Austur-
lands og á vettvangi ASÍ. Hann
lét sig heldur ekki vanta á fundi í
Alþýðubandalaginu og sem nátt-
úruunnandi tók hann þátt í flest-
um sumarferðum á þess vegum
um fjórðunginn. Guðmundur
gerðist félagi í Náttúruverndar-
samtökum Austurlands við stofn-
un þeirra 1970 og þegar pólitísk
uppstokkun varð á vinstri væng
stjórnmálanna um síðustu alda-
mót var næsta sjálfgefið hvorn
kostinn hann valdi.
Ásamt mörgum átti Guðmund-
ur Sigurjónsson sér draum um
betra og réttlátara þjóðfélag, ekki
aðeins hérlendis heldur á alþjóða-
vísu. Eins og margir sósíalistar á
liðinni öld taldi hann sig sjá
drauminn vera að rætast í Sovét-
ríkjunum og neitaði, að minnsta
kosti í orði, að horfast í augu við
staðreyndir eftir að leiktjöldin
féllu. Það var hluti af skaplyndi
hans. Hann var heldur ekki einn
um að halda lengur en stætt var í
vonina um að Eyjólfur hresstist.
Við létum hins vegar ólíkt mat á
heimsviðburðum ekki valda vin-
slitum.
Sú veröld sem Guðmundur Sig-
urjónsson nú hefur kvatt er gjör-
breytt frá því sem var fyrir hálfri
öld. Á yfirborðinu hefur margt
breyst hér og annars staðar á
Vesturlöndum til hins betra um
kjör hins vinnandi fjölda. Ekki er
hér þó allt sem sýnist og þeim
fjölgar sem gera sér ljóst að kapít-
alisminn er á hraðferð inn í blind-
götu. Til að afstýra óförum er því
meiri þörf nú en nokkru sinni á
róttækum hugmyndum og félags-
legu afli til að afstýra skipbroti.
Hjörleifur Guttormsson.
Guðmundur Helgi
Sigurjónsson
Enn fækkar í röð-
um Dalamanna sem
léð hafa Karlakór
Reykjavíkur og síð-
ar eldri félögum kórsins rödd
sína.
Í þeim söngglaða hópi var
Höskuldur og á árinu 1951 var
hann kominn í raðir kórsins og
fór á næstu árum m.a. í nafntog-
aðar söngferðir Karlakórs
Reykjavíkur til Miðjarðarhafs-
ins, Norðurlanda og Bandaríkj-
anna.
Þegar kór eldri félaga var
stofnaður haustið 1965 gekk Hös-
kuldur strax í raðir hans og þar
var hann virkur söngmaður í öðr-
um bassa til ársins 2010 – 60 ár í
allt. Reyndar var hann endur-
skoðandi reikninga til ársins 2012
og hafði verið síðan 1972. Geri
aðrir betur.
Það er ljúft að minnast þessa
heiðursmanns, ekki aðeins sem
söngfélaga, heldur líka fyrir allar
vísurnar sem flugu um sali eða
milli sæta í mörgum rútuferða-
lögum.
Eins og einnig er títt um Dala-
menn átti Höskuldur létt með að
Höskuldur
Jónsson
✝ HöskuldurJónsson fædd-
ist 6. apríl 1929.
Hann lést 4. desem-
ber 2014. Hösk-
uldur var jarðsung-
inn 15. desember
2014.
glíma við ljóðaform-
ið en fór sparlega
með að flíka því.
Þegar söngstjóri
Eldri félaga til
margra ára, Kjart-
an Sigurjónsson,
varð sextugur
ljóðaði Höskuldur á
afmælisbarnið í
fagnaðinum. Kjart-
an hafði gjarnan að
orðtaki þegar betur
mátti gera á æfingum: „Þetta lof-
ar góðu.“ Fyrsta og síðasta erind-
ið í afmælisdrápunni er þannig:
Hann stendur fyrir framan okkur stór
og þrekvaxinn
og stjórnar okkar liði söngvamóðu.
Þó eitthvað fari úrskeiðis er ekki há-
vaðinn
og allt að lokum lofar þetta góðu.
Kæri vinur, hefjum nú glaum og gam-
anmál,
við geymum marga perlu í okkar
skjóðu.
Við lyftum glösum okkar og allir segja
skál,
afmælið þitt, Kjartan, lofar góðu.
Á þessum nótum kveðjum við
gamlir félagar í Karlakór
Reykjavíkur góðan félaga til
margra ára og þökkum fyrir okk-
ur.
Kæru aðstandendur, innilegar
samúðarkveðjur,
Reynir Ingibjartsson,
eldri félagi í Karlakór
Reykjavíkur.
✝ Nína Ísbergfæddist í
Möðrufelli í Eyja-
firði 22. nóvember
1929. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 8.
desember 2014.
Nína var dóttir
hjónanna Árnínu
Hólmfríðar Jóns-
dóttur, f. 1898, d.
1941, og Guðbrands
Ísberg, f. 1893, d.
1984, sem þá var bóndi þar og
jafnframt lögmaður á Akureyri.
Ári síðar fluttist fjölskyldan að
Litla-Hvammi sunnan Akureyr-
ar, þar sem faðir hennar varð
fulltrúi bæjarfógetans. Haustið
1932 fluttist fjölskyldan til
Blönduóss, þegar Guðbrandur
var skipaður sýslumaður í Húna-
vatnssýslum.
Systkini Nínu: 1) Gerður Ólöf,
f. 1921, d. 2007, gift Jóhannesi
haustið hélt hún til Svíþjóðar og
stundaði málanám í eitt ár.
Heimkomin hóf hún störf í Fram-
kvæmdabankanum og starfaði
þar uns hún fór til Akureyrar
1951 og hélt heimili fyrir Guð-
rúnu systur sína.
Þegar suður kom aftur starf-
aði hún um skamma hríð á skrif-
stofu Alþingis, en hóf síðan störf
hjá Pósti og síma og starfaði þar
í nokkur ár, en gerðist síðan rit-
ari læknadeildar Háskóla Ís-
lands. Loks varð hún fram-
kvæmdastjóri Reykja-
víkurdeildar Rauða kross
Íslands þar til hún hætti vegna
aldurs. Nína tók þátt í íþróttum
og var sigursæl í spretthlaupum
á yngri árum. Einnig var hún
skáti og gekk síðar í félag eldri
skáta, St. Georgsgildið. Nína var
mikil útivistarkona og hafði mik-
inn áhuga á ferðalögum, innan-
lands sem utan. Hún ferðaðist
mikið með Ferðafélagi Íslands
og var mjög fróð um landið.
Útför Nínu fer fram í Foss-
vogskirkju í dag, 16. desember
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
Halldórssyni, 2)
Guðrún Lilja, f.
1922, d. 2005, gift
Þórði Gunnarssyni,
3) Jón Magnús, f.
1924, d. 2009, giftur
Þórhildi Guðjóns-
dóttur, 4) Ari Guð-
brandur, f. 1925, d.
1999, giftur Hall-
dóru Kolka, 5) Ásta,
f. 1927, 6) Ævar
Hrafn, f. 1931, d.
1999, giftur Vil-
borgu Jóhönnu Bremnes, 7) Sig-
ríður Kristín Svala, fædd og dáin
1936, 8) Arngrímur Óttar, f.
1937, giftur Bergljótu Thorodd-
sen.
Nína ólst upp á Blönduósi og
tók ásamt systrum sínum við
rekstri heimilisins eftir andlát
móður þeirra. Hún naut kennslu
föður síns og fór síðan í Mennta-
skólann á Akureyri og braut-
skráðist sem stúdent 1952. Um
Heima hjá mér eru fjólubláar
prjónabuxur á ungbarn. Þær eru
afskaplega fallegar og vel unnar,
úr fíngerðu garni á fíngerða
prjóna, með útprjónuðu mynstri
í bekknum. Ég prjóna sjálf, en
þessar buxur prjónaði ég ekki.
Ég átti þær þegar ég var sjálf lít-
ið barn og Nína frænka mín
prjónaði þær á mig.
Nína gladdi marga með þeim
fjölmörgu hlutum sem hún vann.
Öll börn sem komu í fjölskylduna
fengu prjónaða gjöf. Hún heklaði
dúka og saumaði út jóladagatöl
og dúka undir jólatré, svo fátt
eitt sé talið, og þau eru ófá heim-
ilin í fjölskyldunni sem skarta
hlutum frá henni nú um stundir.
Handavinnan lýsti persónu-
leika þessarar frænku minnar af-
skaplega vel. Hún var um-
hyggjusöm og henni þótti vænt
um fólkið sitt. Hún var vandvirk
og gerði allt vel og nákvæmlega
sem hún á annað borð snerti á.
Hún var framkvæmdasöm og
röggsöm, virk og dugleg.
Þegar ég var barn horfði ég
oft á hendurnar á henni þegar
hún prjónaði og heillaðist, bæði
af því að þær voru hraðar og af
því að verkin hennar voru svo
falleg. Við munum ætíð minnast
Nínu og verkin sem hún skilur
eftir sig á heimilum okkar og í
hjörtum okkar tryggja það betur
en nokkuð annað gæti gert.
Hildur Ýr Ísberg.
Nína frænka lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ mánudaginn
8. desember síðastliðinn. Þar
hafði hún dvalið í tæpan áratug
vegna öldunarsjúkdóms.
Nína föðursystir hefur verið
hluti af lífi okkar Hrauntungu-
systkina frá því við munum eftir
okkur. Hún var líka úr stórum
systkinahópi. Það var alltaf gam-
an þegar Nína kom í heimsókn.
Hún kom færandi hendi, prjón-
aði á okkur og passaði þegar for-
eldrarnir skruppu af bæ. Okkur
fannst hún bæði falleg og góð.
Alltaf fengum við póstkost frá
framandi slóðum þegar Nína var
í útlöndum. Þegar við uxum úr
grasi og stofnuðum eigin fjöl-
skyldur fylgdi hún okkur í gegn-
um lífið af þeirri hlýju og um-
hyggjusemi sem einkenndi hana
alla tíð.
Hún vann hjá Pósti og síma,
starfaði sem ritari á læknadeild
HÍ og síðast sem framkvæmda-
stjóri Reykjavíkurdeildar RKÍ.
Það var auðfundið að hún naut
virðingar hvar sem hún var.
Nína var útivistarkona og ferð-
aðist mikið innanlands sem utan.
Hún var skáti allt sitt líf og einu
sinni skáti ávallt skáti voru orð
að sönnu hvað hana varðaði. Hún
tók ljósmyndir hvar sem hún
kom og safnaði steinum og frí-
merkjum. Hannyrðir sem eftir
hana liggja eru margar og bera
smekk hennar og færni fagurt
vitni.
Nína frænka var fram-
kvæmdakona. Hún aflaði sér
menntunar, bjó erlendis, ferðað-
ist, átti fjölbreyttan starfsferil og
sinnti áhugamálum. Hún var líka
hógvær kona, hlý og hjálpfús,
sem lét verkin tala. Við kveðjum
frænku okkar af hlýhug og sökn-
uði.
Svanborg, Jóhann, Árni,
Ásta, Ari, Guðrún og Ævar.
Nína Ísberg