Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía Walthers
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
Vilt þú vita
hvers virði
eignin þín
er í dag?
Pantaðu frítt
söluverðmat án
skuldbindinga!
Skeifunni 17
„...virkilega vönduð, lipur og góð
þjónusta. Allt sem þau sögðu
stóðst. Auðvelt að mæla
með Remax Alpha!“
Áslaug og Benni
HRINGDU NÚNA
820 8080
Hádegistilboð kr. 5.900 föstudaga & laugar
daga
1. janúar - opnum kl. 19.
Uppselt
Í hádeginu á Þorláksmessu
Veitingahúsið Perlan - Sími: 562 0200 - Fax: 562 0207 - Netfang - perlan@perlan.is - www.perlan.is
Perlunnar er frá 20. nóvember til 30. desem
ber.
Föstudag
inn 19. de
s.
Laugarda
ginn 20. d
es.
Þriðjudag
inn 23. de
s
Hádegistilboð
5.900.-
Gjafabré
f
Perlunna
r
Góð gjöf
við
öll tækif
æri!
AF LEIKLIST
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Fela vopn í sér ógn eða öryggi?Þetta er lykilspurningin ísýningunni MP5 sem leik-
hópurinn Sómi þjóðar frumsýndi fyrr
í þessum mánuði í Tjarnarbíói. Höf-
undar leiktextans eru Hilmir Jensson
og Tryggvi Gunnarsson, en þeir fara
með hlutverk kjarneðlisfræðinganna
Vilhjálms og Ísaks ásamt því að leik-
stýra verkinu í sameiningu, auk þess
sem gera má ráð fyrir að þeir hafi
sjálfir útfært leikmyndina, búninga
og hljóðmynd.
Leikurinn gerist árið 2424 um borð
í alþjóðlegri geimstöð sem nefnist
Pandóra. Þar eru samankomnir vel
menntaðir, víðsýnir, friðsamir og um-
burðarlyndir einstaklingar frá lönd-
um á borð við Ísland, Bandaríkin og
Rússland. Í upphafi verksins eru Ísak
og Vilhjálmur kynntir til sögunnar
með skemmtilegum hætti. Þeir birt-
ast í hvítum aðskornum samfest-
ingum íklæddir svörtum nærbuxum
utanyfir sem skapar sterk hugrenn-
ingatengsl við hermennina í Star
Wars-myndunum, en finna má fleiri
skondnar kvikmyndavísanir í sýning-
unni. Áhorfendur fylgjast með Vil-
hjálmi í geimgöngu í þöglum leik
meðan Ísak vinnur við tölvuskjáinn.
Leikmyndin er afar einföld en
þjónar hluverki sínu vel. Vistarverur
Ísaks og Vilhjálms eru afmarkaðar
með ljósaseríu og þar eru tveir hvítir
kollar, loftrás og loks kassi á hjólum
sem þjónar bæði hlutverki vinnu-
borðs og síðar neyðarkassa. Hljóð-
myndin leikur mikilvægt hlutverk, en
sem dæmi má nefna að engar sjáan-
legar dyr eru inn í aðalleikrýmið, en
með látbragði og hljóðmynd verða
dyrnar nánast áþreifanlegar.
Babb í bátinn
Ísak og Vilhjálmi er greinilega vel
til vina. Þeir eru báðir fjölskyldu-
menn og hlakka því eðlilega til að
komast aftur til jarðar, en af samspili
þeirra er ljóst að þeir eiga eftir að
sakna félagsskapar hvor annars. Þeir
bregða óhikað á leik líkt og þeir væru
smástrákar og finnst greinilega gam-
an að fara í þykjustubyssó. Eftir góða
kynningu þar sem allt hefur leikið í
lyndi kemur skyndilega babb í bát-
inn. Það kemur upp eldur um borð og
við það fara allar dyr sjálfkrafa í bak-
lás. Undir slíkum kringumstæðum á
að grípa til neyðarkassans sem inni-
heldur lífsnauðsynjar, en kassinn
geymir óvænt líka MP5-hríðskota-
byssu sem ekki er getið um á tékklist-
anum. Við tekur æsispennandi at-
burðarás þar sem Ísak og Vilhjálmur
rökræða hvað skuli gera við byssuna.
Meðal þess sem þeir félagar velta fyr-
Ógn eða
öryggi?
Kraftmikið „Leikhópurinn Sómi þjóðar á hrós skilið fyrir að setja á svið
kraftmikla klukkustundar sýningu þar sem málefni líðandi stundar eru
krufin með áhrifaríkum hætti í hráleika sínum,“ segir m.a. í rýni.
ir sér er hvort eldurinn um borð
kviknaði fyrir slysni eða hvort hugs-
anlega hafi verið um hryðjuverk að
ræða. Gæti byssan ekki komið í góðar
þarfir ef verjast þurfi óvinum? En
hvernig er hægt að skjóta af hríð-
skotabyssu án þess að skjóta um leið
gat á geimskipið með þeim afleið-
ingum að allir farist?
Tilfinningaleg rússíbanareið
Rökræður Ísaks og Vilhjálms fara í
nokkra hringi og líkjast einna helst
rússíbanareið með sínum óvæntu
hlykkjum og tilfiningasveiflum. Vil-
hjálmur virðist allan tímann mun
hrifnari af byssunni en Ísak, sem vill
að þeir skutli byssunni út um loftrás-
ina og losi sig þannig við gripinn.
Samspil Hilmis og Tryggva var ein-
staklega gott. Vilhjálmur í meðförum
Hilmis reyndi að uppfylla karl-
mennskuímynd hasarmyndanna með
stjórnsemi sinni meðan Tryggvi gerði
efasemdum og ótta Ísaks góð skil.
Þeim tókst að draga upp forvitnilega
mynd af tveimur karlmönnum sem
sveiflast milli þess að vera fluggáf-
aðar hetjur í geimnum yfir í að vera
hræddir litlir strákar.
Í viðtali við Morgunblaðið á frum-
sýningardag sagði Hilmir að verkið
væri hugsað sem innlegg inn í um-
ræðuna um byssueign íslensku lög-
reglunnar í ljósi þess að Landhelg-
isgæsla Íslands taldi sig hafa fengið
250 MP5-hríðskotabyssur að gjöf frá
norska hernum og hugðist leyfa lög-
reglunni að nýta þær einnig, en ákvað
síðar að skila byssunum þegar í ljós
kom að ekki reyndist um gjöf að
ræða. Eftir stendur að ekki er búið að
ræða í þaula hvort rétt sé að vopn-
væða lögregluna almennt hérlendis
sem fæli í sér grundvallarbreytingu. Í
því samhengi veltir verkið upp áhuga-
verðum spurningum um hlutverk
vopna og eðli vopnaburðar.
Leikhópurinn Sómi þjóðar á hrós
skilið fyrir að setja á svið kraftmikla
klukkustundar sýningu þar sem mál-
efni líðandi stundar eru krufin með
áhrifaríkum hætti í hráleika sínum.
Sýningin er meinfyndin og grunn-
hugmynd verksins vel útfærð í alla
staði. Vonandi verða fleiri sýningar á
MP5, því önnur sýning, sem undir-
rituð sá í Tjarnarbíói um liðna helgi,
var koluppseld.
» Þeim tókst að dragaupp forvitnilega
mynd af tveimur karl-
mönnum sem sveiflast
milli þess að vera flug-
gáfaðar hetjur í geimn-
um yfir í að vera hrædd-
ir litlir strákar.
Út er komið
fjórða hefti tíma-
ritsins Þjóðmála í
ár, vetur 2014.
Meðal efnis er
grein Hannesar
Hólmsteins Giss-
urarsonar „Við-
horf Alistairs
Darlings til Ís-
lendinga“ þar sem höfundur leitar
svara hjá fyrrverandi fjár-
málaráðherra Breta um hvers vegna
bresk yfirvöld beittu hryðjuverka-
lögum til að frysta eigur íslenskra
banka. Fyrrverandi ritstjóri AP-
fréttaveitunnar fjallar um einhliða
fréttaflutning alþjóðlegra frétta-
stofa um Ísrael, Ívar Jónsson fjallar
um hugmyndafræði Sjálfstæðis-
flokksins í sögulegu ljósi og Karl
Sigurbjörnsson biskup er höfundur
greinarinnar „Jólin hans Hall-
gríms“. Þá fjallar Björn Bjarnason
um afsögn Hönnu Birnu og skrifar
umsögn um bók Jóns Steinars
Gunnlaugssonar, kafli er birtur úr
bók Jakobs F. Ásgeirssonar um
Óskar í Sunnubúðinni og Jóhann J.
Ólafsson skrifar um íslensk manna-
nöfn.
Fjölbreytt
Þjóðmál