Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Íslenskum furðusögum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum ár- um og nýverið kvaddi nýr rithöf- undur sér hljóðs á því sviði er Alex- ander Dan Vilhjálmsson sendi frá sér skáldsöguna Hrímland, sem ger- ist í Reykjavík, höfuðborg Hrím- lands, sem er talsvert frábrugðin þeirri Reykjavík sem við þekkjum þótt hún sé al- íslensk. Alexander hef- ur lengi verið áhugasamur um fantasíur og gaf til að mynda út tímaritið Furðu- sögur fyrir fjór- um árum, en orð- ið furðusögur er gjarna notað sem einskonar yfirflokkur á allt frá draugasögum yfir í epíska geim- dramatík. Hugtak sem nær yfir víðan völl Alexander segist mjög hrifinn af því hve hugtakið furðusögur nái yfir víðan völl og finnst það hjálpa bók- menntagreininni. „Til dæmis finnst mér aðgreiningin á „sci-fi“ og „fan- tasy“ erlendis hafa búið til einhverja gjá í lesendahóp sem á ansi margt sameiginlegt. En það hjálpar kannski lesandanum lítið þegar á að gera grein fyrir nýrri sögu,“ segir hann. Beðinn að lýsa bókinni í stuttu máli segir hann hana fantasíu sem sé innblásin af svokallaðri nýfurðu, eða „New Weird“-undirstefnu í furðu- sagnabókmenntum. „Nýfurðan blandar inn þáttum frá fantasíum og vísindaskáldskap að vild, oftar en ekki með votti af hryllingi, og býr til fantastískan heim. Þessi heimur er engu að síður raunsær og rótfastur, þótt hann sé kannski furðulegur. Hrímland sækir mikið af jarðteng- ingu sinni, ef svo skyldi kalla, í ís- lenskan raunveruleika. Saga þjóð- arinnar, nútími okkar og pólitískt landslag nú og áður, allt þetta renn- ur saman við furðusagnaheiminn og býr þannig til einhvern samruna.“ Sagan segir frá örlögum Garúnar og Sæmundar og þótt henni ljúki í raun og veru í bókarlok er heimurinn svo mótaður að maður vill gjarnan heyra meira af honum. Þegar hann er spurður um hugsanlegt framhald segir Alexander að nú þegar bóki sé nýkomin út sé hann svo útkeyrður að erfitt sé að hugsa um framhald og líklega verði næsta verkefni að skrifa eitthvað allt annað. „En ég við- urkenni að samhliða því sem ég hef verið að vinna þetta verk hafa aðrar hugmyndir látið kræla á sér og ég hef hugmynd fyrir aðra bók í sama heimi, sem væri þá sjálfstætt fram- hald. Það myndu þó einhverjar per- sónur koma við sögu, en ekki á þenn- an hefðbundna framhaldshátt þar sem það eru alltaf sömu persónur og leikendur í forgrunni. Það er þó enn á algjöru frumstigi en ég held að það gæti verið gaman að halda áfram með þennan heim.“ Alexander segir að meðfram smíði bókarinnar hafi hann þýtt hluta hennar sem hafi verið í senn skemmtilegt og krefjandi. „Mjög mörg íslensk orð eru illþýðanleg í þessari bók og það er líka undarleg tilfinning að hugsa til þess að það er ekki jafn sjálfgefið að lesandinn hafi alla þá þekkingu á Íslandi og þjóð- sögunum sem ég er að vinna með. Ef bókin verður þýdd myndi ég gjarnan vilja nálgast íslenskuna sem hálfgert fantasíutungumál og hafa ákveðin orð skáletruð og óþýdd.“ Tónlist hafði áhrif á skrifin Tónlist er áberandi í sögunni; bók- inni fylgdi geisladiskur með tónlist Árna Bergs Zoëga og Alexander er tónlistarmaður, er í svartmálm- ssveitinni Carpe Noctem með Árna Bergi og fleirum. Hann segir að bók- in hafi einmitt kviknað að einhverju leyti út frá tónlistaráhuganum. „Hugmyndin að Sæmundi óða sprettur upp frá stuttri skrifæfingu þar sem ég var að vinna beint með að skrifa stutta senu með tónlist að inn- blæstri. Sæmundur verður þannig til út frá tónlist hljómsveitarinnar Electric Wizard, sem fjallar mikið um galdur, hrylling og dópreyk- ingar. En þar fyrir utan hefur tónlist haft mikil áhrif á mig við skrifin, vissulega. Hljóð og tónlist, galdur, spilar mjög stóran þátt í sögunni. Það var einnig ótrúlega magnað að hlusta á tónlistina sem Árni Bergur samdi fyrir bókina. Þessi samruni skáldskapar og tónlistar býr vonandi til einstaka upplifun fyrir lesandann, þar sem tónlistin veitir sögunni meiri dýpt og öfugt.“ Morgunblaðið/RAX Í Carpe Noctem Alexander Dan með Hrímland í hendi. Hann er í svart- málmssveitinni Carpe Noctem og segir tónlist hafa haft áhrif á ritstörf sín. Raunsær og rót- fastur furðuheimur  Hrímland heitir ný furðusaga eftir Alexander Dan Vilhjálmsson sem segir af örlögum Garúnar og Sæmundar Kvikmyndadeild fyrirtækisins Sony hefur haft samband við bandaríska fjölmiðla og beðið þá að birta ekki upplýsingar sem hakkarar náðu úr tölvukerfi þess í síðasta mánuði. Meðal þess sem þjófarnir komust yfir og láku á netið eru kvikmyndahandrit í vinnslu, upplýsingar um launa- greiðslur og tölvupóstar. Hópur sem kallar sig Guardians of Peace, eða Varðmenn friðarins, hefur lýst ábyrgð á innbrotinu á hendur sér og segir á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC, að ástæða innbrotsins sé líklega ný kvikmynd sem fyr- irtækið framleiddi, The Interview. Er það gamanmynd sem segir af tilraun til þess að ráða leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, af dögum. Stjórnvöld þar í landi hafa neitað öllum ásökunum en segja innbrotið þó réttlætanlegt. Stolnum upplýsingum frá Sony lekið Kveikjan? Seth Rogen og James Franco í kvikmyndinni The Interview. Traust og góð þjónusta í 18 ár HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 Er ekki kominn tími á að fá sér góð les-, tölvu- eða fjærgleraugu Verð frá 19.900,- umgjörð og gler Munið okk ar vinsælu GJAFABRÉ F SKÖTUVEISLA23.DES Skútan ÍHÁDEGINUÁÞORLÁKSMESSU Skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu í veislus al okkar. Boðið verður upp á Skötu fyrir amlóða upp í fullste rka. Vinsamlega pantið tímalega í síma 555-1810. MATSEÐILL Mild og sterk skata Tindabikkja Skötustappa tvær tegundir (vestfirsk og hvítlauks stappa) Saltfiskur Plokkfiskur Síldaréttir tvær tegundir Að sjálfsögðu verða á boðstólum sjóðandi heitir hamsar og hnoðmör, hangiflot, kartöflur, rófur, smjör og rúgbrauð. Eftirréttur. Jólagrautur með rúsínum og kanilsykri www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Verð kr. 3.600 Húsið opnar kl 11:30. Verð fyrir fyrirtæki sem eru í hádegisáskrift hjá okkur er kr. 3.000. Þarf að panta fyrirfram. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.pr.mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.