Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1990, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1990, Page 7
Skáldverk Þetta er saga um Jjölskyldu, þijá ættliði sem búa ýmist í sveit eða borg, þótt einkum sé dvalið við íbúa í einu húsi í Reykjavík. Ótal eftirminnilegar persónur spretta Ijóslifandi fram í hnitmiðuðum dráttum, hver með sínu sérstaka móti, þótt ættarfylgjan setji mark sitt á alla. Andblæ eftirstríðsár- anna er til skila haldið af kost- gæfni og næmi höfundar fyrir blæbrigðum hversdagslífsins er PÉTUR GUNNARSSON Hversdags- höllin einstakt, hvort heldur hann lýsir veröld barna eða fullorðinna. Frá- sögnin er ýmist gáskafull eða ang- urvær, hæg eða fjörug — höfundur leyfir sér ýmsa kostuiega útúr- dúra og persónulegar hugleiðingar um tilveru þessa fólks — tilveru okkar allra. Þetta er saga um íslendinga og öll þau gervi sem við tökum á okk- ur í dagsins önn. Þetta er saga um draum allra íslendinga um að vera sjálfs sín herra og þær rústir sem sá draumur getur lagt líf manna í — hún er grátbrosleg og grípandi. Hversdagshöllin er 203 bls. Verð: 2580,- Félagsverð: 2193,- Pétur Gunnarsson fæddist áríð 1947 í Reykjavík. Áríð 1973 kom út hans fyrsta bók, Splunkunýr dagur sem geymdi Ijóð, en 1976 kom skáldsagan Punktur punkt- ur komma strik sem er einhver alvinsælasta skáld- saga sem komið hefur hér út á síðustu árum. Hversdagshöllin er níunda bók höfundar. 5

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.