Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1990, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1990, Side 20
ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR Minnisstæðar myndir íslandssaga 20. aldar í ljósmyndum Haft hefur verið að orðtaki að ein mynd segi meira en þúsund orð og í þessari bók er leitast við að segja íslandssögu fyrstu átta áratuga 20. aldarinnar í Ijósmyndum. Hún er eins konar myndaalbúm ís- lensku þjóðarinnar á þessari öld. Myndirnar eru 239 talsins og komnar víðs vegar að af landinu, þótt stærstur hluti þeirra sé nú varðveittur á Þjóðminjasafni ís- lands og Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Grunnhugmyndin að vali þeirra er sú að sýna myndir af merkum viðburðum, en þó ekki síður mynd- ir úr daglegu lífi fólks, af menn- ingu, verkháttum og atvinnulífi, að draga upp mynd af aldarhættinum almennt. Jafnframt fylgir annáll áranna 1901-1980, þar sem tí- undað er það sem markverðast og fréttnæmast þótti á hveiju ári. Inga Lára Baldvinsdóttir valdi myndirnar og skrifaði mynda- texta, en Sigurður Hjartarson skráði annál. Bókin er 140 bls. Verð: 3480,- Félagsverð: 2958,- Inga Lára Baldvinsdóttir [f. 1956) lagði stund á fornleifafræði og sagnfræði á írlandi og hefur sérhæfL sig í gömlum Ijósmyndum. Inga Lára er búsett á Eyrarbakka. Sigurður Hjarlarson [f. 1941) er sagnfræðingur frá Háskóla íslands og kennir sögu og spænsku í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Siguður býr í Grindavík. 18

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.