Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 4
leidretting.is Nánari upplýsingar á rsk.is/leidretting með rafrænni undirritun Samþykkt leiðréttingar Stærstur hluti umsækjenda getur nú ráðstafað ákvarðaðri leiðréttingu með því að samþykkja hana og undirrita rafrænt. Frestur til þess er 3 mánuðir. Að lokinni samþykkt gengur leiðréttingin til lækkunar á veðlánum samkvæmt veðröð og/eða hún myndar sérstakan persónuafslátt. Þeir sem ekki geta samþykkt núna Nokkur hluti umsækjenda getur ekki samþykkt ráðstöfun leiðréttingarinnar að sinni þar sem athugasemdir hafa komið fram um útreikninginn og forsendur hans. Sama á við um þá sem ekki hafa fengið niðurstöðu sína birta. Ástæður fyrir því geta verið nokkrar, m.a. breytingar á hjúskaparstöðu, úrvinnslu á lánaupplýsingum er ekki lokið, svör hafa ekki borist ríkisskattstjóra við útsendum fyrirspurnum eða annað sem þarfnast nánari skoðunar. Frestur til að samþykkja er 3 mánuðir frá því að umsækjandi móttekur tölvupóst um að niðurstaða í máli hans liggi fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.