Morgunblaðið - 27.12.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 27.12.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Yrsu er margt til lista lagt ogljóst er að hún er óhræddvið að feta ótroðnar slóðir.Það sást til dæmis skýrt í myndinni Salóme sem sýnd var í Bíó Paradís fram að jólum og verður á dagskrá RÚV að kvöldi 4. janúar nk. Myndin fjallar um samband Yrsu við móður sína og er afar persónuleg heimildarmynd. Myndin hefur verið sýnd í Þýskalandi, Spáni og Kólumb- íu og vakið at- hygli á hinum ýmsu kvik- myndahátíðum og nú síðast í Pól- landi, Íran og Bosníu og Hersegóvínu. Ætli Yrsa myndi ekki seint teljast endurspegla hinn hefðbundna ferðalang og því er gaman að fá að birta nokkrar ljós- myndir og brot úr ferðasögu hennar. Við byrjum í Szcecin í Póllandi. „Þetta er bær sem er á landamærum Póllands og Þýskalands. Hann er dá- lítið eins og þýskur bær nema aðeins fátækari og lítið búið að gera hana upp,“ segir Yrsa sem tók nokkuð af áhugaverðum myndum í Szcecin. Andinn í Sarajevó Næst á eftir Póllandi lá leiðin yfir til Sarajevó og segir Yrsa að heimsóknin þangað hafi verið áhrifa- rík. „Ég var náttúrlega ekki rétt klædd því þar var skítakuldi. Klukk- an sex á kvöldin kom alltaf upp mikil lykt því þá var farið að kynda húsin Menning séð í gegnum linsu á gamalli filmuvél Kvikmyndagerðarkonan Yrsa Roca Fannberg hefur verið á töluverðu flakki síð- ustu mánuði í tengslum við kynningu heimildarmyndar sinnar Salóme. Myndin hefur hlotið verðlaun á borð við Best Nordic Documentary á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama. Yrsa hefur nýtt tímann vel á ferðalögunum og tekið áhuga- verðar ljósmyndir á gamla filmuvél, meðal annars í Teheran og Sarajevó. Ljósmyndir/Yrsa Roca Fannberg Blöðrur Hann var einmana að sjá, bosníski sölumaðurinn með blöðruknippið. Sarajevo „Blindur bíll“ er heiti þessarar ljósmyndar Yrsu Roca Fannberg. Yrsa Roca Fannberg Í dag á milli klukkan 17 og 20 opna myndlistarmenn vinnustofur sínar í húsnæði SÍM á Seljavegi 32 í Reykja- vík. Listamennirnir eru þau Katlinka Theis frá Þýskalandi, Eeva-Liisa Pu- hakka frá Finnlandi, Ekaterina Gavr- ilova og Alexandra Suvorova frá Rússlandi, Katie Turnbull frá Ástralíu, Ieva Saulite frá Lettlandi, Immo Ey- ser frá Þýskalandi og Robert Clark frá Bretlandi. Öll eru þau gestalistamenn SÍM og í kvöld gefst tækifæri til að ræða við þau um listina. Boðið verður upp á veitingar frá öllum löndunum og einnig verður leikin þjóðleg tónlist. Á vef SÍM má fræðast nánar um listamennina og það fjölbreytta starf sem unnið er innan félagsins. Þar má einnig skoða þá viðburði sem fram- undan eru í geiranum á komandi mánuðum. Vefsíðan www.sim.is Morgunblaðið/ Jim Smart SÍM Fjöldi listamanna er með aðstöðu í húsinu á Seljavegi 32 í Reykjavík. Opnar vinnustofur listamanna Jólamessa verður haldin í Úthlíð- arkirkju í Biskupstungum eins og undanfarin ár á þriðja degi jóla. Í dag hefst hún klukkan 16.00. Allir velunn- arar kirkjunnar eru hvattir til að mæta og taka þátt í safnaðarstarf- inu. Að athöfn lokinni gefst gestum tækifæri til að ræða saman yfir rjúk- andi messukaffi. Úthlíðarkirkja var vígð árið 2005 og heiðurinn af bygg- ingu hennar eiga þeir Björn Sigurðs- son, ferðaþjónustubóndi í Úthlíð, og Gísli Sigurðsson, bróðir hans, sem hannaði kirkjuna og málaði altaristöfluna.Úthlíðarkirkja tekur 120 manns í sæti. Endilega ... ... verið við jólamessu Morgunblaðið/RAX Jól Messa verður í Úthlíðarkirkju. Spilið Snack Attack! er í raun spil á fljúgandi ferð. Það er einfalt og ætlað leikmönnum frá fjögurra ára aldri. Spilið gengur hratt fyrir sig þannig að séu leikmenn ekki nægi- lega snarir í snúningum tapa þeir einfaldlega og til þess er nú leik- urinn gerður. Leikfyrirkomulagið er á þá leið að hver leikmaður velur sér snarldisk. Sérstakt snúningsfat með snarlskífum er sett á miðju borðsins til að allir eigi að því greiða leið. Einn leikmaður gegnir stöðu kokksins sem fyllir á fatið og snýr því með þar til gerðu hand- fangi og þá byrjar ballið. Skífur fara í hólfin sjö á fatinu og þegar leikmaður sér skífu með mynd af sama snarli og hann er með á sín- um diski á hann að kalla upp nafn- ið, taka skífuna og setja á diskinn. Spilið gengur því út á að para sam- an myndir og sá vinnur sem safnað hefur flestum skífum. Spilið er til þess fallið að þjálfa fínhreyfingar, samhæfingu, einbeitingu, minni og eftirtektarsemi. Verð: Frá 2.999 kr. Aldur: 4+ Fjöldi leikmanna: 2 - 6 Sölustaðir: Helstu stórmarkaðir og bókabúðir. Spil vikunnar: Snack Attack! Staflað, snúið og snarli safnað Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.