Morgunblaðið - 27.12.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.12.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Ó lö f B jö rg STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ó Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði, mæli hiklaust með þeim!“ Katrín Skeifunni 17 HRINGDU NÚNA 820 8080 Nýjustu tölur benda til þess að í ár hafi vöxtur í jólasölu vestanhafs verið sá mesti í þrjú ár. Er áætlað að neytendur hafi verslað fyrir andvirði 617 milljarða dala sem er 4,1% aukning frá árinu á undan. Aukningin nam 3,1% í síðustu jóla- vertíð og 2,9% jólin 2012. Wall Street Journal segir jóla- söluna í ár m.a. frábrugðna fyrri árum að því leyti að meira seldist síðasta laugardag fyrir jól, „Super Saturday“, heldur en á föstudag- inn eftir þakkargjörðarhátíð, stóra útsöludaginn „Black Friday“. Und- anfarinn áratug hefur svarti föstu- dagur verið sterkasti söludagurinn í aðdraganda jóla. Að þessu sinni seldust vörur fyr- ir 20 milljarða dala á svarta föstu- dag en 23 milljarða á ofur-laug- ardag. Er þetta talið skýrast af því að verslanir eru farnar að dreifa til- boðum í kringum þakkargjörðar- dag á lengra tímabil og eins að of- ur-laugardagur var hæfilega nálægt jólum. Verslanir sáu söluna aukast jafnt og þétt út mánuðinn og markaðsgreinendur leiða líkum að því að blómleg salan skrifist á batnandi horfur í bandarísku efna- hagslífi. Jólasalan dróst skarplega saman 2008, jókst mjög lítið 2009 en stökk upp um 5,3% og 4,8% ár- in tvö þar á eftir, að talið er vegna uppsafnaðar eftirspurnar. Jólin 2012 og 2013 hægðist aftur á aukn- ingunni og kallaðist á við viðvar- andi háar atvinnuleysistölur og lít- inn efnahagsbata. Ekki skemmir heldur fyrir þessi jólin að eldsneytisverð hefur verið á hraðri niðurleið svo bandarískir neytendur hafa peninga aflögu sem áður hefu farið í að fylla tank- inn á bílnum. ai@mbl.is Bandarískir neytendur kaupglaðir FP Bjartsýni? Ágæt jólaverslun vestanhafs kann að vera til marks um bata í efnahagslífinu. Lækkandi olíuverð hefur líka jákvæð áhrif á kaupmátt.  Stigvaxandi sala alla jólavertíðina skilaði töluverðri aukningu milli ára Viðskiptavinir McDonalds- veitingastaðanna í Japan hafa þurft að búa við skort á frönskum kart- öflum undanfarnar vikur. Hefur veitingastaðakeðjan þurft að skammta þær og aðeins gefið minnstu stærð með hverri máltíð. Stjórnendur keðjunnar gripu til þess ráðs að fá franskar sendar til landsins með flugi og hafa nú til- kynnt að búið sé að komast fyrir mesta frönskuskortinn. Frá og með 5. janúar verður aftur hægt að panta bæði miðstærð og stórar franskar. The Guardian greinir frá því að frönsku-ástandið hafi skapast vegna mótmælaaðgerða hafnarverka- manna á vesturströnd Bandaríkj- anna. Hafa þeir hægt mjög á allri vinnu og undirmannað hafnir svo að útflutningur til Japan hefur goldið fyrir. ai@mbl.is AFP Undirstaða Viðskiptavinur pantar sér máltíð á McDonalds í Tókýó. Yfir þúsund tonn af frönskum hafa verið flutt til Japan með flugi upp á síðkastið. Japanar fengu neyðar- sendingu af frönskum  Sendar með flugi yfir Kyrrahafið Á meðan hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum fóru í jólafrí voru margir asískir markaðir áfram opnir. Hlutir í kínverskum fjár- málafyrirtækjum sveifluðust upp á við síðustu tvo daga vikunnar og áttu stóran þátt í að ýta Shanghai Composite-vísitölunni upp um 2,8% á föstudag. MarketWatch segir hækkun fjármálafyrirtækja stafa af ákvörðun stjórnvalda í Peking að slaka á lánareglum. Nýjar reglur gefa auknar heimildir til að nota innistæður til útlána. ai@mbl.is AFP Prósentur Markaðstölur á skjá í fjármálahverfi Sjanghæ. Kínverskar vísitölur upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.