Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Nánar i upp l ýs inga r á he imas íðu VM www.vm. i s VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 Landsfélag í vél- og málmtækni FÉLAGSFUNDIR VM Akureyri 29. desember kl. 16:00 Fundarstaður: Strikið Reykjavík 30. desember kl. 13:00 Vélstjórar á farskipum kl. 17:00 Vélstjórar á fiskiskipum Fundarstaður: Stórhöfði 25, 3 hæð. Reyðarfjörður 3. janúar kl. 12:00 Fundarstaður: Hótel Austur Vestmannaeyjar 5. janúar kl. 13:00 Fundarstaður: Alþýðuhúsið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í gær að tyrk- neskir fjölmiðlar væru þeir „frjálsustu í heimi“. Sagði Erdogan að þar væri hægt að koma fram með alls kyns móðg- anir, slúður og meiðyrði sem væru ekki einu sinni leyfð í lýðræðis- ríkjum. Sjálfur hefði hann og fjöl- skylda hans þurft að þola alls kyns gífuryrði í fjölmiðlum. Ummælin komu sama dag og 16 ára dreng var sleppt úr haldi tyrknesku lögreglunnar, en hann hefur verið kærður fyrir að hafa viðhaft móðgandi ummæli um Er- dogan, sem hann kallaði „höfuð- paur spillingarinnar“. Drengurinn bíður nú þess að réttað verði í máli sínu. „Með frjálsustu fjölmiðla í heimi“ Recep Tayyip Erdogan. TYRKLAND Yfirvöld í Egyptalandi ákváðu í gær að banna sýningar á nýjustu mynd leikstjórans Ridleys Scott, Exodus: Guðir og konungar, sem er byggð á sögum Biblíunnar af Móses og plágunum tíu í Egyptalandi. Sagði menningarmálaráðherra landsins ástæðuna fyrir banninu vera þá að myndin væri ekki „sögu- lega rétt“, og að meðal annars væri látið í veðri vaka að gyðingaþrælar hefðu reist pýramídana. Exodus bönnuð vegna sögufalsana EGYPTALAND Þess var minnst í gær að tíu ár voru liðin frá flóðbylgj- unni miklu, sem skall á ríki Indlandshafs annan í jólum árið 2004. Talið er að um 220.000 manns hafi látið lífið í hamförunum, þar á meðal fjöldi ferðamanna víðs vegar um heiminn. Margir aðstandendur ferðuðust til ríkjanna til þess að votta hinum látnu virðingu sína og lögðu þeir blómsveiga eins og á þessum minningarvegg í Ban Nam Khem í Taílandi eða kveiktu á kertum. Áratugur liðinn frá flóðbylgjunni miklu AFP Hamfaranna minnst víða í Asíu Pakistanski herinn felldi í fyrrinótt einn af þeim sem taldir eru hafa staðið á bak við hryðjuverkaárás á skóla í Peshawar 16. desember, samkvæmt til- kynningu frá stjórnvöldum í gær. Féll mað- urinn, sem ein- ungis var þekktur undir nafninu „Saddam“, í skot- bardaga í bænum Jamrud í Khy- ber-héraði, en þar hafa talibanar haft mikil ítök. Sex af félögum Sadd- ams særðust í árásinni og voru tekn- ir höndum. Sagði talsmaður stjórn- valda að verið væri að yfirheyra þá. Um 150 manns féllu í árás talib- ana á skólann í Peshawar fyrr í mán- uðinum, sem hefur verið lýst sem versta hryðjuverki í sögu Pakistans. Ákváðu stjórnvöld að herða baráttu sína gegn talibönum í kjölfar árás- arinnar og segir herinn að meira en 1.700 vígamenn talibana hafi fallið í sókn sinni gegn þeim. Nawaz Sharif, forsætisráðherra landsins, hefur einnig tilkynnt að herréttur verði settur á fót til þess að rétta yfir hryðjuverkamönnum, og aflétt banni við dauðarefsingum. Ráðgert er að um 500 vígamenn tal- ibana verði teknir af lífi á næstunni. sgs@mbl.is „Saddam“ felldur í Pakistan  Talinn standa á bak við skólaárásina Nawaz Sharif. Fulltrúar Úkraínustjórnar og rúss- neskumælandi aðskilnaðarsinna hófu í gær fangaskipti samkvæmt skilmál- um samkomulags sem gert var í vik- unni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rúss- lands, á milli stríðandi fylkinga. Gert var ráð fyrir að 222 aðskilnaðarsinn- um og 150 úkraínskum hermönnum yrði sleppt lausum. Jafnframt bárust þær fregnir frá Minsk að viðræður um frekari skref í átt til friðar hefðu siglt í strand, en gera átti tilraun til þess að koma á varanlegra vopnahléi í deilunni sem nú hefur staðið í um níu mánuði. Fangaskiptin fóru fram um 50 kíló- metrum norður af Donetsk, einu helsta höfuðvígi aðskilnaðarsinna. Munu um 500 úkraínskir hermenn til viðbótar vera fangar aðskilnaðar- sinna og lét Úkraínustjórn í veðri vaka að hún væri tilbúin til frekari fangaskipta. Ný hernaðarstefna Rússa Yfirvöld í Rússland tilkynntu í gær nýja stefnumörkun rússneska hers- ins, en samkvæmt henni var Atlants- hafsbandalagið skilgreint sem ógn við öryggi Rússa. Yfirvöldin gagnrýndu „aukna hernaðaruppbyggingu“ sam- bandsins í ríkjum sem stæðu við landamæri Rússlands, auk tilrauna til þess að setja á fót loftvarnarkerfi í Mið-Evrópu. Skjalið er talið vera hluti af viðbrögðum Rússa við ákvörð- un Úkraínuþings um að leita nánari tengsla við bandalagið. sgs@mbl.is Friðarviðræður fóru í súginn  Rússar skilgreina NATO sem ógn AFP Spenna Úkraínskir hermenn fylgj- ast með stöðunni á aðfangadag. Hæstiréttur Írlands úrskurðaði í gær að læknar mættu hætta að halda lífi í óléttri konu og leyfa henni að deyja. Fjölskylda konunnar, sem hafði verið úrskurðuð heiladauð, hafði barist fyrir því að henni yrði leyft að deyja, en læknar konunnar vildu það ekki, þar sem löggjöf Íra um fóstureyðingar kvæði á um það að réttur ófædds barns hennar til lífs væri jafnmikill og konunnar. Konan var búin að ganga með barn sitt í 14 vikur þegar hún hlaut heilaáverka og var hún úrskurðuð látin hinn 3. desember síðastliðinn. Hæstiréttur féllst á þau rök lækna að fóstrið ætti sér nánast engar lífs- líkur. Málið hefur vakið miklar um- ræður á Írlandi um fóstureyð- ingalöggjöf landsins, en stjórnarskrá landsins bannar nær allar fóstureyðingar. Heiladauðri óléttri konu leyft að deyja á Írlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.