Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 25

Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Komnar aftur Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is Ég las það að nú er biðtími á bráða- móttöku Landspítala styttri en áður. Það finnst mér hið besta mál því það er ekki svo skemmtilegt að bíða þarna í nokkra klukkutíma eftir af- greiðslu. Reykvíkingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Gott mál Bráðamóttaka Biðin styttist með nýrri forgangsröðun. Það er skemmtilegt að aka og ganga um Þingvallasvæðið í fal- legu veðri og frost- stillu á aðventu og innleiða hjá sér boð- skap jólanna. Það minnast margir slíkra ferða og að hafa fund- ið góðan ilm liðast um svæðið af hangikjöti og urriða í reyk hjá bændum á svæðinu upplýstu að kvöldi í boði himintunglanna og ið- andi norðurljósa. Þegar vatnið lagði heyrðust stundum þungir ísbrestir í lagn- aðarís vatnsins sem röskuðu kvöld- kyrrðinni á þessum magnþrungna og stórbrotna stað. Fyrrum var oft farið á skautum eftir rennisléttum ísnum á fögrum vetrarkvöldum þegar tungl var fullt til að taka í spil og í spjall á næsta bæ, en fara varð varlega og þá með staðkunnugum heimamönn- um sem þekktu til hvar vakir og sprungur gátu verið í ísnum. Hin síðari ár hafa aðstæður breyst á svæðinu og ætti enginn að fara um vatnið á ís nema undir leið- sögn heimamanna. Skemmtilegir tímar segja allir sem minnast þessara ferða á að- ventu og að þær hafi skerpt hjá þeim hugann um kærleik jólanna og eftir gott spjall við víðfróða bændur á svæðinu um jólahald í sveitinni o.fl. Þingvallaferð fyrir og um jól er enn fastur liður í jólahaldi margra ef færð og veður leyfir til að skerpa hugann og berja augum sköp- unarverk náttúrunnar í vetrarbún- ingi sem flestir ættu að reyna að njóta sem víðast á okkar marg- brotna og fagra landi í stað gling- urs sem litlu skilar og gleymist fljótt. Það hafa margir tekið undir ábendingar um að vernda þurfi gamlar hefðir/heimildir af svæðinu umhverfis vatnið og að þarft sé að koma þar upp sögusetri/urriðasetri og merkja betur merka og áhuga- verða staði. Þjóðlegt væri að byggja á völl- unum á Þingvöllum kvistlaga veit- ingastað/móttöku í stíl byggingar sem átti að reisa forðum sem HÍ í Reykjavík og innleiða þar vissa at- burði tengda Alþingi t.d. þingsetn- ingu í byrjun hvers kjörtímabils. Skemmtilegar sögur eru til af svæðinu umhverfis vatnið t.d. af Jóru gömlu og útilegumönnum sem sagt er að hafi veitt sér til matar á vissum stöðum við bakka vatnsins og jafnvel léttreykt urriða við glóð á aðventu. Margir hafa spurt um bjarta og stóra Þingvallaurriðann og hugs- anleg afdrif hans. Það er ekkert launungarmál að hrygningarsvæði hans hafa raskast ofan á fyrri áföll, en nú með hækkaðri hitaleiðni á hrygningarslóðum hans og það svo að sérfræðingar telja að klak kom- ist þar vart á legg. Í þessum stofni voru inni á milli feiknastórir urriðar sem svömluðu um vatnið silfurbjartir og öflugir og tóku stundum á færi veiðimanna og slitu þau og tættu. Net með þungum steinsökkum tættu þeir í sundur og drógu jafnvel langt út í vatn. Bændur töluðu um að það hefði verið eins og að sjá á silfraða járn- plötu í vatninu þegar fiskarnir veltu sér úr netunum. Sumir sem komust í návígi við þessa fiska, t.d. skosk- ir og enskir veiðimenn töldu að um geddur væri að ræða, en bændur við vatnið vissu betur sem og frændurnir Ólafur Jó- hann og Axel Jónsson eftir snarpa og langa viðureign við slíkan stórfisk. Þeir sáu þann stóra svamla við yfirborð vatnsins áður en sterk krækjan réttist upp á agninu og losnaði við það úr skolti fisksins sem hvarf við svo búið með sporðakasti og látum niður í heldýpi vatnsins. Eftir sátu þeir frændur agndofa yfir stærð fisksins og höfðu þó séð þá stóra áður. Það rifjaðist upp fyrir þeim sag- an af stórfiskinum sem veiddist á hoppung forðum við Arnarfell og það svo stór að bændahöfðingjar í nærsveitum vanir stórlaxaveiði lögðu á reiðhesta sína þótt hávetur væri og gerðu sér langa ferð til að berja fiskinn augum. Þeir Ólafur og Axel minntust þessarar stundar í vöku og draumi, en ensku og skosku veiðimennirnir hrukku oft upp með andfælum af værum svefni eftir heimkomuna við draum um ægiskepnuna miklu sem þeir höfðu komist í kast við við vatnið djúpa og dulúðlega. Spurningin er með framtíð þessa stofns, mun hann fjara út á svæð- inu og jafnvel aðrir stofnar laskast vegna ágangs í urriðann með hin- um ýmsu veiðitólum? Dapurlegt ef sú uppbygging, sem margir hafa lagt mikla vinnu og framlag í þ.e. heiðursbændur á svæðinu, Landsvirkjun, Veiði- málastofnun o.fl., laskast vegna græðgi vissra veiðimanna og fleiri þátta. Það er nú einu sinni svo að það geta komið upp mögur ár í hrygn- ingarstofninn og aðstæður á hrygn- ingarsvæðum raskast frekar sem og í köldu árferði og þá getur illa farið fyrir heildarstofninum á ný. Jafnframt þarf að gæta þess að sýkingar berist ekki í vatnið vegna ásóknar af ýmsu tagi t.d. með bún- aði sem notaður hefur verið í vötn- um/sjó víða um heim og að farið verði um vatnið með aðgát vegna slysahættu og til að vernda lífríki þess og fuglalíf á svæðinu. Höldum svæðinu í byggð og í gömul gildi/hefðir sem þar hafa gilt um aldir sem ella munu falla í gleymsku fyrir komandi kynslóðir. Svæðið umhverfis Þingvallavatn, Úlfljótsvatn og Sog hefur mikla sögu að geyma fyrir utan að sjálf- sögðu hinn helga og forna stað Þingvelli. Þessa sögu þurfum við að vernda t.d. með nefndu sögusetri og frekari samantektum/heimildum af svæðinu. Þökk sé þeim sem búa með sóma á bújörðum við vatnið og tryggja þar með viss gildi og öryggi á svæðinu. Það fer Þingvallasvæðinu vel á aðventu sem oftar. Þingvellir á aðventu, ægistóri Þingvalla- urriðinn o.fl. Eftir Ómar G. Jónsson Ómar G. Jónsson »Net með þungum steinsökkum tættu þeir í sundur og drógu jafnvel langt út í vatn. Höfundur er fulltrúi og formaður áhugamannafélags um verndun á svæðinu umhverfis Þingvallavatn og sögu þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.