Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 29

Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 hversdagsleg tækifæri, tengslin urðu sérstaklega sterk þar sem Lilja var eini ættingi minn á Ísa- firði og ekki var verið að skreppa norður til að hitta ættingja um jól eða á öðrum hátíðum yfir vetr- artímann. Lilja glímdi við veikindi síð- ustu ár, líf hennar var ekki alltaf dans á rósum og urðu þau hjónin fyrir stórum áföllum á stuttum tíma þegar þau misstu nýfæddan son og Elli missti ungan bróður sinn í slysi. Það hefur vissulega haft áhrif á sálarlífið og heilsufar- ið. Lilja bar að lokum sigur úr býtum gagnvart þunglyndi sem hún glímdi við um tíma en þá var líkaminn farinn að gefa sig. Æðruleysi hennar var aðdáunar- vert því að sama var hvenær ég heyrði í henni eða hitti hana, hún kvartaði ekki. Lilja var einstaklega trygg- lynd og ættrækin, sem dæmi eru hún og Elli ein af þeim fáu sem létu sig hafa það að klifra niður grýtta hlíðina í Skötufirði þar sem við eigum sumarbústað til þess að kíkja í kaffi. Á hverju sumri að einu undanskildu klöngraðist hún niður eða kom með Ella sínum siglandi á bátn- um Bússa inn fjörðinn. Það eru ekki margir sem hafa leikið það eftir og fólki finnst ótrúlegt að okkur hafi dottið í hug að byggja bústað í þessum óbyggðum, Lilja og Elli létu það ekki stoppa sig. Hennar síðasta heimsókn var í sumar, þó svo að heilsan væri orðin léleg, sem segir svo margt um hennar ættrækni og vinskap. Á hverju sumri fór hún norður til fjölskyldu sinnar og dvaldi oft í sumarbústaðnum nærri æsku- heimili sínu, Stærra-Árskógi, eft- ir að foreldrar hennar fluttu til Akureyrar. Alltaf var gott að koma til Ella og Lilju og oft var mikið fjör þar á bæ. Elli var lengi framan af sjó- maður og Lilja því mikið ein með börnin þrjú, það reyndi því mikið á hana fjarri sinni stórfjölskyldu. Sorglegt er til þess að hugsa að nú kveðjum við aðra góða vin- konu á besta aldri, fyrir rúmlega sex árum kvöddum við Kristínu hans Svanbjörns, svilkonu Lilju, sem ólst að hluta til upp hjá Ósk- ari Þór frænda Sigga míns. Eftir að ég flutti að vestan hef ég alltaf komið við hjá Ella og Lilju, það var fastur liður í því að skreppa heim. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur, mér þykir sárt að geta ekki verið með ykkur í dag, ég er stödd í Þýskalandi hjá Ólafi syni mínum, enn erum við óþægilega minnt á að þrátt fyrir hátíð ljóss og friðar þurfum við að kveðja ástvini okkar. Englarnir okkar á himnum taka vel á móti Lilju minni Signý Björk Rósantsdóttir. ✝ Karl GunnarMarteinsson fæddist í Reykjavík 21. desember 1936. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 15. desember 2014. Hann var sonur hjónanna Marteins Péturssonar, f. 30.9. 1904, d. 10.11. 1971, og Önnu Sigrid Magnúsdóttur, f. 22.2. 1913, d. 20.4. 1991. Fyrir áttu þau soninn Pétur Lúðvík Marteinsson, f. 24.11. 1932. Marteinn og Anna Sigrid slitu samvistir 1940 og flytur Anna þá til æskuslóðanna í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hún Sigurði Kristjáni Giss- urarsyni, f. 21.11. 1918, d. 4.4. 1998, og áttu þau saman Þórarin Sigurð, f. 14.12. 1945, og Mar- gréti, f. 10.4. 1947. Karl Gunnar kvæntist hinn 31.5. 1959 Svandísi Unni Sigurðardóttur, f. 8.12. 1938. Börn þeirra eru: 1) Anna Sigrid, f. 3.8. 1959, gift Guðjóni Þorkeli Pálssyni, f. 15.7. 1954, og eiga þau börnin Pál Magnús, f. 7.12. 1985, og Örnu Björk, f. 15.5. 1991. 2) Sigurður Friðrik, f. 18.10. 1962, kvæntur Sól- rúnu Helgadóttur, f. 17.8. 1962, og eiga þau börnin Svandísi Unni, f. 31.10. 1988, d. 28.12. 1994, Sylvíu Dögg, f. 29.9. 1993, og Söndru Dís, f. 26.4. 1996. 3) Rúnar Þór, f. 24.3. 1976, kvæntur Karen Haraldsdóttur, f .6.6. 1976. Þau eiga Rebekku Rut, f. 28.2. 2007, og Rakel Rut, f. 23.9. 2010. Karl hóf ungur að vinna og byrjaði sem póstburðardrengur aðeins 14 ára gamall. Ári seinna fór hann til sjós á Baldri VE 24 og var þar í átta ár. Þá hóf hann nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Magna þar sem hann vann í 18 ár. Árið 1980 hóf hann svo kennslu við Vélskólann í Vest- mannaeyjum og starfaði þar til 69 ára aldurs en þurfti þá að láta af störfum sökum veikinda. Karl Gunnar verður jarðsung- inn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 27. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Kveðja frá eiginkonu Dofinn ég horfi, höfðinu drúpi ég, heltekin kvíða við órannsakanleg örlögin sem að börðu svo skjótt á dyr. Fölnandi blóm á fegurstu krönsum ég forviða stari og held varla sönsum við snæviþakið leiðið og tíminn stendur kyrr. Hreinleikinn umvefur allt eins og sál þín. Varla ég trúi að það sé nein tálsýn að ennþá til himins teygi sig nokkur blóm. Þau vilja ekki deyja um vetur í snjónum en vafalaust glata þau alhvítum krónum. Döpur í bragði taka sínum dauðadóm. Það er svo sárt ef lífsins ljós á björtum degi dvína. Það er svo sárt er sendi ég nú hinstu kveðju mína, kveðju mína. Ég götunni fylgi þótt grýtt sé hún núna, þú gafst mér svo mikið, já vonina og trúna og allt hið fagra og góða í heimi hér. Guð okkur verður að styrkja og styðja í stórviðri lífsins ég áfram mun biðja að lokum ég fái að eiga endurfund með þér. (Sigríður Herdís Leósdóttir) Hvíl í friði. Þín Svandís. Hún situr í mér sorgin, elsku Kalli minn söltuð tárin glitra hvörmum á er ég núna kveð þig kæri vinurinn og krota á blaðið hjarta mínu frá. (Lýður Ægisson.) Ég lærði það við fráfall bróður míns, að þrátt fyrir talsverðan undirbúning er maður aldrei tilbú- inn. Höggið var þungt. Það er kannski ekki skrýtið. Við vorum tengdir sérstökum böndum. Kalli var níu ára þegar ég sá veröldina í fyrsta sinn. Foreldrar okkar verkafólk að skaffa á borð og byggja upp skjól, sem kostaði mikla vinnu og fjarveru. Í þá daga voru ekki til dagvistarstofnanir, með allskonar úrræðum, sérhönn- uðum til að taka á móti vel virkum dreng eins mér. Það dæmdist því á Kalla bróður minn að hafa mig í eftirdragi, daginn út og daginn inn. En Kalli tók þá skynsamlegu ákvörðun að láta ekki lífið og æskufjörið hlaupa frá sér þrátt fyrir að vera dæmdur barnfóstra. Ég var því ekki nema þriggja ára gamall þegar ég var farinn að klífa hæstu möstur á skipunum í höfn- inni, í fanginu á Kalla, sigla á ka- jökum, príla kletta og lifa ævin- týralífi í Eyjum. Auðvitað urðu þessi ævintýri okkar að fara leynt. Það hefði alveg farið með mömmu ef hún hefði kannast við meira en örlítið brot af okkar uppátækjum. Það var af mikilli tillitssemi við hana sem við skrökvuðum því að ég hefði skutlað mér í drullupoll, þegar ég í raun datt í höfnina. Það fór illa í mig og ég varð ákaflega daufur þegar Kalli var skammað- ur, fyrir ævintýralegan dag. Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun vilj- að skipta á Kalla og leikskóla. Kalli var ákaflega laginn maður og ég naut þess að sjálfsögðu. Þegar ég var seinna í lífinu að byggja upp mitt heimili og fyrir- tæki voru hans hendur aldrei langt undan. Þannig var Kalli mér, alltaf til staðar þegar á reyndi. Kalli gekk sitt líf hægt en örugglega, fór hljóðlaust um hlöð. Þér verður eflaust hampað hinumegin himnafeðgar þekkja þína slóð flott var hún og fagurlega dregin já – ferðasagan þín er björt og góð. (Lýður Ægisson.) Ég kveð með söknuði bróður minn og vin. Aðstandendum vott- um við okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur og varðveiti. Þórarinn Sigurðsson og Guðrún Jóhannsdóttir. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Karls Marteinssonar sem lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 15. desember sl. Ég kynntist Kalla, eins og hann var jafnan kallaður, þegar við urð- um samkennarar við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum fyrir margt löngu. Hann var prýðis starfsfélagi, léttur í lund og hafði sérstaklega gaman af því að spjalla um öll hin ólíkustu málefni. Í léttu spjalli leið honum vel og þar naut hann sín svo sannarlega. Hann kunni frá mörgu að segja og hafði sérstakt lag á að hrífa fólk með sér í frásögninni. Oftar en ekki sagði hann skemmtilegar sögur úr Eyjum, stundum af sjálf- um sér og sínum en einnig af skemmtilegum samferðamönn- um. Léttleikinn og húmorinn var enn sem fyrr í fyrirrúmi og hlát- urinn sjaldnast fjarri. Kalli gat verið stríðinn ef svo bar undir. Þegar ég var í bæjar- stjórn Vestmannaeyja tók hann oft heilu syrpurnar á mér um getuleysi þeirrar stjórnar og hvort ekki þyrfti að fara að skipta um fólk þar á bæ. Þetta áttu eink- um við þegar bæjarstjórnin hafði samþykkt eitthvað sem sannar- lega horfði til betri vegar fyrir bæjarfélagið. Fyrst tók ég þetta svolítið nærri mér en þegar ég sá hvað honum var þá skemmt, skildi ég að Kalli var fyrst og fremst að ná mér aðeins upp og meinti ekk- ert með neikvæðninni út í bæjar- stjórnina. Þegar þangað var kom- ið hlógum við gjarna saman að uppákomunni. Allar þessar stund- ir eru mér ógleymanlegar, þær gáfu svo margt og bættu svo sann- arleg upp hversdagsleikann. Þeirra stunda mun ég alltaf minn- ast með eftirsjá. Kalla var margt til lista lagt. Hann var góður fagmaður og sinnti starfi sínu af kostgæfni. Hann átti sér einnig skemmtilegt tómstundagaman sem var ljós- myndun. Kalli hafði frá því hann var yngri tekið ótal myndir úr at- vinnu- og mannlífinu í Vest- mannaeyjum einkum í tengslum við sjóinn og höfnina. Þær myndir eru góð heimild um margt frá lið- inni tíð hér í Vestmannaeyjum. Á seinni árum hélt hann síðan áfram að sinna þessu áhugamáli sínu og tók fjöldann allan af myndum, oft- ast náttúrulífsmyndum úr Eyjum. Þessar myndir Kalla voru ekki einungis venjulegar ljósmyndir, heldur voru þær mjög listrænar og báru höfundi sínum glöggan vitnisburð um næmi hans og fag- mennsku. Þær eru margar hverj- ar hrein listaverk. Nú er Kalli látinn eftir erfið veikindi. Ég minnist hans sem góðs drengs sem ég var sannar- lega heppinn að fá að kynnast. Í minningunni lifir mynd af skemmtilegum samferðamanni. Ég votta Svandísi, afkomend- um þeirra Kalla og öllum ættingj- um dýpstu samúð okkar hjóna. Blessuð sé minning Karls Mar- teinssonar Ragnar Óskarsson. Karl Gunnar Marteinsson að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þórarinn og Ragnar, Hulda, Ragna og fjölskylda og Gunn- laugur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Far þú í friði. Ingunn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURLÍNA INGADÓTTIR, Hlíðargerði 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 20. desember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.00. Garðar Svavarsson, Guðrún Garðarsdóttir Rytter, Jacob Rytter, María Garðarsdóttir, Hrafn Þór Jörgensson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, systir og frænka, BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR, Drekavöllum 18, Hafnarfirði, lést mánudaginn 15. desember á Landspítala við Hringbraut. Hún verður jarðsungin frá Viðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 29. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg. Kristinn Sveinn Axelsson, Elísabet Margrét Kristinsdóttir, Svanhvít Mjöll Aradóttir, Hekla Marín Eiríksdóttir, Hafsteinn Máni Eiríksson, Magnús Þórður Guðmundsson, Sólveig J. Karlsdóttir, Íris Hrönn Magnúsdóttir. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Davíð Ósvaldsson útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUNNARSSON frá Steinsstöðum, Espigrund 9, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 24. desember. Jarðarförin auglýst síðar. . Guðríður Guðmundsdóttir, Þórir Bergmundsson, Gunnar Guðmundsson, Sesselja Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og mágkona, BRYNDÍS GWENHWYFAR BOND, lést á heimili sínu 23. desember sl. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju 30. desember klukkan 15. . Grétar Anton Gunnarsson, Diana Von Ancken, Grétar Þorgeirsson, John F. Bond Grétarsson, Ásta J. Elíasdóttir, Sigurboði Grétarsson, Tinna K. Finnbogadóttir, Bjartur L. Grétarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN SIGURÐUR JÓNSSON, rafvirki, Hafnartúni 6, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni, Siglufirði, 22. desember. . Halldóra Ragna Pétursdóttir, Halldóra S. Björgvinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Jón Ó. Björgvinsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Sigurður T. Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, NANNA JÓNSDÓTTIR, Sunnubraut 41, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum 23. desember síðastliðinn. . Óskar Guðmundsson, Bjarni Þór Óskarsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Snorri Traustason, Anna Kristín Óskarsdóttir, Oddný N. Óskarsdóttir, Patrich Wennergren, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.