Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 32

Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Bifvélavirki óskast til starfa á verkstæði Suzuki. Á verkstæði Suzuki starfar frábær hópur fag– manna, þar sem margir eru með yfir áratuga reynslu í faginu. Suzuki er líflegur og skemmtilegur vinnustaður, vertu með okkur og sæktu um. Ferilskrá sendist á verkstaedi@suzuki.is Suzuki Þjónustan Skeifunni 17 108 Reykjavík s: 568-5100 BIFVÉLAVIRKI Á VERKSTÆÐI SUZUKI Árvakur óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti í tímabundið starf. Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur matur fyrir starfsfólks Árvakurs hf., sem gefur út Morgunblaðið. Starfið felst í undirbúningi fyrir hádegismat, þrifum í eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og þess háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat fyrir allt að 100 manns. Um er að ræða 50% starf, frá 10-14 en viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100% starf þegar leysa þarf matráð af. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569 1332. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2015 Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja almenn umsókn og tiltaka mötuneyti þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Viltu vinna    Olíuverzlun Íslands hf. Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Við leitum að tveimur metnaðargjörnum einstaklingum í fjölbreytt og áhuga- verð verkefni í upplýsingatæknideild Olís. Annars vegar er um að ræða starf sérfræðings í upplýsingatækni og hins vegar starf við notendaþjónustu og uppsetningu vélbúnaðar. Viðkomandi þurfa að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, sýna frum- kvæði, geta unnið sjálfstætt, vera skipulagðir og hafa ríka þjónustulund. Helstu verkefni: Innleiðing á Dynamics CRM CRM-aðlaganir og notendaþjónusta Uppsetning og viðhald í BI umhverfi Notendaþjónusta eftir þörfum Afleysing kerfisstjóra Tilfallandi verkefni í upplýsingatæknideild Hæfniskröfur: Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærileg menntun/reynsla Þekking á Microsoft-kerfum og netþjónum Þekking á Dynamics CRM æskileg Forritunarþekking í C# kostur Þekking á Dynamics NAV kostur Helstu verkefni: Notendaþjónusta Uppsetning á vél- og hugbúnaði Viðhald og lagfæringar á vinnustöðvum Uppsetning notenda í AD og aðgangsstýringar Viðhald og rekstur á netbúnaði Þjónusta við afgreiðslukerfi, sjálfsala og posa Tilfallandi verkefni í upplýsingatæknideild Hæfniskröfur: Kerfisstjóranám eða sambærileg menntun/reynsla Þekking á Microsoft-kerfum og netþjónum Reynsla í uppsetningu vélbúnaðar Þekking á afgreiðslukerfum kostur Reynsla af sambærilegu starfi æskileg Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá í tölvupósti til starfsmannastjóra Olís, Ragnheiðar Bjarkar, á rbg@olis.is, fyrir 5. janúar nk. Tekið skal fram um hvort starfið er sótt með því að merkja umsóknina með annað hvort Sérfræðingur í upplýsingatækni eða Notendaþjónusta og uppsetning vélbúnaðar. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 14 48 11 Viltu taka þátt í spennandi uppbyggingarstarfi í upplýsingatæknideild Olís? Sérfræðingur í upplýsingatækni Notendaþjónusta og uppsetning vélbúnaðar Síðumúla 5 108 Reykjavík sími 511 1225 www.intellecta.is ráðgjöf ráðningar rannsóknirÓskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskipti og samstarf á árinu. Ráðgjafar Intellecta Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Háaleitisbraut 58–60, 3. hæð. Sunnudagurinn 28. des. Samkoma kl. 14. ,,Áramót. Hverju spáir Guð um framtíðina?” Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.