Ský - 01.04.2007, Side 11
sk‡ 11
enginn meira en þeir. En þeir eru fyrstir til að púa á viðkomandi
söngvara ef hann syngur illa því þeir eru mjög samkvæmir sjálfum
sér! Ég held að ég geti fullyrt að þetta fólk í „klappliðinu“ er upp til
hópa hið besta fólk sem ber óperumenninguna mjög fyrir brjósti
og það er til staðar í flestum stærri óperuhúsum í Evrópu. Engin
manneskja og enn síður söngvari getur leyft sér að sýna „loggionisti“
vanvirðingu eða móðga þá og aðra leikhúsgesti, eins og gert var í
þessu tilfelli!
Þú hefur sungið í um 73 mismunandi óperum sem er
meira en flestir aðrir óperusöngvarar hafa gert. Hver eru
þín uppáhaldshlutverk?
- Ég á í rauninni mörg uppáhaldshlutverk en eins og ég hef sagt oft
áður þá er það hlutverk sem ég er að vinna við og sinna hverju sinni
sem er mér kærkomnast. Mér er skylda að virða og elska það hlutverk
sem ég er að syngja í það og það skiptið. Verdi er mitt uppáhalds-
tónskáld en ég hef sungið 19 af óperum hans og þær eru margar
góðar og glæsilegar. Verdi var algjör meistari sem tónsmiður en hann
skrifaði óperurnar sínar með raddirnar í forgrunni, þannig að það
er einstaklega gott að syngja Verdi-óperurnar. Hann kemur sér fljótt
að efninu og söguþráðurinn er yfirleitt stuttur og einfaldur. Verdi
var fyrst og fremst almúgatónskáld því hann náði bæði til tónlist-
armanna jafnt sem verkamanna á götum úti, bæði á sínum tíma og
svo er einnig í dag. Aríurnar hans og dúettarnir eru öllum sem unna
óperutónlist hjartnæmar og um leið grípandi.
Hvaða ópera er þér minnisstæðust?
- Ég hef sungið 73 óperur eins og áður sagði þannig að það er af
mörgu að taka. Þó held ég að í minningunni sé það „Grímudans-
leikur“ eftir Verdi, sem ég söng í Metropolitan-óperunni í New
York, sem stendur upp úr. Ekki síst vegna þess að James Levine,
hljómsveitarstjóri í Metropolitan, stjórnaði þessum sýningum og
hann náði fram hjá mér hljóðum sem ég hélt að ég ætti ekki til,
bæði í mýkt og tilfinningu. Annars hefur það verið mitt mottó alla
tíð að gera mitt besta í hverju hlutverki sem ég hef sungið og gefa
mig allan. Ein af stærstu stundunum á mínum ferli var að sjálfsögðu
frumraun mín á Scala í Mílanó, árið 1988, en þá söng ég í „I Due
Foscari“. Þetta var stór stund, ég var ekki bara að „debútera“ á Scala,
ég var líka að „debútera“ undir stjórn hins virta Maestro Gavazzeni
sem tók mig þarna undir sinn verndarvæng! Og Scala er bara Scala
og þarna var ég kominn, íslenskur stráklingur að norðan og mér
fannst eins og ég gæti fundið lyktina af öllum þessum stórstjörnum
sem þarna höfðu verið á ferð á undan mér. Þetta var mjög sérstakt
augnablik. Þetta eru með stærstu atburðunum sem ég man eftir.
Þú hefur verið sagður skilgreina þig núna sem drama-
tískan tenór - það er tenór í frekar þungum óperum.
Hvers vegna hefur þú lagt áherslu á þessa hlið söngsins?
- Það getur enginn lagt áherslu á raddtegund sína því hún er til
staðar frá náttúrunnar hendi. Þannig má segja að ég hafi verið
dramatískur tenór frá upphafi. Því þegar ég var sem ungur maður að
byrja að syngja kom fljótlega í ljós að bæði raddlega sem líkamlega
Kristján Jóhannsson
Í hlutverki Cavaradossi, úr Tosca eftir Puccini, á Metro-
politan Opera New York.
var ég dramatískur. Einnig hefur skapferlið áhrif þannig að þessir
þrír þættir hafa örlagaáhrif um lit og notkun raddarinnar, svo mín
örlög voru því strax ráðin.
Sigurður Demetz uppgötvaði þig sem söngvara á Akur-
eyri og hvatti þig til að fara í nám til Ítalíu. Hvaða góðu
ráð gaf hann þér í veganesti?
- Fyrst vil ég segja: blessuð sé minning hans. Hann leiddi mig inn
á rétta braut en eins og allir vita þá eru fyrstu skrefin mjög áríð-
andi.
Það sem hann brýndi fyrir mér fyrst og fremst er tvennt; í fyrsta
lagi sjálfsagi og í öðru lagi sjálfsgagnrýni. Ég er mjög sjálfsgagnrýn-
inn og vinnusamur en þetta tvennt hef ég tekið upp eftir mínum
gamla læriföður í minni kennslu og brýni óspart fyrir ungum
söngvurum og nemendum mínum. Það að verða óperusöngvari og