Ský - 01.04.2007, Page 57

Ský - 01.04.2007, Page 57
Inni í dimmri kirkjunni voru unglingar þorpsins að syngja. Stúlkurnar öðrumegin, piltarnir hinumegin. Og þvílíkur söngur, gleði og taktur. Þeim fipaðist ekkert við það að fá hvítan mann að setjast inn og hlusta. Eftir klukkutíma var allt yfirstaðið. Og gengið sönglandi heim í myrkrinu, enda er ekkert rafmagn á þessum slóðum. Aftur á þakinu, það var jú eina gistingin sem boðið var upp á í þessum heimshluta, varð himinninn enn stærri, stjörnurnar eins og glaðværar nótur í lagi sem engan á sér líka. Í Vestur-Afríku býr fólk sem er glatt, vin- gjarnlegt og forvitið. Vestur-Afríka á staði sem eiga engan sinn líka. Sögulega, land- fræðilega og náttúrulega. Eyjan Ile de Gorée fyrir utan milljónaborgina Dakar, höfuðborg Senegal sem er stærst borga Vestur-Afríku með yfir fjórar milljónir íbúa. Á eyjunni var miðstöð þrælaverslunarinnar í Afríku fyrir tveimur öldum. Þar sem 20 milljónir blámanna voru fluttir nauðugir yfir Atl- antshafið. Helmingurinn dó á leiðinni. Eða Djené í Malí, sem er 22.600 manna borg, öll byggð úr leir. Þar er eins og tíminn hafi staðið í stað í áttahundruð ár, þúsund ár. Moskan er á stærð við Laugardalshöllina, en öll úr leir. Stærsta leirhús veraldar. Undra- verður bær. Eða Timbuktú (32.460), endi alheimsins. Já endi veraldar. Þar sem brenn- heit Sahara-eyðimörkin endar, eða byrjar. Endastöð þar sem eru götur fullar af sandi, búðir fullar af sandi, augu full af sandi. Sól sem brennur, hitastig nær fimmtíu en fjöru- tíu stigum. Fólki sem er forvitið og glatt, og einmana vesturlenskum ferðamönnum sem vita ekki alveg af hverju þeir eru hér. Þeir hafa allavega komið til Timbuktú. PS sky , sk‡ 57 Stærsta leirbygging veraldar, moskan í Djenée í Mali.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.