Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 57

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 57
Inni í dimmri kirkjunni voru unglingar þorpsins að syngja. Stúlkurnar öðrumegin, piltarnir hinumegin. Og þvílíkur söngur, gleði og taktur. Þeim fipaðist ekkert við það að fá hvítan mann að setjast inn og hlusta. Eftir klukkutíma var allt yfirstaðið. Og gengið sönglandi heim í myrkrinu, enda er ekkert rafmagn á þessum slóðum. Aftur á þakinu, það var jú eina gistingin sem boðið var upp á í þessum heimshluta, varð himinninn enn stærri, stjörnurnar eins og glaðværar nótur í lagi sem engan á sér líka. Í Vestur-Afríku býr fólk sem er glatt, vin- gjarnlegt og forvitið. Vestur-Afríka á staði sem eiga engan sinn líka. Sögulega, land- fræðilega og náttúrulega. Eyjan Ile de Gorée fyrir utan milljónaborgina Dakar, höfuðborg Senegal sem er stærst borga Vestur-Afríku með yfir fjórar milljónir íbúa. Á eyjunni var miðstöð þrælaverslunarinnar í Afríku fyrir tveimur öldum. Þar sem 20 milljónir blámanna voru fluttir nauðugir yfir Atl- antshafið. Helmingurinn dó á leiðinni. Eða Djené í Malí, sem er 22.600 manna borg, öll byggð úr leir. Þar er eins og tíminn hafi staðið í stað í áttahundruð ár, þúsund ár. Moskan er á stærð við Laugardalshöllina, en öll úr leir. Stærsta leirhús veraldar. Undra- verður bær. Eða Timbuktú (32.460), endi alheimsins. Já endi veraldar. Þar sem brenn- heit Sahara-eyðimörkin endar, eða byrjar. Endastöð þar sem eru götur fullar af sandi, búðir fullar af sandi, augu full af sandi. Sól sem brennur, hitastig nær fimmtíu en fjöru- tíu stigum. Fólki sem er forvitið og glatt, og einmana vesturlenskum ferðamönnum sem vita ekki alveg af hverju þeir eru hér. Þeir hafa allavega komið til Timbuktú. PS sky , sk‡ 57 Stærsta leirbygging veraldar, moskan í Djenée í Mali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.