Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 7

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 7
 Ritstjóraspjall __________ 7 Fyrsta hefti Ólafíu, rits Fornleifa- fræðingafélags Íslands (FFÍ), kom út í mars 2006 en stefnt er að því að nýtt hefti komi út að minnsta kosti árlega. Stefna ritstjóra er jafnframt að innihald ritsins verði mismunandi hverju sinni. Það getur þess vegna verið bundið ákveðnu þema, ákveð- num hópi fræðimanna eða jafnvel einu tilteknu efni úr ritgerð eða skýrslu. Krafa er hins vegar gerð á höfunda um að í greinum þeirra felist fræðileg úrlausn rannsókna, í stað lýsinga á gögnum. Markmiðið er ennfremur að greinar í ritinu verði birtar á íslensku til þess að skapa hefð fyrir notkun fræðilegra hugtaka í fornleifafræði á íslensku. Engu að síður verður heftið ekki bundið við íslensku eingöngu. Efni á ensku, dönsku, norsku eða sænsku verður birt á frummálinu í ritinu ef það hefur ekki verið gefið út áður en ef það hefur þegar verið birt á öðrum vettvangi verður það þýtt yfir á íslensku. Annað hefti Ólafíu er að þessu sinni gefið út án sérstaks þema, ólíkt fyrsta heftinu sem var tileinkað greinum um kynjafornleifafræðilegt efni. Heiti þess er Félagatal en með því er verið að vísa til samtalsefnis félagsmanna í Fornleifafræðinga- félaginu, FFÍ. Greinarnar eru þess vegna eingöngu eftir félagsmenn, jafnt heiðursfélaga sem aðal- og aukafélaga, en innihald þeirra er óbundið að öðru leyti. Allir heiðursfélagar félagsins, þau dr. Ólafía Einarsdóttir, dr. Lotte Hedeager og dr. Anders Andrén, eiga greinar í heftinu. Ákveðið var að tilnefna Ólafíu sem heiðursfélaga vegna þess að hún var fyrst Íslendinga til þess að útskrifast með háskólagráðu í fornleifafræði. Lotte og Anders komu hins vegar hingað til lands í boði félagsins til þess að flytja fyrirlestra og var þeim í framhaldi af því boðin heiðurs- félagaaðild. Greinar heiðursfélaganna þriggja hafa allar birst áður en eru hér birtar í íslenskri þýðingu dr. Þorkels Jóhannessonar sagnfræðings, Her- manns Bjarnasonar heimspekings og dr. Steinunnar Kristjánsdóttur forn- leifafræðings. Grein Ólafíu nefnist á frummálinu „Om husfreyjamyndig- hed i det gamle Island“ og var fyrst birt í Festskrift til Thelma Jexlev; Fromhed, verdslighed i middelalder og renaissance árið 1985. Greinin var síðan birt í Skildi fyrr á þessu ári en ritstjórum þótti við hæfi að birta hana einnig í riti Fornleifafélagsins. Grein Lotte heitir á frummálinu „Dyr og andre mennesker – menn- esker og andre dyr. Dyreorna- mentikkens transcendentale realitet“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.