Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 89
Hrafni en einnig frá Þórdísi Egilsdóttur,
Hallfreði, Illuga svarta og öðrum á-
berandi einstaklingum. Þannig veita
þessar heimildir okkur upplýsingar um
það sem sumir fræðimenn kalla „lítil-
væga fólkið“ í sögunni, það er að segja
um vinnumenn og vinnukonur á jörð-
unum. Það er sjaldgæft að minnst sé á
þessa aðila í evrópskum miðaldaritum
en það er einmitt þetta fólk sem notaðist
við flesta af þeim munum sem finnast í
fornleifarannsóknum. Mosfell Archaeo-
logical Project sameinar þannig forn-
leifafræði, líffræðilega mannfræði, jarð-
fræði og ritaðar heimildir og bregður
um leið ljósi á sögu samfélagsins í
Norður-Atlantshafi á víkingaöld.
Það er mjög sjaldgæft á íslenskan
mælikvarða að varðveist hafi margar
ritaðar miðaldaheimildir sem lýsa ítar-
lega stöðum frá fyrstu öldum landnáms.
Fram að þessu hefur ekki verið unnt að
finna mikið samband á milli fornleifa-
rannsókna á Íslandi og miðaldarita.
Mjög fáar, ef þá nokkrar, ritaðar
heimildir eru til um nýlegar fornleifa-
rannsóknir frá fyrstu tímum landnáms á
Íslandi, hvort sem fundist hafa bygg-
ingar, munir eða kirkjugarðar. Gott
dæmi um þetta eru hin frábærlega
uppgröfnu býli á Hofstöðum í Mývatns-
sveit (Simpson, I. A. et. al. 2003, bls.
1401-20). Engar heimildir hafa fundist
sem veitt gætu upplýsingar um býlið,
fólkið sem bjó þar, fjölskyldur þeirra og
ættir, félagshlutverk eða um stjórnmála-
leg og efnahagsleg áhrif. Afar fáar
ritheimildir hafa fundist um Þjórsárdal,
þar sem fram hafa farið stórkostlegar
fornleifarannsóknir. Nokkrar línur í
Landnámu og Njáls sögu hafa veitt
mikilvæga sögulega innsýn í upp-
__________
89
Jesse Byock et.al.
Mynd 2. Mosfellssveit. Kortið sýnir Mosfellsdal með bæjunum Hrísbrú og Mosfelli og
nærliggjandi strandsvæði sem saman mynda eina heild.