Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 14

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 14
 Um vald húsfreyja á Íslandi á fyrri tíð verið Ketill Hermundarson, síðar ábóti í Helgafellsklaustri. Sögur þessara biskupa voru þannig ritaðar í hákristi- legum anda meira en tvö hundruð árum eftir kristnitökuna á Alþingi árið 999. Engu að síður er sú mynd, sem sögurnar gefa af konum, mjög mótuð af fyrirmynd húsfreyju úr heiðni. Staða konunnar var mjög metin í tengslum við fengsemi hennar í búskap, sem kirkj- unnar menn viðurkenndu enn fremur sem burðarþátt í rekstri kirkna og kirkjustaða. Sú jákvæða afstaða, sem var til aðalatvinnuvegar landsmanna í þá daga og birtist einnig í kristilegum skrifum frá þjóðveldisöld, sýnir að mikilvægi kvenna í búrekstri leiddi óhjákvæmilega til þess, að búandkonur væru settar mun hærra á stall í samfélagsgerðinni en þekkist í dag. En aðrir siðir milli karla og kvenna voru raunar einnig þekktir meðal preláta á Íslandi í þá tíð en þeir, sem algengastir voru meðal landsmanna. Í byrjum 13. aldar voru sömuleiðis ritaðar tvær aðrar sögur biskupa. Önnur var færð í letur í Skálholti og var um Þorlák biskup helga. Hina samdi Gunnlaugur munkur í Þingeyrarklaustri um Jón biskup helga á Hólum. Ævisaga Jóns helga var í upphafi samin á latínu, en orðafar í fyrsta kafla í sögu Þorláks helga bendir til þess að sagan hafi einnig verið samin með útlenda les- endur í huga. Markmiðið með þessu var að fá ráðamenn hinnar alþjóðlegu kaþólsku kirkju til þess að veita þessum helgu mönnum formlega helgi kirkj- unnar. Í báðum sögunum finnast dæmi um kynferðisleg atriði, sem ónefnanleg voru í munni kirkjunnar manna og voru í skarpri mótsögn við, hvað leyfilegt þótti á íslensku. Ungur að árum ætlaði Þorlákur að biðla til ríkrar ekkju, en nóttina áður birtist honum guðleg opinberun með þeim boðum, að slíkt skyldi hann ekki gera, því að hann ætti „æðri brúði“ í vændum. Þorlákur lét því bónorðið undan falla. Sagan af bónorðsförinni til ríku ekkjunnar, sem ættingjar Þorláks höfðu valið honum til handa, er auðvitað táknræn. Með frásögninni er verið að leggja áherslu á, að hann hefði í starfi ábóta og síðar á biskupsstóli í starfi siðbótamanns í anda Gregoríusar páfa heill og óskiptur helgað sig kirkjunni og guði. Þessi lífsmáti innan kaþólsku kirkjunnar var í tvennum skilningi óraleið frá þeim siðum, sem ríktu á Íslandi. Kirkjunni var einsemd þóknan- legri en tvísemd, þar eð skírlífi væri æðra lífsform en hjónaband. Siðferðið í þessu hátterni var Íslendingum torskilið og féll nánast undir afbrigðileg frávik í hegðun manna. Samkvæmt Grágás var það hörðum refsingum bundið að bera brigður á karlmennsku manna. Hér kom enn fremur til að ógift fólk naut að jafnaði minni virðingar en fólk í hjúskap, sem oftar en ekki var að rekja til fátæktar, þar eð maður skyldi eiga verðmæti að jafngildi sjö kúa til þess að geta yfirleitt stofnað til hjúskapar. Um Jón helga segir, að hann giftist prestur ungur að árum en konan dó eftir stutt hjónaband. Hann giftist þá aftur. Hann eignaðist ekki börn og margir ætla að Jón hefði við hvoruga konuna átt ástarfar. Síðar í sögunni greinir frá því að Jón hefði eftir að hann var sestur að á Hólum fengið aðstoð við konu sína um rekstur Hólastaðar, sem hún hafði forræði fyrir. Í textanum er hún að vísu nefnd konan, sem hann hafði verið giftur og var nú ekkja. Frásögnin væri merkingarlaus, ef hið síðasta væri ekki skilið sem táknrænt. __________ 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.