Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 102

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 102
 Hulduhóll: líkbrennslustaður Hinn tignarlegi Hulduhóll stendur vest- ast á bæjarhólnum á Hrísbrú og vísar vestur yfir hafið (mynd 9). Þetta er mest áberandi náttúrueinkenni norðan megin þegar haldið er inn dalinn. Hóllinn er mótaður í skipslíki af náttúrunnar hendi. Stefnið liggur í vesturátt og mótast af undirliggjandi basaltbergi. Hann er hæstur og breiðastur um miðbikið og mjókkar til austurs. Hóllinn er flatur fyrir miðju og þar er grasið sérstaklega gróskumikið. Ef staðið er á miðju hólsins og horft yfir vesturodda hans, vísar Hulduhóll beint til hafnarinnar sem sést við ströndina í Leiruvogi. Einhvern tíma fyrr á öldum hefur vesturhluti hólsins verið lagfærður lítillega. Þá hefur möl verið borin að og notuð til þess að fylla upp í 4 metra langa og 20 cm djúpa dæld til að jafna út muninn á hæsta punkti hólsins og stefninu. Stórar steinhellur, sem komið hefur verið fyrir við norður- og suðurhliðina, halda mölinni á sínum stað. Hulduhóll er því samsettur úr mörgum stórum og margvíslegum þáttum. Vesturendinn er manngerður, úr malarfyllingu, líklega til að undirstrika skipslag hólsins. Miðja hólsins er annar hluti og er hún sýnileg hvaðanæva að úr dalnum. Líkt og á Kirkjuhóli, hafa nútíma landbúnaðartæki aldrei verið notuð á Hulduhóli. Eins og nafnið gefur til kynna, þá var talið að huldufólk byggi í Hulduhól og það var ástæðan fyrir því að ekkert var gert á þessum hól, sem raskað gæti ró álfanna. Allir þessir þættir vöktu áhuga okkar. Á víkingaöld voru bæði líkbrennsla og venjulegar jarðarfarir algengar greftrunaraðferðir á Norðurlöndum. Þrátt fyrir leit fornleifafræðinga í nær heila öld hafa ekki fundist nein um- merki um líkbrennslu á Íslandi. Í ritinu Sögu Íslands, er merkileg grein forn- leifafræðinnar um Ísland til forna (Kristján Eldjárn 1974). Greinina skrif- aði Kristján Eldjárn, f.v. forseti og þjóðminjavörður og einn fremsti sér- fræðingur í heiðnum greftrunarsiðum á Íslandi. Kristján skrifar sérstakan kafla um líkbrennslu og greftranir en hann hefst svona: „Ekki verður svo við kumlin skilizt að ekki sé minnzt á það merkilega atriði, að í þeim rúmlega 300 kumlum, sem nokkur þekking er á, finnst hvergi vottur líkbrennslu. Aldrei hefur neitt fundizt á Íslandi sem bendir til þess að dauðir men hafi nokkurn tíma verið brenndir þar. Slíkt getur átt eftir að finnast, en almennar líkur eru eindregið þær, að þessi útfararsiður hafi alls ekki viðgengizt hér á landi. Þetta er merkilegt þegar þess er gætt, að hvarvetna á Norðurlöndum var líkbrennsla alþekkt á víkingaöld, eða landnáms- og söguöld vorri, og reyndar allt síðan á rómverskri járnöld, en svo eru nefndar í menningarsögu Norðurlanda fyrstu fjórar aldir eftir Kristburð (Kristján Eldjárn 1974, bls. 138).“ Efst á miðjum Hulduhól rannsökuðum við leifar af því sem virðist vera lík- brennslustaður frá víkingaöld (mynd 10). Hann fannst í um 25 cm jarðvegs- lagi sem þakti basalt berggrunn hólsins. Í því var að finna þykkt lag af viðar- kolum, öskulög og fjögur brennd brot úr hauskúpu manns (mynd 8). Auk þess var mikið af litlum brotum úr beinum, leifum af bronsplötu og járnbrotum og __________ 102 Valdamiðstöð í Mosfellsdal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.