Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 82

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 82
 færa Þjóðminjasafni Íslands til varð- veislu (9). En hver hefur úrskurðarvald þegar dregin eru mörk á milli þjóðar- gersema og forngrips? Merking gripa er jafn mikilvæg virði þeirra. Michael Foucault benti einmitt í skrifum sínum á tengsl milli valds og merkingar (Layton et al., 2006). Mikilvægt er fyrir þjóð að endurskoða reglulega hugtakið þjóðar- gersemar. Með slíku er ekki vegið að sjálfsímynd hennar; slík naflaskoðun kemur einfaldlega í veg fyrir að póli- tískur föðurarfur genginna alda brengli hugmynd og skynjun þjóðar á eigin gersemum. Að framansögðu má segja að merking hluta móti virði þeirra. Í slíku samhengi er merkingarlaus hlutur, sem hægt er að meta til fjár, einskins virði. Niðurlag Í þessari stuttu grein var gerð tilraun til þess að skýra frá siðferðislegum, hag- fræðilegum og heimspekilegum álita- málum sem upp geta komið þegar viðhorf þeirra sem menntaðir eru og/eða vinna á sviði þjóðmenningar skarast við viðhorf þeirra sem fara með rekstur menningarstofnana. Til þess var tilfelli á Nýja Sjálandi athugað sérstaklega í þeirri von að það varpi ljósi á hinar siðferðislegu hliðar. Ljóst er að hver lítur gullið sínum augum og varasamt er að notast við einn altækan mælikvarða við mat á verðgildi. Það sem kann að hljóma skynsamlega í augum fjár- málamanna gerir það ef til vill ekki í augum safnamanna. Hinsvegar má að einhverju leyti rökstyðja þá fullyrðingu að rétt sé að setja verðmiða á menn- ingarminjar. Kæmi sá dagur að verðmat menningarminja væri skilyrði að hálfu þess ráðuneytis sem færi með yfirstjórn menningarmála væri þó siðferðislegt frumskilyrði að verðmeta heildina en ekki einstakar einingar. Hin reyfara- kennda lausn þjóðskjalasafns Nýsjá- lendinga er því ekki svo galin þegar betur er að gáð. Nauðsynlegt er að ein- hverskonar mat á safnkosti allra safna liggi fyrir þar sem megindlegar upp- lýsingar um safnkost eru settar fram á kerfisbundinn hátt (10). Jafnvel gæti reynst jákvætt að benda á þau peninga- legu verðmæti sem liggja á söfnum landsins, við misjafnlega gott atlæti, verði það til þess að forða þeim frá eyðileggingu. Það á einnig við um fornminjar í jörðu. Gagnsæi getur verið af hinu góða sé hlúð að siðferðislegum álitamálum. Ekki er hægt að beita reiknistokknum jafnt á alla hluti. Ólíkt fasteignum auka fágætir gripir verðgildi sitt með tímanum. Ekki er hægt að fordæma verðmat allra þjóðmenningarlegra gripa þar sem slíkt vekti upp spurningar um tvöfalt siðgæði varðandi verðmat lista- verka og jafnvel sögufrægra bygginga. Siðferðisleg mörk hér eru ekki jafn skýr og ætla mætti í fyrstu. Vissulega kysu þó fæstir að einstakir gripir Þjóðminja- safnsins umbreyttust úr almannagæðum yfir í einkavöru og rötuðu því næst í viðhafnarfundaherbergi fyrirtækja. Hérlendis njóta forngripir lagalegrar verndar gegn hæstbjóðanda. Mikilvægt er að svo verði áfram svo að ,,tilboð sem erfitt er að hafna“ valdi ekki átökum á milli þeirra sem vilja varð- veita menningararfinn og þeirra sem vilja hagkvæman rekstur. Heimildaskrá Ágúst Einarsson (2004). Heilsuhag- fræði á Íslandi. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál (2003), bls. 5-25. Er rétt að setja verðmiða á menningarminjar? __________ 82 (9) Gott dæmi um þetta er hollvinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og Saga, sem hefur keypt talsvert af gripum svo þeir hljóti varðveislu á Íslandi. (10) Kerfisbundið mat á safnkosti varðar að sjálfsögðu spurning- una um það hverju eigi að halda til haga, en sú spurning var ekki til umræðu hér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.