Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 85

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 85
 komu í ljós fjöldi mikilvægra mann- vistarleifa frá valdamiðstöð, m.a. forn kirkja og kirkjugarður ásamt greftrunar- stað í hól skammt frá þar sem minjar um líkbrennslu fundust. Markmið vett- vangsvinnunnar 2002 og 2003 var að afla frekari upplýsinga til viðbótar við athyglisverðar niðurstöður frá rann- sókninni 2001. Uppgröfturinn beindist því fyrst og fremst að þremur minja- stöðum í landi Hrísbrúar: Kirkjuhól, sem er hæð að baki hesthússins og þar voru grafnir könnunarskurðir árin 1995 og 2001; Hulduhól, sem er hóll um 60 m vestur af Kirkjuhóli; og Loddahól, sem er dálítill hóll norðaustarlega í túninu, norðan við Kirkjuhól (mynd 1). Þegar rannsóknir okkar hófust í Mosfellsdal árið 1995, voru Kirkjuhóll og Hulduhóll notaðir til beitar. Báðir hólarnir voru grasi vaxnir og yfirborð þeirra órofið nema á fáeinum stöðum þar sem kýrnar höfðu traðkað grasið í svað. Ólafur Ingimundarson, bóndi á Hrísbrú, fylgdist náið með fornleifa- rannsóknunum en hann býr yfir miklum fróðleik um lífshætti fyrri tíma og breytingar á landnotkun í dalnum. Fjölskylda hans hefur átt heima á jörðinni í margar kynslóðir. Þegar upp- gröftur hófst á Kirkjuhóli tjáði hann okkur að aldrei hafi verið notuð land- búnaðartæki af neinu tagi á hólnum vegna þess að samkvæmt munnmæla- sögu á kirkja að hafa staðið þar til forna. Þannig er þetta enn en það er tiltölulega sjaldgæft í dag á íslenskum sveitabæjum sem eru mjög tækni- væddir. Það sama á við um Hulduhól, en þar voru það frekar sögur um huldu- fólk eða álfa sem fældi fólk frá. Það kom síðar í ljós að báðir hólarnir voru fornir grafreitir, bæði í kristnum og heiðnum sið. Fjölmargar frásagnir í Íslendinga- sögunum hafa nýst við fornleifarann- sóknirnar í Mosfellsdal, svo sem Landnámabók, Egils saga Skallagríms- sonar, Gunnlaugs saga Ormstungu, Hallfreðar saga, Kjalnesinga saga, Flóamanna saga og Orms þáttur Stórólfssonar í Flateyjarbók. Þessar heimildir lýsa stöðum í Mosfellsdal og í Leiruvogi, sem árnar í dalnum renna um. Til dæmis segir í eftirfarandi kafla í Gunnlaugs sögu Ormstungu af Önundi, einum af goðum Mosfellsdals, að hann hafi ráðið yfir suðurstrandlengju svæð- isins og verið kvæntur konu af góðum ættum af suðvesturströnd Íslands. „Önundur hét maður er bjó suður að Mosfelli. Hann var auðmaður hinn mesti og hafði goðorð suður þar um nesin. Hann var kvong- aður maður og hét Geirný kona hans, Gnúpsdóttir, Molda-Gnúps- sonar er nam suður í Grindavík. Þeirra synir voru þeir Hrafn og Þórarinn og Eindriði“ (Gunn- laugs saga Ormstungu 1987, bls. 1170-1171). Ekki er allt tekið trúanlegt sem kemur fram í rituðum heimildum. Þó eru heimildirnar sem fjalla um Mosfellsdal oft almennar upplýsingar og ítarlegar í senn. Þessar heimildir veita okkur grundvallarupplýsingar um landnáms- menn, höfðingja, hermenn, konur og löggjafa úr Mosfellssveit. Mikið af upplýsingunum fjalla um efnislega og félagslega menningu, lýsa bústöðum, jörðum, samfélagslegri stöðu, ættar- tengslum, fjárhag og einnig ástæðum átaka og hvar þau áttu sér stað. Þessir textar hafa til þessa verið stórlega van- metnir af sagnfræðingum og mann- fræðingum sem heimildir um goðorðin. Með því að tengja saman niðurstöður __________ 85 Jesse Byock et.al.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.