Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 58

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 58
 meðvitað eða ómeðvitað, í sama sam- hengi. Þegar við gröfum fram þessar efnislegu leifar er ekki þar með sagt að við gröfum samtímis fram hið félags- lega og menningarsögulega samhengi sem skóp þær. Til að brúa þennan mun á hinum efnislega heimi og hinum óhlutbundna eða félags- og menningar- lega, styðjast fornleifafræðingar við þjóðfræðilegan og mannfélagsfræði- legan samanburð, þó ekki alltaf með góðum árangri að margra mati. Ef fornleifafræðin, sem hugvísindi, á að fást við manneskjuna og tengsl hennar við aðrar manneskjur og umhverfi sitt er ekki undarlegt að fræðigreinin gjói augunum með talsverðri virðingu í átt að mannfélagsfræðinni, enda er það sú grein sem fæst einmitt við þetta. Ákveðinnar minnimáttarkenndar verður stundum vart hjá fornleifafræðinni og hafa sumir mannfélagsfræðingar jafnvel ýtt undir hana. Humphreys og King gera orð Maurice Bloch að sínum þar sem hann segir: „However subtle archaeologists might be at interpreting material culture I do not think they could reconstruct the Skalava system or could fail to be misled into thinking that the tombs of the wife-giving groups were those of the dominant social group“ (Bloch í Humphreys & King 1981, bls. 146). Hjá Skalava samfélag- inu voru konungagrafirnar fátæklegar útbúnar en grafir millistéttarinnar (Bloch 1971). Það er langt í frá neikvætt fyrir fornleifafræðina að nýta sér mann- félagsfræðilegar kenningar, öðru nær. Þetta er staða sem oft kemur upp innan fagsins í öðru samhengi. Fornleifafræð- ingar nota jarðfræðilegar, eðlisfræði- legar, efnafræðilegar, stærðfræðilegar og líffræðilegar kenningar í nálgunum sínum án þess að sérhver þeirra sé jarðfræðingur, eðlisfræðingur, efna- fræðingur eða líffræðingur. Þessi þver- faglega nálgun er trúlega einn af hornsteinum fagsins og styrkur þess og samanborið við mannfélagsfræðina getur fornleifafræðin fengist við gríðar- lega dýpt og breytingar í tíma. Binford (1971) heldur því fram að með þjóðháttafræðilegum samanburði sé hægt að komast að því að í jafnræðislegum samfélögum skipti aldur og kyn grundvallar máli þegar kemur að mismunandi meðhöndlun hinna látnu. Hjá flóknari samfélögum sé það hins vegar félagsleg staða fólks sem skipti höfuðmáli. Þessu eru flestir fornleifafræðingar sammála. Hann telur jafnframt að breytileiki í grafsiðum stafi af breytileika í hinu félagslega skipulagi en ekki í hinu atferlislega. Þeir eru stöðugir í hverju samfélagi fyrir sig, þ.e.a.s. að samfélag með vissan efnahag og visst félagslegt kerfi hefur sömu greftrunarsiði á meðan það er óbreytt. Margir fræðimenn hafa dregið samasemmerki á milli ríkulegra kumla og ríkra kumlbúa. V.A. Alekshin (1983, bls. 141) telur að fjöldi gripa í kumlum sé vísbending um ríkidæmið. Einnig nefnir hann fjölda gripategunda í hverju kumli og einnig fjölda sjaldséðra gripa eða magn málma í grömmum reiknað. Því ríkulegra sem kumlið sé, því hærri stéttarstöðu hafði kumlbúinn, sérstak- lega ef um karlmann var að ræða. Þetta er dæmigerð niðurstaða karllægrar samfélagsfræði á síðustu öld. Ríkt konukuml var því vísbending um að konan hafi verið vel gift efnahagslega. Dæmi um þessa gömlu túlkun er Ásu- bergshaugurinn í Noregi. Ef haugfé er mismundandi á það að benda til þess að samfélagið hafi verið stéttskipt. __________ 58 Kuml og samfélag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.