Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 62

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 62
 flutningatímabilinu (400 – 600 AD) til germanskrar járnaldar (AD 600 – 800). Generellt sett kan man anta att ett samband funnits mellan hög social status, påkostat grav och rikare fynd. Ett samband borde då också finnas mellan hög social status och påkostat och omsorgs- fullt uppbygt brandbål och väl genomförd bränning och grav- ritual. En mer omsorgsfull bränn- ing borde då medföra en högre fragmentering av gravgodset (Petré 1984, bls. 204). Þessi röksemdafærsla er frábrugðin Bennets á þann veg að Petré reiknar með stærðinni, sem gefur vísbendingu um vinnuframlag á hverja gröf, en er á sömu línu varðandi hina línulegu þróun. Grafirnar verða stærri og ríkari. Vanda- málin eru þó brunakumlin vegna þess hve fátækleg þau eru gjarnan. Það vandamál leysir Petré með tilgátunni um að líkbálið hafi verið vel undirbúið og bruninn nær fullkominn. Með þessu á hann m.a. við að haugféð hafi gjörsamlega eyðilagst í eldinum. Til eru mörg þjóðfræðileg dæmi um slíkt, en eitt þekkt vandamál er tengt þessu (á í raun við allan þjóðfræðilegan saman- burð). Það er spurningin um hve mikils virði samanburður á samfélögum sé sem eru svo ólík í tíma og rúmi. Bæði Bennet og Petré, og reyndar Jankavs og Artelius (2000) einnig, eru fulltrúar þeirra sem nota mannfélags- fræðilegar kenningar í úrvinnslu sinni, bæði til góðs og ills. Þessar kenningar eru þó gjarnan duldar í röksemda- færslunni en eru þó grunnurinn að þeim. Öll eru þau undir sterkum áhrifum frá Nýju fornleifafræðinni og raunhyggj- unni. Samkvæmt Binford, eins af frumkvöðlum Nýju fornleifafræðinnar, er mögulegt að skipta samfélaginu niður í nokkra hluta og rannsaka þá óháða hvor öðrum. Markmiðið með slíkri rannsókn er að komast að almennum reglum um samfélag fólks óháð tíma, rúmi og menningu. Þessi nálgun leiðir til þess að fræðingurinn upphefur þá þætti sem verið er að vinna með hverju sinni á kostnað annarra, t.d. þegar verið er að rannsaka haugfé eða form grafa til að nálgast megin upplýsingaveitu félagslegra þátta. Shanks og Tilley, sem eru mjög undir áhrifum félagsvísinda, hafna alfarið hugmyndum Binfords og félaga. Þeir, ásamt E.-J. Pader (1982), aðhyllast hina svokölluðu contextual archaeology eða póststrúktúralisma, eða jafnvel symbol archaeology. Samkvæmt kenn- ingum þessara fræðimanna er ekkert einfalt línulaga samband milli hinna félagslegu þátta eins og Nýja forn- leifafræðin vill vera láta, heldur skarast þeir allir og eru á stöðugri hreyfingu sem þýðir að hin ýmsu félagslegu kerfi eru stöðugt á hreyfingu eða breytingum undirorpin. Svokallað félagsmótunar- ferli (e. structurations – prosess) er stöðugt en misjafnlega mikið hjá hinum ýmsu félagslegu þáttum. Shanks og Tilley skrifa: „Mortuary ritual consti- tutes a particular arena for social activity within the overall totality. It forms an integral part of the struktur- ation of the whole“ (1982, bls. 30). Félagsleg tengsl fólks er ekki hægt að lesa beint úr efnivið grafa svo sem gripum, formi eða öðru. Þessir þættir eru hins vegar hluti af félagslegu samhengi sem getur verið breytilegt eftir aðstæðum. Gripir eru sérstakir tákngervingar sem verður að túlka, þ.e. „The ritual symbols construct and mani- __________ 62 Kuml og samfélag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.