Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 18

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 18
 í staðinn kemur skreytilist sem í samsetningu sinni er í grundvallar- atriðum greinar og viðarvafningur. Dýraskreytið lifði ekki af samfundina við hin nýju trúarbrögð og þær stjórnarfarslegu og félagslegu afleið- ingar sem þeir höfðu í för með sér (Hedeager 1999, 2003). En þetta mætti kannski alveg eins heimfæra til þess að fólk, og þó sérílagi yfirstéttin, skipti um geðþótta og þar með um stílbragð vegna áhrifa kristinnar kirkju og stjórnarfars- legra breytinga sem Norðurlönd geng- ust undir um og í kringum árið 1200. Einnig mætti alveg eins leita orsaka þessa í því að norrænt dýraskreyti vantaði hæfni til að lifa af og aðlagast kristnu samhengi, því að það hafði sjálft rætur í allt öðru og ósambærilegu trúarkerfi. Ef sú hefur verið raunin gefst okkur tækifæri til að komast að kjarnanum í hugarfari forkristilegra samfélaga á Norðurlöndum með rann- sóknum á norrænum dýrastílum (1). Dýrið í stílum/fyrirmyndir dýra Þróun norrænnar dýraskreytilistar í upphafi 5. aldar leiddi af sér að til varð formlegt mál sem réði ríkjum listrænnar tjáningar til kristnitöku. Frá upphafi til enda var dýraskreyti óaðskiljanlegur hluti efnislegrar tjáningar yfirstéttar- innar og því eðlilegt og sjálfsagt að spurning um þýðingu þess vakni. Margt bendir til þess að dýraskreytið hafi verið annað og meira en bara skraut, sem hélt velli af gömlum vana gengum aldirnar. Látlaus umbreyting þess, þrá- látar tilraunir með nýja grunnþætti og nýjar samsetningar o.s.frv., ýta undir þá hugmynd að dýraskreyti hafi gegnt meðvituðu merkingarbæru hlutverki í samfélögunum fyrir kristni. Hugmyndin um hlutverk dýraskreytis sem óað- skiljanlegs hlutar efnislegrar menningar fornmanna, ekki síst yfirstéttarinnar, gerir ráð fyrir að dýrin sjálf hefðu svo að segja samsvarandi vægi í heimsmynd þeirra (Kristoffersen 1995, 2000; Hedeager 1998, 1999, 2000, 2003; Gaimster 1998; Andrén 2000; Glosecki 2000; Magnus 2001; Lindstrøm & Kristoffersen 2001). Það kemur þó engum í opna skjöldu að sýn manna á heiminn var einnig breytingum undirorpin á 800 ára tímabili. Það er rökleg afleiðing að dýraskreytingalistin hafi verið ofurseld sömu lögmálum. En þó að allt sé á hverfanda hveli, stílbrögðin fjölbreyti- leg og grunnþættir endurnýjaðir, þá er einn þáttur burðarás alls og tengiliður stíltegundanna, en það er dýrið sjálft. Gildi þess felst ekki einungis í flokkunarlegum nytsamleika, hentugum til tímasetningar og stílsögulegrar niðurröðunar fyrir menningarsögulega fornleifafræði í hefðbundnum skilningi, heldur er um að ræða að birtingar- myndir dýranna í þessari listgrein verði viðfangsefni sem býður uppá ýmsar flækjur fyrir fornleifafræði vitsmuna- lífsins. Birtingamynd felur alltaf í sér meira en hvernig tekst upp með að skapa náttúrulega eftirmynd dýrsins, auk þess sem birtingarmynd dýrsins er ekki heldur hægt að skýra einvörðungu sem dæmi um listræna tjáningu. Birtingarmyndir eiga sér nefnilega eigið líf innan ramma ákveðins menningar- samfélags og því verða dýramyndirnar hluti af hugarfari samfélagsins. Stíl- tegundirnar eru þannig séð ekki „list listarinnar vegna“ heldur einskonar menningarleg vitund, greypt í grunn- stoðir samfélagslegs samhengis. Dýra- myndirnar munu því vera vitnisburður Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 18 (1) Við verkið hef ég þakksamlega þegið uppbyggilegar athuga- semdir frá Gry Wiker við Háskólann í Osló.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.