Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 79

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 79
 á innviðum þess sem stjórna á (Foucault, 1980). Bent var á að verðmat sem þetta væri einnig hentugt gagnvart trygginga- málum. Þegar safnkosturinn væri orðinn að eign ykist virðing fyrir honum, staðsetning hans yrði alltaf að vera ljós og betur væri hlúð að honum (Hooper et al., 2005). Þetta er ekki allskonar rangt. Allnokkur dæmi eru þess að geymslu- mál íslenskra safna, einkum Náttúru- gripasafns Íslands, hafi legið undir ámæli. Erfitt hefur reynst að meta tjón af völdum bruna (5). Loks er rétt að velta fyrir sér þeirri spurningu Brynhildar Davíðsdóttur (2006, bls. 147) hvort einhverskonar verðmat á því ómetanlega sé ekki betra en ekkert verðmat þegar kemur að því að sannfæra stjórnmálamenn um hið raunverulega virði og þar með verð. Brynhildur er hér að tala um þá hættu sem náttúruauðlindum, sem ekki gefa af sér auðsóttar tekjur, er búin vegna framkvæmda. Vissulega getur slíkt átt við hér, en þó einkum í tilviki ill- seljanlegra eininga sem forða á frá eyðileggingu vegna framkvæmda eða slæmra geymsluskilyrða. Þetta gæti sumsé átt við fornleifar í jörðu. Hvað mælir á móti því að söfnin „stemmi heftið“ reglulega? Mótrök þeirra safna sem þráast hafa við að taka upp framtal á minjum eru margvísleg. Anthony Wright, safnstjóri Canterbury Museum, segir safnið ekki vera andsnúið naflaskoðun sem slíkri en matið sé tímafrekt, kostnaðarsamt og skili engum raunverulegum árangri. Erfitt sé að meta gripi sem séu einstakir, ómetanlegir og í varanlegri vörslu. Safngripir lúti ekki sömu lögmálum og annað sem fært er til bókar; til að mynda aukist verðgildi safngripa í hlutfalli við háan aldur. Viðhalds- kostnaður, sem ekki er frádráttarbær frá verðmati gripsins, geti verið gríðarhár. Söfnin njóta ekki vaxta fyrir að geyma þessi ætluðu peningaverðmæti og síðast en ekki síst bíði mörg þarfari verk, einkum að tryggja varðveislu og öryggi safnkostsins (Hooper et al., 2005). Carnegie og Wolnizer (1995, bls. 39) taka í sama streng og telja safngripi ekki vera auðlind sem nýta megi í hagnaðarskyni; tilvist safnkosts í eigna- reikningi safna sé blekkingarleikur gagnvart hluthöfum. Slíkt ætlað ,,gagn- sæi“ geti snúist upp í andhverfu sína. Þrátt fyrir undarlega litla orðræðu af siðferðislegum toga, varðandi þetta mál, má halda því fram að krafa yfirvalda til menningarstofnanna að rýna starfssemi sína með þessum hætti sé siðferðilega vafasöm í besta falli – einkum vegna þeirrar staðreyndar að hver einstök eining er metin til fjár. Væri sjúkra- stofnun beðin um að leggja mat á þá miklu þjóðhagslegu hagkvæmni sem fælist í því að lækna hina sjúku myndi skapast hætta á misnotkun, einkum ef hagkvæmnin væri metin í hverju tilviki fyrir sig; ekki þætti jafn arðbært, og þar með fýsilegt, að lækna alla (6). Í þessari einfölduðu samlíkingu myndi það sama gilda um safnkost; nafnlausi, látlausi gripurinn hlyti að lúta í lægra haldi fyrir hinum íburðarmikla, sögufræga grip. Þriðja stigs lýsingarorð fjölmiðlamanna um menningarminjar myndu breytast úr hvimleiðri klisju yfir í virðisaukandi merkimiða; það elsta, stærsta og fágætasta yrði jafnframt það dýrasta. En fleira kemur til. Í kjölfar svimandi peningaupphæða í slíku mati gæti - einkum ef illa áraði - komið til Dagný Arnarsdóttir __________ 79 (5) Þessu til stuðnings má nefna brunann sem átti sér stað í bátageymslu Þjóð- minjasafns Íslands í Kópavogi. (6) Vissulega má færa rök fyrir því að slíkt sé í raun og veru gert í þjóðfélagi nútímans, en hér er gert ráð fyrir að svo sé ekki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.