Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 104

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 104
 sem blandaðar voru við öskuna, kolin og jarðveginn væru úr mönnum eða dýrum. Sá siður að láta málmhluti fylgja greftrun eins og er í Hulduhól er algengt í heiðnum gröfum. Málmhlutirnir voru sendir í greiningu til Háskólans í Osló og Getty safnsins í Los Angeles. Niður- stöður sýna að herslu- og vinnsluað- ferðir sem notaðar hafi verið við gerð bronsbrotanna og járnflaganna eru í samræmi við málmvinnsluaðferðir vík- ingaaldar (Scott, D. handrit, bls. 63-64). Nokkrar AMS kolefnisgreiningar á brenndum trjágreinum, sem fundust á líkbrennslustaðnum, benda til þess að líkbrennslan hafi átt sér stað á árabilinu 990-1020 (Byock, J. et. al. handrit, a). Sú aldursgreining tímasetur atburðinn skömmu fyrir eða eftir kristnitöku og um það bil á sama tíma og kirkjan var byggð. Þessi fyrsti líkbrennslustaður sem fundist hefur á Íslandi frá víkingaöld hefur vakið mikla athygli bæði meðal fornleifafræðinga og sagnfræðinga, innan lands og utan. Að hluta til stafar áhuginn af langvinnum og áköfum deilum meðal fræðimanna um uppruna Íslendinga. Árum saman hefur deilan aðallega nærst á skorti á sönnunum um líkbrennslu meðal Íslendinga í heiðni þó hún hafi verið algeng á vestnorrænu svæðum, það er að segja norsku menn- ingarsvæði (Holck, P. 1997). Barði Guðmundsson sagnfræðingur, hélt því fram að skortur á vísbendingum um venjulega líkbrennslu á Íslandi líkt og tíðkaðist í Noregi á þessum tíma væri vísbending um að Íslendingar kæmu fremur frá austnorrænu menningar- svæði en vestnorrænu eins og almennt hafi verið talið (Barði Guðmundsson 1959). Samkvæmt þeirri kenningu fluttu höfðingjar frá Vestur-Noregi til Íslands vegna aukinna valda Haralds hárfagra (865-930) fyrsta konungs Noregs. Barði áleit að margir landnámsmanna væru Norðmenn aðeins að nafninu til. Hann heldur því fram að þeir hafi verið frá austurhluta Norðurlanda, danskir og sænskir víkingar, sem settust að á vesturströnd Noregs í byrjun 7. aldar til þess að ná betri yfirráðum á verslun við strendur Noregs og til þess að geta farið í víking til vesturs. Skoðanir Barða útskýra ýmis augljós frávik, eins og t.d. hvers vegna líkbrennslustaðir hafa ekki fundist og deilan um þessar skoðanir hafa skipt það miklu máli í nútímasögu Íslands að Kristján Eldjárn minnist sér- staklega á það í grein sinni í Sögu Íslands, án þess að þurfa að nefna Barða á nafn, að „Þó svo að ekki hafi fundist lík- brennslustaðir á Íslandi þarf það ekki að tákna að landnámsmenn hafi komið frá einhverjum svæð- um á Norðurlöndum þar sem líkbrennsla var alls óþekkt. Slíkt land var ekki til“ (Kristján Eld- járn 1974, bls. 138). Niðurstöður: Landslag frá heiðni til kristni Fornleifarannsóknir í Mosfellsdal hafa leitt í ljós verulegar sannanir á því að umtalsverð byggð hefur verið þar frá landnámsöld fram yfir kristnitöku, og áfram allt fram á 12. öld. Með rann- sóknarniðurstöðunum er að myndast vel skrásett mynd af flókinni sambúð og samskiptum heiðinna manna og krist- inna á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Á Hrísbrú hafa fornleifafræði og fornar ritheimildir hjálpast að við að sýna fram á mikilvægi staðbundinna minja, sem __________ 104 Valdamiðstöð í Mosfellsdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.