Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 32
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Þ að hefur verið sagt um Korsíku- menn að þeir séu eyjarskeggjar sem snúi baki við hafinu og horfi inn til lands. Þeir eru líkir Íslendingum að þessu leyti. Íslendingar eru svo til nýfarnir að nýta fiskimiðin í kringum landið. Fram að því trúðu þeir að Ísland væri landbúnaðarland. Íslendingar eru því fremur bændur að upp- lagi og sögu en fiskimenn. En varla bændur þó. Hefðbundið íslenskt búmannslíf gengur ekki út á að sá að vori og uppskera að hausti, heldur byggir að stóru leyti á að siga búfé á villtan gróður. Það er af þessum sökum sem Íslendinga skortir fyrirhyggjuna sem þróast og þroskast af akuryrkju. Þeir eru bændur að vissu leyti en hirðingjar að mestu. Eins og Korsíkumenn. Korsíkumenn eru allra þjóða klókastir í að siga hverskyns búsmala á villtan gróður. Og íslenskir bændur gætu lært sitthvað af þeim. Hálfvillt svín Við fjölskyldan erum þessa dagana í bíltúr um Korsíku og verðum að gæta okkar á úti- gangssvínum. Inn til landsins, upp til fjalla, eru þau á beit í vegkantinum eins og ís- lenskar rollur. Og svínin taka ekki mikið til- lit til túrista í bíltúr. Við erum á þeirra svæði frekar en að þau séu að stelast inn á okkar. Þetta eru hálfgerð villisvín. Ekki bara vegna þess að þau eru útigangssvín og vafra að mestu sjálfala; heldur vegna þess að þau hafa ekki verið ræktuð langt frá villisvín- unum. Reyndar gerist það oft og iðulega að gylta einhvers bóndans hittir sjarmerandi villigölt og úr verða grísir sem blandast síðan stofninum. Svínin á Korsíku eru lítil, loðin og með langt trýni og því mun líkari villisvínum en alisvínum, sem ala aldur sinn innandyra í verksmiðjubúum. Kjötið af Korsíkusvínum er líka rautt eins og svínakjöt var alla tíð. Það var ekki fyrr en fram komu kenningar á áttunda áratugnum um að rautt kjöt væri óhollt og vont fyrir kólesterólið og hjartað, en hvítt kjöt miklu skárra, að rauði liturinn var ræktaður úr alisvínunum. Þessi kenning barst hins vegar aldrei upp í fjöllin á Kor- síku eða festi þar rætur. Hérna í fjöllunum fær svínakjöt að vera jafn rautt og það hefur verið í þúsundir ára. Uppskera landið í gegnum svínin Það má fá dimmar, jarðbundnar og vetrar- legar kássur úr þessu svínakjöti á Korsíku; hægeldaða potta með öllu því besta sem skógurinn gefur til viðbótar við svínin; kastaníuhnetur, sveppi og jurtir. Stundum er heimaalið svín í þessum pottum en oftar villisvín. En þótt þessir pottar séu góðir þá draga þeir ekki eins vel fram sérstöðu þessara hálfvilltu svína og prisuttu gerir, þurrskinka þeirra Korsíkumanna. Eða aðrir þurrkaðir vöðvar; lonzu (lund), coppa (háls- vöðvi) eða panzetta (síðubiti, beikon). Eða þurrpylsurnar; salamu (spægipylsa) eða figatellu (gerð úr lifur). Eða ferskpulsurnar salsiccia (svínapylsa), sanghi di maiale incu l’uva secca (blóðmör með rúsínum) eða fersk figatellu. Korsíkubúar eru nefnilega ekki bara séðir bændur á mörkum hins villta heldur magnaðir kjötvinnslumenn. Og þetta er í raun órjúfanlegt. Bændur verka sitt kjöt sjálfir. Það er endapunktur ræktun- arinnar og sá þáttur sem kennir þeim mest um hvernig best er að stýra mökun eða fæðu — eða ekki. Þar sem svínin ganga úti eru svínaafurð- ir árstíðarbundnar. Þær eru ekki aðeins afleiðing vöðvauppbyggingar á síðu eða læri heldur miklu fremur aðferð til að uppskera landsins gæði. Svínaræktin tekur því mið af gróðurfarinu og sveiflast með árstíð- unum. Svínin borða rætur, gróður, köngla og smádýr vor og sumar en þegar haustar og kastaníutrén fella hnetur sínar verða kastaníuhnetur uppistaðan í fæðunni. Og það er ofgnótt af kastaníuhnetum á Kor- síku. Þegar svínunum er slátrað á haustin og snemmvetrar hafa þau því stækkað og fitnað af hnetunum og það má sannarlega finna á bragðinu. Það er dimmt og minnir á skóginn þaðan sem það kemur, en það er líka einstaklega meyrt og mjúkt eins og smjör; ber það með sér að svínið hefur lifað við allsnægtaborð. Árstíðarbundnar svínaafurðir Þar sem ekki er hægt að stjórna því hvenær gyltan er ræða eða hvenær hún gýtur eru grísirnir á misjöfnum aldri þegar þeim er slátrað. Bændurnir geta þó stjórnað afurð- unum með því að slátra þeim yngstu síðast. Algengast er að gripirnir séu um fjórtán mánaða þegar þeim er slátrað og vegi þá um 200 kíló. Sumir grísirnir eru eldri en aðrir yngri. Til samanburðar eru aligrísir aldir í fjóra til sjö mánuði í verksmiðjubúum. Þar sem slátrað er einu sinni á ári er blóðpylsa þeirra Korsíkumanna aðeins til á haustin og snemmvetrar. Sama má segja um ferskpylsunar. Figatellu, sem er kryddpylsa úr svínalifur, er fáanleg fersk um miðjan vetur en hangin og þurkuð frá því um ára- mótin og fram á vor. Hún þykir allra best fersk og betri eftir því sem hún er minna þurrkuð. Smærri vöðvar, pylsur og lærin af minnstu dýrunum duga heldur ekki út árið. Fólk borðar því unnar kjötvörur sem árs- tíðarbundinn mat á Korsíku. Hver árstími hefur sinn svip, sitt þroskastig í bragði og áferð. Fólk sem hefur látið verksmiðjukjöt- vinnslu eyðileggja fyrir sér hangna svína- skinku eða lifrarpylsur ætti að fara í endur- hæfingu til Korsíku. Kjötvinnsla er þar jafn náttúruleg og hún ætíð var og á að vera. Þegar svínunum hefur verið slátrað taka bændurnir lærið og leggja í saltpækil í þrjár vikur og hengja það síðan upp, helst í helli þar sem er jafn hiti og rakastig kjörið. Þar hangir það í nokkra mánuði. Minni vöðvar og pylsur þurfa skemmri tíma í pæklinum og verkast fljótar í hellinum. Saltið heldur utanaðkomandi bakteríum og örverum frá kjötinu og hefur líka áhrif á hverjar af þeim örverum sem eru í kjötinu ná að umbreyta svínakjöti í skinku. Í raun er skinkugerð ekki ósvipuð vinnsla og ostagerð, þar sem mjólk er umbreytt í ost, eða brauðgerð, þar sem korni er umbreytt í brauð, með aðstoð örvera. Vottuð og viðurkennd aðferð Korsíkumenn börðust lengi fyrir því að fá upprunaviðurkenningu á þessar svínaafurð- ir, sem í Frakklandi er appellation d’origine contrôlée eða AOC. Þetta eru annars vegar staðlar sem tryggja kórrétta ræktun, verkun og vinnslu og hins vegar viðurkenning á að ekki sé hægt að framleiða tiltekna stað- bundna vöru nema á þeim stað sem vinnsla hennar mótaðist. Vottunin ver framleiðend- ur fyrir samkeppni við eftirlíkingar og ver neytendur fyrir vörusvikum. Þótt núverandi kerfi sé aðeins aldar gamalt má rekja for- sögu þess aftur til upphafs fimmtándu aldar þegar mygluostur úr sauðamjólk frá Roque- fort var verndaður með lögum í Frakklandi fyrir eftirlíkingum úr öðrum sýslum. AOC-vottorð eru gefin á vín, áfengi, osta, smjör, grænmeti, hunang og í litlum mæli á kjöt. Þegar Korsíkumenn hófu baráttu sína fyrir vottun á svínaafurðirnar voru það helst kjúklingar frá Bresse og lömbin úr saltslétt- unum við Saint Michel sem nutu verndar og vottunar. En nú hafa Korsíkumenn fengið prisuttu, lonzo og coppa skráð og vottað. Ef þið rekist á AOC stimpil á þurrskinku og yfirskriftina Jambon sec de Corse – Prisuttu eigið þið að vera viss um þarna sé sannar- lega skinka af korsísku svíni og hún unnin samkvæmt korsískum hefðum. Falskur matur og fölsk svín Og það er ekki hægt að ráðleggja fólki að kaupa aðrar svínaafurðir en vottaðar. Og varla þótt þið séuð á Korsíku. Þar er ógrynni af svínakjöti flutt til eyjarinnar til að anna sívaxandi eftirspurn túrista eftir hefð- bundnum korsískum mat; eftirspurn sem bændurnir í fjöllunum geta á engan hátt annað. Og þá svindla náttúrlega óprúttnir upp í gatið. Það er alvanalegt að svindlað sé í mat- vinnslu. Það er ekki bara MS sem gerir það með því að selja hleypt jógúrt sem íslenskt skyr. Þegar tiltekin matur kemst í tísku og eftirspurn vex um allan heim gerist tvennt. Verð á upprunalegu vörunni ríkur upp og hafin er framleiðsla á ódýrari eftirlíkingum til að mæta eftirspurn. Það eru til dæmis engar líkur á að það sem ykkur er selt sem balsamikedik frá Modena út í stórmarkaði sé í raun tólf ára edik úr Trebbiano-berjum sem hefur tekið lit sinn, áferð og bragð af því að vera flutt á milli áma eftir kúnstarinnar reglum ár eftir ár. Balsamedikið sem þið kaupið út í búð er venjulegt edik með íbættri karamellu og er allt önnur Ella en edikið sem það dregur nafn sitt af. Lítrinn af raunverulegu balsam- ikediki frá Modena kostar um 200 til 250 þúsund krónur út úr búð. Og það eru litlar Villtur heima- alinn matur Korsíka er einstök matarkista. Ekki bara fyrir hversu frjósamt fjallið í sjónum er heldur líka fyrir það hvernig heimamönnum hefur tekist að nýta villta náttúru sér til hags- bóta og matar og búa til úr henni einstaka matvöru. Útigangssvínin á Korsíku halda mikið til í vegköntum. Þar er auðveldast að nálgast matinn. Það er slík ofgnótt af honum á eyjunni að óþarfi er fyrir svínin að klöngrast langt inn í skóginn eftir magafylli. Frakkar kalla Korsíku eyjuna fögru, l’île de beauté, og ekki að ástæðulausu. Frá mildum ströndum og hvössum klettum gegnum Miðjarðarhafsmela upp eftir skógivöxnum ásum og hlíðum að snarbröttum klettum tignarlegra fjalla ósar eyjan frá sér fegurð og margbreytileika sem má svo bragða á í margvíslegum mat sem verður til á mörkum hins villta og manngerða. 32 matartíminn Helgin 1.-3. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.