Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 14
E Eyðileggingin í Nepal eftir jarðskjálftann stóra síðastliðinn laugardag er hrikaleg. Manntjónið er ógnvænlegt, þúsundir létu lífið og tugþúsundir slösuðust. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar enda fjarskiptasam
band við afskekkt þorp í lamasessi og sam
göngur gengnar úr skorðum. Gríðarlegt tjón
varð í höfuðborginni, Katmandú, fjölmörg
hús hrundu til grunna og fólk grófst und
ir rústunum. Skjálftinn er sá
versti er riðið hefur yfir Nepal
í 80 ár, en landið, við rætur Hi
malajafjalla, er á þekktu jarð
skjálftasvæði. Raunar hafa sér
fræðingar átt von á jarðskjálfta
á svæðinu og komu til fundar í
Katmandú nýverið til þess að
huga að því hvernig best væri
að búa hið þéttbýla svæði undir
stóran skjálfta. Þarna eru hús
almennt illa byggð og vanbúin
til að þola stóra jarðskjálfta. Í
nýliðnum apríl var skýrsla um hættu vegna
þéttbýlisins í Katmandú uppfærð. Þar kom
fram að vegna örrar fólksfjölgunar byggju
í búar borgarinnar við alvarlega og vaxandi
hættu vegna jarðskjálfta.
Við Íslendingar búum í landi þar sem
vænta má náttúruhamfara, jarðskjálfta, eld
gosa og flóða. Mannvirki hér eru byggð til
að standast stóra jarðskjálfta. Við eldgos
og stórflóð ræður mannlegur máttur hins
vegar ekki. Íslendingar nutu aðstoðar ann
arra þjóða og hjálparstofnana þegar eldgos
varð í Vestmannaeyjum í janúar 1973 og í
skyndingu varð að flytja alla íbúa kaupstað
arins burt. Óttast var að byggð þar eyddist
algerlega en betur fór en á horfðist í fyrstu,
þótt tjónið væri gríðarlegt. Vegna þessa,
meðal annars, getum við reynt að setja okkur
í spor íbúa í Nepal. Alþjóðlegar hjálparstofn
anir brugðust hratt við ástandinu í landinu
enda brýn þörf á bráðaaðstoð þar sem mikill
fjöldi fólks, sem misst hafði hús sín eða þorði
ekki inn í ótryggar byggingar, hafðist við á
opnum svæðum. Neyðarskýli, teppi, fatnaður,
lyf og sjúkragögn eru forgangsatriði og ekki
síst hreint vatn. Skortur á hreinlætisaðstöðu
og óhreint drykkjarvatn er ógn við líf og
heilsu fólks við þessar aðstæður. Mikilvægt
er einnig að sérhæfðar rústabjörgunarsveitir
komist sem skjótast á vettvang enda hver
mínúta dýrmæt þegar unnið er að björgun
fólks úr húsarústum.
Íslendingar brugðust skjótt við. Lands
björg íhugaði að senda sérþjálfaða rústa
björgunarsveit sína, sem meðal annars vakti
athygli við björgunarstörf í kjölfar jarðskjálft
anna á Haíti árið 2010, en fallið var frá því þar
sem björgunarsveitir frá nágrannalöndum
Nepals héldu strax á staðinn. Íslensk stjórn
völd ákváðu að senda framlag til aðstoðar og
hérlendar hjálparstofnanir, Rauði krossinn,
UNICEF og Hjálparstarf kirkjunnar koma
að hjálparstarfinu í samstarfi við alþjóðleg
ar systurstofnanir. Allar hafa þessar stofn
anir opnað söfnunarreikninga til aðstoðar
nepölsku þjóðinni og er ekki að efa að Íslend
ingar munu styrkja það starf drengilega. Þá
hafa talsmenn Rauða krossins lýst því yfir
að héðan verði sent heilbrigðisstarfsfólk og
hugsanlega sérfræðingar í áfallahjálp.
Manntjón verður ekki metið til fjár en
eignatjón í Nepal nemur milljörðum doll
ara og fyrir liggur að uppbyggingarstarf í
kjölfar hamfaranna mun taka mörg ár. Hin
harkalega reynsla nú kennir mönnun von
andi að byggja upp með tilliti til aðstæðna,
svo hús hrynji ekki eins og spilaborgir þegar
jörð skelfur. Nepal er fátækt land og eyði
leggingin er reiðarslag fyrir íbúa þess. Stórir
hlutar höfuðborgarinnar eru rústir einar og
samgöngukerfið lamað. Þjónusta við ferða
menn er helsta tekjulind landsmanna, ekki
síst fjallamennska, meðal annars þjónusta við
þá sem koma til að klífa Everest, hæsta fjall
heims, og önnur háfjöll Himalajafjallgarðs
ins. Um 800 þúsund erlendir ferðamenn sóttu
landið heim árið 2013. Hætt er við að ferða
mennskan verði fyrir alvarlegu áfalli í kjölfar
skjálftanna, enda innviðir samfélagsins úr
lagi gengnir. Það eykur á vanda Nepala. Þeir
eru því í ríkri þörf fyrir neyðaraðstoð, bráða
hjálp nú og síðar aðstoð við að byggja þjóð
félagið upp á nýjan leik. Þar getum við lagt
okkar lóð á vogarskálar.
Eyðilegging í kjölfar jarðskjálftans í Nepal
Þörf á öflugum stuðningi
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur
Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@
frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Það verður fjör á sumarhátíð Víkurverks
laugardaginn 2. maí á milli kl. 12 til 16.
VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 7720 • VIKURVERK.IS
Allir viðskiptavinir Víkurverks fá dælulykil
Atlantsolíu sem gefur 8 krónu afslátt.
Allir sem festa kaupa á nýjum eða
notum ferðavagni fá frían
dælulykil að verðmæti
10.000 krónur.
SUMARHÁTÍÐ
Ég býð öllum
uppá pulsu og kók
15%
afsláttur af
aukahlutum
14 viðhorf Helgin 1.-3. maí 2015