Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 26
KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 7 17 42 0 3/ 15 in sem ég var í og vera fölsk og asnaleg. Svo er bara fullt af fólki þarna úti sem er í heiðarlegri fýlu og vill ekki hlusta á óhresst fólk að þykjast vera hresst eða bara ró- legt fólk sem kann að meta fólk í rólegu skapi. Allavega ákvað ég að vera aldrei hressari en ég er í raun og veru. Glataðast er samt þegar ég er fengin í eitthvað því það vantar bara stelpu, eða þá að fólk heldur að ég sé til í að gera bara hvað sem er af því að ég sé svo flippuð,“ segir Saga. „Sem er alls ekki málið. Ég er mjög lítið flippuð.“ „Okkur finnst stelpur í fjölmiðlum oft vera athyglis- sjúkar á meðan strákar geta pönkast í fjölmiðlum endalaust og öllum finnst þeir bara vera sniðugir. Ég held að það sé af því að það eru færri stelpur í fjölmiðlum en strákar og þær stelpur sem rata þangað sleppa síður þaðan því það er alltaf verið að leita að stelpum. Og ef þú ert búin að sanna þig sem sniðug stelpa þá er alltaf hringt í þig en strákar þurfa aldrei að sanna sig. Það er bara alltaf verið að hringja í þá, alla í einu. Ég held að við þurfum bara að venjast því að stelpur séu sniðugar og skemmtilegar í fjölmiðlum, og helst margar í einu.“ Eins og allir sem eru mikið í sviðsljósinu eru leikarar oft flæktir í kjaftasögur og fólki finnst gaman að tala um þá sem eru áberandi. Saga hefur þó ekki orðið Gróu á Leiti að yrkisefni, en hún segir það vera vegna þess að hún sé svo mikill lúði. „Það er ekkert spennandi í kring- um mig,“ segir hún. „Ég les að vísu ekki kommentakerf- in og slíkt, því ég þori það ekki. Það getur vel verið að það séu einhverjir að tala um mig þar,“ segir Saga. „Ég var að byrja á Twitter, en ég þorði það ekki fyrr. Af sömu ástæðu og ég þorði ekki að fara á Prikið, því ég var svo hrædd um að töffararnir myndu hlæja að mér. Ég verð mjög leið ef einhverjum finnst hann knúinn til þess að setjast niður og skrifa eitthvað leiðinlegt um mig, það hefur raunveruleg áhrif á mig. Það á ekki að gera það, en ef einhver á Kópaskeri skrifar að ég sé algjör lúser – þá tárast ég. Eða vona allavega að Kópasker verði fyrst undir sjó þegar jörðin hlýnar frekar.“ Ástarorlof aðkallandi Saga og Snorri Helgason byrjuðu saman í fyrra þegar hún var búinn að fylgjast með honum í nokkurn tíma. „Ég var búin að fylgjast með honum í Vesturbæjar- lauginni og bað hann um að koma í viðtal í þættinum Ástin og leigumarkaðurinn, sem ég og Ugla Egilsdóttir erum með á Alvarpinu,“ segir Saga. „Ég ákvað að þema viðtalsins væri „við þrjú á stefnumóti“. Finnst þér ég ekki vera lúmsk,“ segir hún og glottir. „Ugla lék bara með og við fengum hann til að roðna smá og ég held að hann hafi fattað þetta. En sem betur fer fannst honum ég ekki hallærisleg. Það er svo gaman að vera skotin í einhverjum sem er frábær,“ segir Saga. „Það er algjör lúxus. Við erum eiginlega bara nýbyrjuð saman og allt er frábært, svo það er ekkert gam- an að spyrja mig frekar út í það,“ segir hún. „Þú gætir sagt mér að hann væri einræðisherra og borðaði KFC og ég væri samt bara eitthvað; „enn hvað hann er snið- ugur“. Mér finnst að ástfangin pör, sem eru nýbyrjuð saman, eigi að fá svona ástarorlof í eitt og hálft ár,“ segir Saga. „Þau eiga ekki að þurfa að vinna neitt. Eiga bara að vera á launum hjá ríkinu við að vera í sleik uppi í rúmi og horfa á Woody Allen myndir og kynnast hvort öðru. Því á þessum tíma vill maður ekki gera neitt annað,“ segir hún. „Það er erfitt að fara fram úr á morgnana og svo yrði allt betra ef fólk fengi tíma til þess að elska.“ Einhyrningar fyrir utan Vesturbæinn Saga er alin upp í Vesturbænum og segist vera hinn dæmigerði vesturbæjarhipster sem er ekki með bílpróf. Hún ætlaði alltaf að verða leikkona en var gríðarlega mikið í íþróttum sem krakki. Einn af draumunum var að verða jarðeðlisfræðingur. „Það var svona plan B ef ég kæmist ekki inn í leiklist. Ég ætlaði að verða skemmtilegasti jarðeðlisfræðingur í heimi. Fannst það raunhæft markmið, enda eru jarð- eðlisfræðingar ekki þekktir fyrir að vera skemmtilegir. Ég byggi þá fullyrðingu samt ekki á neinum haldbærum rannsóknum – bara beinhörðum fordómum í garð raun- greinafólks,“ segir Saga. Eru Vesturbæingar ekki haldnir einhverskonar hverfa­ snobbi? „Fordómar mínir gagnvart úthverfunum eru allir komnir af fáfræði því ég er ekki með bílpróf,“ segir Saga. „Ég fer ekkert mikið út fyrir Vesturbæinn. Ég ímynda mér samt að það sé mjög gott fólk hinu megin við Kringl- una og jafnvel einhyrningar. Æ, ég er svo hrædd um að ég sé ég vandræðaleg klisja af hipster,“ segir Saga. Er hipsterinn samt ekki orðinn svo venjulegur? „Ég var að hugsa það um daginn hvað ég væri með ófókuseraðan stíl, ég var sko ekki í neinu samstæðu og með plastpoka með sólgleraugum og avokadó, sem var „borderline“ útigang- slegt,“ segir Saga. „Ég komst svo að því að ég væri kannski einhverskonar Hip-Hop hippi. Það er minn versti galli, hvað ég er ófókuseruð, og þá aðallega í daglegu lífi. Ég mætti vera hégómlegri og kaupa mér fleiri föt í einhverjum einum stíl. Það eru ákveðnir hlutir sem mér er rosalega mikið sama um. Til dæmis föt og tíska og heimili. Ég er ótrúlega mikil subba og lítið heimilisleg. Ég hef aldrei skúrað og finnst leiðinlegt að vaska upp og skil ekki sápu. En ég er góð að mæta í vinnu og í að fá þráhyggju fyrir því sem mér finnst skemmtilegt. Ég get ekki ræktað eitthvað sem ég hef ekki áhuga á,“ segir Saga Garðarsdóttir leikkona og grínisti. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Mér finnst að ástfangin pör, sem eru nýbyrjuð saman, eigi að fá ástarorlof í svona eitt og hálft ár. 26 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.