Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 21
VILTU STARFA AÐ HEILSU OG VELLÍÐAN
Í BLÁA LÓNINU LÆKNINGALIND?
ÞJÓNUSTUSTJÓRAR
Við leitum að sterkum leiðtogum með ríka þjónustulund og góða
samskipta- og samstarfshæfileika. Hlutverk þeirra er að leiða
dagleg störf í Lækningalind með það að markmiði að hámarka
jákvæða upplifun gesta. Þjónustustjórar stýra vaktinni m.a. með
tilliti til mönnunar, frammistöðu starfsmanna, eftirfylgni verkferla og
öryggismála.
Hæfniskröfur
• Sterk leiðtogahæfni
• Rík þjónustulund
• Góð samskipta- og samstarfshæfni
• Reynsla af stjórnunarstörfum og ferðaþjónustu
• Góð almenn tölvuþekking, þekking á hótelbókunarkerfum
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Stúdentspróf er skilyrði og háskólamenntun er kostur
Bláa Lónið leitar eftir einstaklingum með áhuga á heilsu og vellíðan sem vilja starfa í einstöku umhverfi
Bláa Lónsins Lækningalindar. Störfin eru vaktavinnustörf.
Framkvæmdir við stækkun hótelhluta Lækningalindar standa nú yfir og á næstu mánuðum verða
35 fallega hönnuð herbergi í boði. Gestir Lækningalindar hafa aðgang að sér lóni, áhersla er á
heilsusamlegt fæði og heilsutengda afþreyingu. Lækningalindin er staðsett í einungis 10 mínútna
göngufjarlægð frá Bláa Lóninu.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þorbjörg Jónsdóttir, rekstrarstjóri
Lækningalindar, og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir, sérfræðingur á
mannauðs sviði, í síma 420-8800.
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2015. Umsækjendur eru
beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins
www.bluelagoon.is/atvinna.
Hjá Bláa Lóninu starfar samhentur hópur starfsfólk með breiðan bakgrunn.
Bláa Lónið var valið eitt af 25 undrum veraldar af National Geographic.
GESTGJAFAR Á LÓNSSVÆÐI LÆKNINGALINDAR
Hlutverk gestgjafa er að hámarka jákvæða upplifun gesta. Þeir
leiðbeina gestum á lónssvæði, tryggja öryggi gesta, bjóða
veitingar og halda klefum og lónssvæði snyrtilegu. Við leitum
bæði að körlum og konum með jákvætt viðhorf og framúrskarandi
þjónustulund.
Hæfniskröfur
• Þjónustulund og jákvæðni
• Góð samskipta- og samstarfshæfni
• Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
• Samviskusemi og sterk öryggisvitund
• Góð enskukunnátta
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun