Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 62
62 matur & vín Helgin 1.-3. maí 2015 Dómnefndin sem mun velja besta brennivínskokteilinn í Tjarnarbíói á þriðjudagskvöld. Ási á Slippbarnum, Óli Óla, Valli í Borg og Margrét Grétars.  KoKteilar Spennandi Keppni í tjarnarbíó á þriðjudagSKvöld Besti brennivínskokteillinn 2015 Íslandsmeistarakeppnin í brennivínskokteilum fer fram í Tjarnarbíói á þriðjudags- kvöld. Í keppninni verða tíu kokteilar sem komust í gegnum umsóknarferli og dómnefnd taldi álitlegasta. Allir eiga kokteilarnir það sameiginlegt að Íslenskt brennivín er í aðalhlutverki í bragði drykkjarins. Kokteilamenningin hefur verið á uppleið hér á landi að undanförnu og það er ekki síst að þakka Ása á Slippbarn- um, Ásgeiri Má Björnssyni, sem hefur verið duglegur að boða fagnaðarerindið, nú síðast með Reykjavík Bar Summit. Ási situr í dómnefnd keppninnar ásamt Ólafi Erni Ólafssyni veitingamanni, Valgeiri Valgeirssyni brugg- meistara í Borg brugghúsi og Margréti Grétarsdóttur, framleiðanda og áhugabrugg- ara. Sigurvegarinn hlýtur að launum ferð á Tales of the Cocktail í New Orleans 15.- 19. júlí, sem er ein stærsta kokteilahátíð heims. Keppnin er opin öllum sem náð hafa tilskyldum aldri meðan hús- rúm leyfir. Íslenska brennivínið er 80 ára um þessar mundir og er þessi keppni liður í afmæl- ishátíðinni. Íslenska ríkið hóf framleiðslu á Brennivíni 1935 við afléttingu banns við sölu á sterku áfengi sem þá hafði gilt frá 1915. Síðan þá hefur það orðið að einu þekktasta vörumerki Íslandssögunnar.  veitingaStaðir bjórgarðurinn verður opnaður 1. júní við Höfðatorg Í Bjórgarðinum verður hægt að fá sérgerðar pylsur og gott úrval af handverksbjór. Sérhæfa sig í að para mat og bjór Bjórmenning Íslendinga er sífellt að batna og nú getum við státað okkur af þremur börum í miðborg Reykjavíkur sem sérhæfa sig í handverksbjór. Hinn 1. júní bætist enn í flóruna þegar Bjórgarðurinn verður opnaður við Höfðatorg. Þar verður fjölbreytt úrval af úrvalsbjór og mat sem passar við, svo sem sérgerðar pylsur frá Pylsumeistaranum. þ etta verður fyrsti staðurinn á Íslandi sem sérhæfir sig í að para mat og bjór enda teljum við að bjór upphefji allar máltíðir,“ segir Loftur Hilmar Loftsson sem undir- býr opnun Bjórgarðsins á Fosshót- eli Reykjavík við Höfðatorg. Bjórgarðurinn verður opnaður 1. júní næstkomandi og þar verður til að mynda boðið upp sérgerðar pylsur frá Pylsumeistaranum, mar- íneruð rif og fisk og franskar að enskum sið. „Við höfum lagt mikla áherslu á Pylsubarinn okkar þar sem hægt verður að fá bragðmikl- ar pylsur með spennandi meðlæti. Að sjálfsögðu verður svo líka hægt að velja Bulsur, íslensku grænmet- ispylsurnar,“ segir Loftur. Matnum getur fólk svo skolað niður með úrvalsbjór sem kemur úr ýmsum áttum; til að mynda frá Brewdog og Borg brugghúsi. „Við verðum með fjölbreytt úrval af bjór og mikið af árstíðarbundnum bjórum,“ segir Loftur. Fosshótel Reykjavík verður stærsta hótel landsins og það besta, að sögn Lofts. „Þetta eru einhverjir 17 þúsund fermetrar en við fáum þó bara lítið horn til að leika okkur í. Svo verður hægt að tylla sér út líka. Bjórgarðurinn verður 120 manna lifandi og hress bjórstaður. Ég er einmitt að vinna í því að búa til húsband og við verð- um með lifandi tónlist um helgar.“ Íslendingar sýna því nú aukinn áhuga að vanda valið þegar kemur að því að kaupa sér bjór. Þetta sést best á því að þrír barir eru nú í miðborg Reykjavíkur sem sérhæfa sig í handverksbjórum (e. craft beer). Microbar var opnaður árið 2012 en á síðustu mánuðum hafa Skúli og Mikkeller & Friends bæst við. Með tilkomu Bjórgarðsins bætist enn í flóruna. „Við Íslend- ingar þurfum alltaf að gera allt á sterum,“ segir Loftur þegar hann er spurður um þessa þróun. Loftur hefur starfað í veitinga- bransanum í um tvo áratugi á stöð- um á borð við Café Oliver og Hótel Búðir. Síðustu tvö ár hefur hann starfað á Fosshótel Vestfirðir. „Ég legg mikla áherslu á þjálfun starfsfólks og við verðum með bjórráðgjafa á staðnum. Þannig að ef þú ert með spurningar um bjórinn eða vantar ráðleggingar við matarpörun geturðu leitað til fagmanns. Það getur nefnilega verið gott að fá hjálp við að finna þinn bjórstíl. Þú ert kannski alltaf að heyra um IPA-bjór og heldur að það sé besti bjórinn en kannski viltu helst af öllu villigerjaðan belgískan bjór. Okkar markmið er að kitla skynfæri og bragðlaukana hjá gestum svo þeim finnist að þeir verði að koma aftur.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Loftur Hilmar Lofts- son er rekstrarstjóri Bjórgarðsins sem opnaður verður á Höfðatorgi í byrjun júní. Ljósmynd/Hari Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is 00000 Aldrei fleiri vötn! - Kynning á leikmönnum meistaraflokka Breiðabliks - Ljúffengar veitingar - Tónlistarveisla - Veislustjóri: Jói Ben Nánar á breidablik.is Húsið opnar kl. 19. Miðasala í Smáranum - Miðaverð aðeins 5.000 kr. 18 ára aldurstakmark. Hægt er að panta miða á netfanginu sigurdur@breidablik.is VORHÁTÍÐ BREIÐABLIKS VERÐUR 2. MAÍ Í SMÁRANUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.