Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 16
Ég hafði farið með pabba á nokkrar skákirnar og sá að Bobby Fischer var greinilega miklu betri skákmaður en ég. É g hafði engin sérstök fram-tíðarplön þegar ég var drengur. Það var helst að mig langaði að verða atvinnumað- ur í knattspyrnu en það var nú aldrei raunhæfur möguleiki,“ segir Jón Atli Benediktsson, nýkjörinn rektor Há- skóla Íslands. „Ég er fæddur og uppal- inn í Reykjavík, pabbi kenndi við Stýri- mannaskólann og við bjuggum í næsta nágrenni hans. Ég spilaði fótbolta á gamla Fram-vellinum og eignaðist marga góða vini í Fram. Enn þann dag í dag er ég mikill áhugamaður um enska boltann og þar er Manchester City mitt lið. Ég náði ekki að fylgjast nógu mikið með þeim í kosninga- baráttunni en nú get ég aftur farið að horfa á leiki og þá fer þeim vonandi að ganga betur,“ segir hann kómískur. Jón Atli hóf störf sem lektor í raf- magns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands árið 1991 en fékk prófessors- starf 1996. Samhliða prófessorsstarf- inu hefur hann starfað sem aðstoðar- rektor vísinda og kennslu við Há skóla Íslands frá árinu 2009 en hann tekur við embætti rektors af Kristínu Ing- ólfsdóttur þann 1. júlí. Hann lauk doktorsgráðu í rafmagnsverkfræði frá Purdue-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1990 og segir sjálfur að helstu áhugsvið sín í rannsóknum séu „fjar- könnun, greining lífeðlisfræðilegra merkja, mynsturgreining, gagna- bræðsla, myndvinnsla og merkja- fræði,“ eins lýsandi og það nú er fyrir hinn almenna borgara. Jón Atli tekur á móti mér á skrif- stofu sinni í aðalbyggingu háskólans og af sérsviði hans að dæma þykir mér beinast við að spyrja hann: Ertu nörd? Hann hlær við. „Nei, ég lít alls ekki á mig sem nörd. Ég var kannski stærð- fræðinörd í menntaskóla þar sem ég var á eðlisfræðideild1 en þar var hvað mesta eðlisfræðin og stærðfræðin. Ég hef áhuga á fræðum en þess utan hef ég áhuga á ymsu öðru. Ég hef gaman af fólki, vil hlusta á fólk og vinna með því.“ Sat fyrir Fischer á hótelinu Í stuttu viðtali Fréttatímans við Jón Atla fyrir rektorskjörið ljóstraði hann því upp að hann væri mikill áhuga- maður um rokk- og pönktónlist og hefði á sínum tíma, í félagi við Kolbein Árnason, tekið viðtal við sjálfan Frank Zappa fyrir útvarpsþátt á Rás 2 árið 1992. Þetta var þó ekki fyrsta viðtalið sem hann tók því aðeins 12 ára gamall tók hann ásamt vini sínum viðtal við engan annan en bandaríska skák- meistarann Bobby Fischer þegar hann kom hingað til lands árið 1972 vegna úrslitaviðureignarinnar um heims- meistaratitilinn í skák við sovéska heimsmeistarann Boris Spassky en einvígi þeirra fór fram í Laugardalshöll og vakti heimsathygli. Skólafélagi Jóns Atla á þeim tíma, Jón Magnússon, sem í dag er betur þekktur sem trúbadorinn Jojo, stakk upp á því að þeir félagarnir tækju viðtal við Fischer en lífvörður hans – Sæmundur Pálsson – var tengdur Jóni Magnússyni. „Við höfðum því greiðan aðgang að Fischer og fengum að bíða eftir honum á ganginum á Hótel Loftleiðum þar sem hann gisti, en hót- elið heitir nú Hótel Reykjavík Natura. Jón hafði mikla trú á skákhæfileikum mínum, lagði til að ég myndi síðan taka eina skák við Bobby og var hand- viss um að ég myndi vinna. Mér tókst hins vegar að koma í veg fyrir það því ég hafði farið með pabba á nokkrar skákirnar og sá að Bobby Fischer var greinilega miklu betri skákmaður en ég,“ segir Jón Atli og skellir upp úr þrátt fyrir að reyna að halda andliti. „Bobby Fischer hafði þarna orð á sér fyrir að vera erfiður í samskiptum en hann var afskaplega indæll við okkur og ég á fjölda eiginhandaráritana frá honum þar sem stendur: „To Jon“. Þetta viðtal var hins vegar bara tekið til gamans fyrir okkur strákana og ég á það ekki lengur.“ Bjartsýnn á fjármögnun Kjörtímabil rektors Háskóla Íslands er fimm ár og felast fyrstu verkefni Jóns Atla, sem nýs rektors, í að leggja drög að stefnumótun þessa tímabils. „Nýlega fór fram úttekt á háskólanum og við fáum niðurstöðurnar í hend- urnar í maí og margs konar sjálfsmat hefur farið fram innan eininga skólans þannig að það er ýmislegt sem liggur fyrir og hægt verður að styðjast við. Mikilvægt er að þessi stefnumótun verði gerð í víðtæku samráði við starfs- fólk og stúdenta.“ Hann bendir á að nýtt stjórnskipulag skólans hafi verið tekið upp árið 2008 en þá var skólan- um jafnframt skipt upp í fimm fræða- svið. Það hafi heilt yfir tekist vel til en þó ýmislegt sem megi auðvitað betur fara. Stóra málið sé síðan fjármögnun skólans til framtíðar. „Varðandi gæði starfsins stendur skólinn ágætlega og samkvæmt listan- um „Times Higher Education World University“erum við í 271. sæti af 1700 skólum í heiminum. Það finnst mér vera frábær árangur í ljósi aðstæðna. Nemendur úr skólanum standa vel að vígi meðal annars þegar þeir fara héðan í nám erlendis. Rannsóknar- starfið í háskólanum er mjög öflugt. Ef við berum okkur saman við Norður- löndin þá erum við hins vegar hálf- drættingur þegar kemur að fjármögn- un á hvern nemanda og aðbúnaður og aðstaða til kennslu og rannsókna kemur illa út í samanburði. Þó svo að við komum vel út á þessum lista er ýmislegt sem bendir til þess að skól- inn geti ekki haldið stöðu sinni nema að hann fá aukið fjármagn,“ segir Jón Atli en hann er bjartsýnn á að fá það fjármagn sem til þarf og vísar til þess að á aldarafmæli skólans, árið 2011, hafi ríkisstjórn og Alþingi stofnað sér- stakan Aldarafmælissjóð til að efla háskólastarfið. Eitt af markmiðum Aldarafmælissjóðs er að framlög á hvern nemanda nái meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 og meðaltali Norð- urlanda árið 2020. Gert er ráð fyrir að ríkið komi með tvo þriðju en háskól- inn afli þess sem upp á vantar með Ég er ekki nörd Jón Atli Benediktsson tekur við sem rektor Háskóla Íslands í sumar. Sem ungan dreng langaði hann helst að verða atvinnumaður í knattspyrnu og heldur hann enn með Manchester City í enska boltanum. Hann hefur tekið tvö viðtöl um ævina, annað var við rokkarann Frank Zappa en hitt tók Jón Atli aðeins tólf ára gamall, við Bobby Fischer þegar hann kom hingað til lands vegna „einvígisins mikla“. Jón Atli er mikill plötusafnari, á þúsundir platna og þakkar eiginkonunni fyrir að fá að geyma þær allar á heimilinu. Hann er einn afkastamesti fræðimaður Háskóla Íslands og er höfundur að þremur einkaleyfum, þar ef einu með NASA. sjálfsaflafé „Þetta var á sínum tíma gert í mikilli pólitískri sátt og núverandi ríkis- stjórn hefur þetta líka á sinni stefnuskrá þannig að ég vona að við þessi fyrirheit verði staðið,“ segir hann. Sendi pabba óskalög sjómanna Jón Atli kynntist eiginkonu sinni, Stef- aníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðingi, þegar þau voru saman í Menntaskól- anum í Reykjavík. Þau voru þar í stjórn Framtíðarinnar, málfundarfélags skól- ans, og tóku saman þátt í ræðukeppnum. Þau eiga synina Benedikt Atla, 23 ára nemanda í rafmagns- og tölvunarverk- fræði við HÍ, og Friðrik, 11 ára nemanda í Melaskóla. „Við Stefanía búin að vera saman síðan 1980. Við erum mjög góðir vinir, höfum gaman af því að spjalla um heima og geima, og njótum þess að vera saman.“ Jón Atli er stórtækur plötusafn- ari, hann segist ekki vilja telja plöturnar sínar en veit að þær nema þúsundum. Hann viðurkennir að allar þessar plötur taki sitt pláss á heimilinu en Stefanía sýni því skilning. „Hún hefur ekki sama áhuga á tónlist en hún hefur sagt að henni fyndist þetta spennandi áhugamál hjá mér,“ segir hann. Tónlistaráhuginn vaknaði snemma Plötusafnið er stórt og tekur pláss á heimilinu en eiginkona Jóns Atla, Stefanía Óskarsdóttir, sýnir því skilning. Framhald á næstu opnu Jón Atli Benediktsson, nýkjörinn háskólarektor. Meðal fyrstu verkefna hans verður stefnumótun fyrir næstu fimm árin en hún verður gerð í víð- tæku samráði við starfs- fólk skólans og stúdenta. Ljósmyndir/Hari 16 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.