Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 58
58 heilsa Helgin 1.-3. maí 2015
Góð ráð fyrir byrjendur
M ikilvægast er að vera með góða hlaupaskó með góðri dempun. Það er grunnurinn að því að
lenda ekki í meiðslavandræðum þeg-
ar farið er út að hlaupa,“ segir Torfi H.
Leifsson, en hann hefur hlaupið í 25 ár
og heldur úti vefsíðunni hlaup.is. „Þegar
maður er að velja sér skó getur verið gott
að fara í hlaupagreiningu til að sjá hvaða
skór henta best. Hlaupalagið hjá okkur er
mismunandi og gott að vita hvernig skór
henta, skór með innanfótarstuðningi, skór
án stuðnings eða jafnvel hækkun undir
hælinn. En hlaupagreiningin er alls ekk-
ert skilyrði. Aðalmálið er að velja sér góða
hlaupaskó.“
Blanda hlaupi og göngu til að byrja
með
Torfi segir skipta mjög miklu máli að byrj-
endur fari ekki of geyst af stað. „Mistök-
in sem margir gera er að hlaupa af stað
og taka 5-10 km í einni lotu en þá á fólk á
hættu að lenda í vandræðum, annaðhvort
meiðslum eða þá gefast fljótlega upp. Gald-
urinn er að blanda saman hlaupi og göngu
til að byrja með. Ástæðan fyrir því er sú
að þetta er ný hreyfing fyrir líkamann og
hann ekki vanur svona álagi. Það þarf því
að aðlaga stoðkerfi líkamans að hreyfing-
unni hægt og rólega. Gott er byrja á því
að hreyfa sig 3-4 sinnum í viku, hálftíma
í senn þar sem blandað er saman hlaupi
og göngu. Eftir 10 vikur ættir þú að vera
komin upp í það að geta hlaupið samfellt í
30 mínútur, ca. 4 – 5 km, án þess að ganga
nokkuð. Hraðinn á hlaupakaflanum í þess-
ari æfingaáætlun á að vera þannig að hægt
sé að spjalla við hlaupafélagann, þetta er
alls ekkert spretthlaup.“
Markmið eru mikilvæg
„Á meðan að fólk er að fikra sig áfram er
hægt að nota gamla íþróttaboli eða aðra
boli sem maður á. Oft eru það bómullar-
bolir en þægilegra er að vera í efni sem
andar. En þú finnur með tímanum hvaða
föt henta þér best og smátt og smátt
byggir þú upp styrk og þol,“ segir Torfi
en ítrekar að dýrar græjur séu ekki það
sem skipti máli til að byrja með. „Það
sem er svo frábært við þessa íþrótt er að
þú þarft í raun ekkert nema skóna og svo
er hægt að hlaupa hvar sem er og hve-
nær sem er. Það þarf bara tíma og áhuga.
Og svo er mjög mikilvægt að setja sér
markmið, hvort sem það er að taka þátt í
hlaupum, grenna sig eða byggja upp þol
og styrkja sig.“
Góðir skór og viljastyrkur er það eina sem þarf til að byrja að hlaupa. Best er að setja sér ein-
hvers konar markmið og fara svo bara rólega af stað. Hlaup er hægt að stunda alls staðar og
hvenær sem er en nú þegar sumarið er komið, samkvæmt dagatalinu, er kjörið að drífa sig af
stað.
Torfi H. Leifsson hefur
haldið fjölmörg hlaupa-
námskeið og heldur úti
vefsíðunni hlaup.is
Nú þegar sumarið er
komið, samkvæmt daga-
talinu, er loksins hægt
að hreyfa sig utandyra.
Mynd/Getty
F immtudaginn 14. maí næst-komandi verður Heilsu-meistaraskól inn með
heilsudag milli klukkan 13-17.
Lilja Oddsdóttir og Gitte Lassen,
skólastjórar Heilsumeistarskól-
ans, munu kynna nám í náttúru-
lækningum. Um er að ræða upp-
byggjandi og fræðandi efni sem
kennt er í lotum á þremur árum.
Heilsumeistarar verða á staðn-
um og kynna störf sín. Þeirra á
meðal er Ásgerður Jónsdóttir, en
hún verður með fyrirlestur um
10 hollráð við vefjagigt. Heilsu-
meistaranemar munu bjóða upp
á viðtöl og heilsuráðgjöf.
Nánari upplýsingar má nálg-
ast hjá Heilsumeistaraskólan-
um, Vegmúla 2 og á heimasíðu
skólans: www.heilsumeistara-
skolinn.com. Einnig má senda
fyrirspurnir á hms@heilsumeist-
araskolinn.com.
Unnið í samstarfi við
Heilsumeistaraskólann
Heilsudagur í
Heilsumeistara-
skólanum
Kynning á námi í
náttúrulækningum og
störfum heilsumeistara.
Heilsumeist-
arar verða
með seið-
konuhorn og
bjóða meðal
annars upp á:
n Íslenskt
heiðaseiði
sem færir þér
taumlausa
hamingju
n Handayfir-
lagningu sem
fær þig til að
vilja liggja á
bekknum til
næsta dags.
n Harðgresis-
hristing sem
gefur þér kraft
til að stökkva
inn í sumarið.
Baileys-terta
sími: 588 8998
rósaterta með
Frönsku Banana-smjörkremi
kökur og kruðerí
að hætti jóa Fel
Gulrótarterta
Broskallar