Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 10
Með Ferðapakka Símans er miklu ódýrara að nota símann þegar þú ert í útlöndum.
Farðu til Bandaríkjanna eða Evrópu* og þú borgar alls staðar sama gjaldið.
Þú getur nýtt þér Ferðapakkann hvort sem þú ert í áskrift eða Frelsi.
Sendu SMS-ið „ferdapakki“ í 1900 og stökktu af stað
siminn.is
Þú greiðir sama gjald í Bandaríkjunum og Evrópu
*Ferðapakkinn gildir innan EES
Upplifðu Frelsi með
Ferðapakkanum
Í Nepal ríkir nú þjóðarsorg vegna jarðskjálftans sem skók landið þann 25. apríl síðastliðinn. Tala
látinna er komin yfir 5500 manns
en forsætisráðherra landsins,
Sushil Koirala, sagði í vikunni að
mannfall yrði líklega nær 10.000.
Þúsundir eru særðir og tugir þús-
unda eru heimilislausir. Algjört
neyðarástand ríkir á svæðinu en
alþjóðasamfélagið hefur sent bæði
peninga, hjálpargögn og hjálpar-
starfsmenn þangað síðustu daga.
Bæði nepalski herinn og alþjóðleg-
ir hjálparstarfsmenn hafa lýst yfir
áhyggjum af munaðarlausum börn-
um og yfirfullum neyðarskýlum þar
sem hvorki er aðgangur að hreinu
vatni né hreinlætisaðstöðu.
Jarðskjálftinn kom einnig af stað
snjóflóði á Everestfjalli þar sem 19
manns létust og öðru snjóflóði í
Langtandalnum þar sem 250 manns
er nú saknað.
Skjálftinn var 7,9 á Richter og
því sá öflugasti í Nepal í langan
tíma en landið liggur á einu mesta
jarðskjálftasvæði heims. Reglu-
lega skekja skjálftar landið en á
um það bil 70 ára fresti verða þar
mjög stórir skjálftar, sá síðasti
árið 1934 en þá létust um 10.000
manns. Jarðfræðingar og aðrir
sérfræðingar hafa í mörg ár var-
að við næsta skjálfta og bent á að
landið sé viðkvæmt og illa búið
undir stóran skjálfta vegna mjög
þéttbýlla borga þar sem langflestir
búi í húsum sem geti alls ekki tek-
ið við skjálfta.
M
ik
il
Hættulegustu
jarðskjálftasvæði í heimi
Þjóðarsorg í Nepal
Nepal stendur á einu
virkasta jarðskjálfta-
svæði heims. Kat-
mandú hefur um ára-
bil verið í fyrsta sæti
alþjóðlegu vísinda-
stofnunarinnar Geo-
Hazards International
yfir þær borgir sem
geta hvað verst tekið
við skjálftum. Næstu
borgir á listanum
eru Istanbúl, Dehlí
og Quito í Ekvador.
Stórborgir á borð við
San Fransisco, sem
eru á vesturströnd
Bandaríkjanna, eru
betur undir hamfarir
búnar en þéttbýlar og
fátækar borgir í Asíu
og Suður-Ameríku.
H
æ
tt
us
ti
g
M
in
ni
10 fréttir Helgin 1.-3. maí 2015