Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 76
Í takt við tÍmann Helgi Sæmundur guðmundSSon
Borðar 4-5 egg á dag
Helgi Sæmundur Guðmundsson er 28 ára rappari og taktsmiður í hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem gefur út
aðra plötu sína á næstunni. Helgi gerði lagið Fyrirliði með Blaz Roca á dögunum og hefur auk þess rappað
með Gísla Pálma og gert lög með Emmsjé Gauta. Utan tónlistarinnar les hann ferðamálafræði í Háskóla
Íslands, spilar körfubolta og undirbýr mánaðarferð til Afríku í sumar.
Staðalbúnaður
Ég þoli ekki að kaupa föt og fatastíllinn getur
því verið frekar einhæfur. Ég fór alltaf í Nol-
and í Kringlunni og keypti mér Supra skó
og KR3w buxur og svo geng ég venjulega í
hvítum bol við og leðurjakka yfir. Eftir að
Noland lokaði vantar mig að tengja við
einhverja aðra búð.
Hugbúnaður
Ég er rosalega mikið í skólanum á
daginn og núna er ég í prófum. Svo
æfi ég í World Class og spila körfu-
bolta nokkrum sinnum í viku. Á
sumrin spila ég körfubolta á Mikla-
túni. Ef ég er ekki að spila um
helgar fer ég mikið í fjallgöngur,
það gefur manni færi á að hugleiða
og heldur manni „streit“. Ég djamma
líka stundum og fer þá vanalega á
Prikið eða Dollý, þar eru vinaleg and-
lit. Besti drykkurinn er dökkur, ósíaður
Kaldi á Kaldabar. Ég horfi á Walking
Dead og Game of Thrones með kærustunni
minni og ef ég er búinn að drekka nóg kaffi
þá horfi ég á NBA á nóttunni.
Vélbúnaður
Ég var að kaupa iPhone 6+ sem er æðislegur og
er með Macbook Pro og svo Mac Pro í stúdíóinu. Ég hef
prófað öðruvísi síma og tölvur en ég held ekki að ég gæti
farið til baka. Ég er á Twitter og þessu öllu saman; Facebo-
ok, Instagram, Snapchat, Soundcloud... Twitter er rosalega
heitt núna, það er óritskoðað og betur mannað. Maður er
hrárri á Twitter en Facebook og þar er mikið í gangi sem er
ekki alveg að virka á Facebook.
Aukabúnaður
Ég elda alveg helling sko. Ég er rosa mikil kjötæta sem
útskýrir kannski líkamsástand mitt. Ég borða mikið af
nautakjöti og næ einhvern veginn alltaf að koma eggjum
inn í það sem ég elda. Ég borða örugglega 4-5 egg á dag.
Svo reyni ég líka að borða grænmeti eins og brokkólí og
spínat og tek lýsi á morgnana. Það besta sem ég fæ er
grillað kjöt og það er alltaf best fyrir norðan. Annars fer ég
mikið á Saffran, hamborgari á Prikinu er ógeðslega næs
og ég hata ekki Megavikur. Ég keyri um á Subaru Impreza
og hann er eiginlega alveg búinn á því, greyið. Hann er
keyrður 300 þúsund kílómetra og það eru farin að heyrast
allskonar hljóð í honum. En hann kemur mér enn á milli
staða og er reyndar ógeðslega góður á veturna. Eftir út-
skrift langar mig að eignast jeppa og verða leiðsögumaður.
Ég er með blauta drauma um verða tanaður leiðsögumaður
á jeppa. Í sumar er ég að fara til Afríku. Ég er að fara með
kærustunni minn en skyldmenni hennar er að fara að gifta
sig í þorpi í Kenía. Við verðum í heimagistingu í einhverjar
nætur en förum svo til Tansaníu og Sansibar og verðum að
ferðast og fíflast í mánuð.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
kolaportiðkolaportið
Opið í dag 1. maí
og um helgina
frá 11-17
Næg bílastæði undir
Seðlabankanum
og Hörpu
76 dægurmál Helgin 1.-3. maí 2015