Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 76
 Í takt við tÍmann Helgi Sæmundur guðmundSSon Borðar 4-5 egg á dag Helgi Sæmundur Guðmundsson er 28 ára rappari og taktsmiður í hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem gefur út aðra plötu sína á næstunni. Helgi gerði lagið Fyrirliði með Blaz Roca á dögunum og hefur auk þess rappað með Gísla Pálma og gert lög með Emmsjé Gauta. Utan tónlistarinnar les hann ferðamálafræði í Háskóla Íslands, spilar körfubolta og undirbýr mánaðarferð til Afríku í sumar. Staðalbúnaður Ég þoli ekki að kaupa föt og fatastíllinn getur því verið frekar einhæfur. Ég fór alltaf í Nol- and í Kringlunni og keypti mér Supra skó og KR3w buxur og svo geng ég venjulega í hvítum bol við og leðurjakka yfir. Eftir að Noland lokaði vantar mig að tengja við einhverja aðra búð. Hugbúnaður Ég er rosalega mikið í skólanum á daginn og núna er ég í prófum. Svo æfi ég í World Class og spila körfu- bolta nokkrum sinnum í viku. Á sumrin spila ég körfubolta á Mikla- túni. Ef ég er ekki að spila um helgar fer ég mikið í fjallgöngur, það gefur manni færi á að hugleiða og heldur manni „streit“. Ég djamma líka stundum og fer þá vanalega á Prikið eða Dollý, þar eru vinaleg and- lit. Besti drykkurinn er dökkur, ósíaður Kaldi á Kaldabar. Ég horfi á Walking Dead og Game of Thrones með kærustunni minni og ef ég er búinn að drekka nóg kaffi þá horfi ég á NBA á nóttunni. Vélbúnaður Ég var að kaupa iPhone 6+ sem er æðislegur og er með Macbook Pro og svo Mac Pro í stúdíóinu. Ég hef prófað öðruvísi síma og tölvur en ég held ekki að ég gæti farið til baka. Ég er á Twitter og þessu öllu saman; Facebo- ok, Instagram, Snapchat, Soundcloud... Twitter er rosalega heitt núna, það er óritskoðað og betur mannað. Maður er hrárri á Twitter en Facebook og þar er mikið í gangi sem er ekki alveg að virka á Facebook. Aukabúnaður Ég elda alveg helling sko. Ég er rosa mikil kjötæta sem útskýrir kannski líkamsástand mitt. Ég borða mikið af nautakjöti og næ einhvern veginn alltaf að koma eggjum inn í það sem ég elda. Ég borða örugglega 4-5 egg á dag. Svo reyni ég líka að borða grænmeti eins og brokkólí og spínat og tek lýsi á morgnana. Það besta sem ég fæ er grillað kjöt og það er alltaf best fyrir norðan. Annars fer ég mikið á Saffran, hamborgari á Prikinu er ógeðslega næs og ég hata ekki Megavikur. Ég keyri um á Subaru Impreza og hann er eiginlega alveg búinn á því, greyið. Hann er keyrður 300 þúsund kílómetra og það eru farin að heyrast allskonar hljóð í honum. En hann kemur mér enn á milli staða og er reyndar ógeðslega góður á veturna. Eftir út- skrift langar mig að eignast jeppa og verða leiðsögumaður. Ég er með blauta drauma um verða tanaður leiðsögumaður á jeppa. Í sumar er ég að fara til Afríku. Ég er að fara með kærustunni minn en skyldmenni hennar er að fara að gifta sig í þorpi í Kenía. Við verðum í heimagistingu í einhverjar nætur en förum svo til Tansaníu og Sansibar og verðum að ferðast og fíflast í mánuð. Lj ós m yn d/ H ar i kolaportiðkolaportið Opið í dag 1. maí og um helgina frá 11-17 Næg bílastæði undir Seðlabankanum og Hörpu 76 dægurmál Helgin 1.-3. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.