Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 24
sögðu er þetta ástarsaga tveggja ástfanginna karlmanna, eins og allar íslenskar kvikmyndir þennan áratuginn. Ég held að þessi mynd verði mjög skemmtileg. Það skemmir ekki fyrir að það er svo sætur maður sem semur tónlistina í myndinni,“ segir Saga og á þá við tónlistar- manninn Snorra Helgason en hann og Saga eru par. „Ég hef ekki séð mikið af myndinni og er bara stressuð að sjá mig,“ segir hún. „Það var mjög gaman að taka hana upp og oftast er lög- málið svona; ef það er gaman þá verður það gott og ef það er gott þá er gaman. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverkið sem ég fer með. Ég lék reyndar statista í Dansinum þegar ég var tólf ára og það var hápunktur míns tólf ára lífs. Ég vona að ég leiki meira í bíó. Það er svo skemmtilegt, fyrir utan það hvað það er klappað sjaldan fyrir manni. Sagan er falleg, Gunni Hans er ótrúlega fyndinn og fallegur maður, og sama má segja um Víking Kristjánsson sem leikur aðalhlut- verkið ásamt Gunna. Þetta var bara drauma- verkefni,“ segir Saga. „Allt við þetta var næs. Við bökkuðum hringinn í kringum landið og það var gott veður allan tímann, sem var ótrúlegt og heppilegt því búningurinn minn var stuttbuxur. Bara Tenerife stemning með frábæru fólki. Ef ég ætti að velja tvo menn til þess að taka með mér á eyðieyju þá væru það Gunni og Víkingur,“ segir Saga. „Ég yrði samt að hafa Snorra líka, og Bubba... svo þeir yrðu alltaf fjórir.“ Skrifar leikrit með Dóra DNA Saga hefur undanfarið ár unnið sjálfstætt og segir það hafa gengið vel. Hún er ekki mikið fyrir það að vera lengi á sama stað í einu. „Eftir að ég hætti í Þjóðleikhúsinu fór ég beint í Bakk og svo í Hreinan Skjöld og í uppistandið og núna er ég í dansverkinu sem verður frumsýnt 13. maí.“ segir Saga. „Í haust ætla ég að gera eitt geðveikt sniðugt sem er að fara til Akureyrar og setja upp leikrit með Dóra DNA, sem við skrifum sjálf hjá Leikfélagi Akureyrar,“ segir hún. „Þetta er leikrit um tvo uppistandara sem eru par. Þar munum við velta fyrir okkur hvað sé fyndið og af hverju. Að hverju má gera grín og hvernig samkeppni og aulabrandarar fara með ástina. Svo ætlum við líka að fjalla um það hvað það er aumkunarvert að vera skemmtikraftur,“ segir Saga. „Starfið felst alltaf í því að þóknast einhverjum.“ Er pressa á þér að vera fyndin? „Einu sinni fannst mér það vera mikil pressa, en núna er ég að æfa mig í að vera sama,“ segir Saga. „Ég fór einu sinni í útvarpsviðtal þar sem það var ætlast til þess að ég væri voða hress, og ég var ekkert hress þennan dag. Ekkert leiðin- leg, bara ekki hress. Svo ég reyndi að vera hress í viðtalinu til að útvarpsmanninum liði betur og dagskrágerðarfólkinu sem vildi vera með hressan útvarpsþátt. Það var hræðileg til- finning, mér fannst ég vera að svíkja rólegheit- Glataðast er samt þegar ég er fengin í eitt- hvað því það vantar bara stelpu, eða þá að fólk heldur að ég sé til í að gera bara hvað sem er af því að ég sé svo flippuð,“ segir Saga. „Sem er alls ekki málið. Ég er mjög lítið flippuð.“ S aga Garðarsdóttir æfir um þessar mundir dans- verkið Svartar fjaðrir, eftir Sigríði Soffíu Níels- dóttur, byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar. Verk- ið verður frumsýnt 13. maí í Þjóðleikhúsinu og er Saga ekki viss um hvort hún sé góður dansari. „Mér hefur alltaf þótt ég vera ömurlegur dansari og er mjög dansspéhrædd, en Sigríður Soffía er svo hvetjandi að mér er eiginlega farið að líða eins og ég sé bara frekar töff þegar ég dansa. Þetta er mikið unnið í spuna og búið að vera mjög opið og skemmtilegt“ segir Saga sem er ekki fastráðin neins- staðar, heldur tekur þeim verkefnum sem henni bjóðast. Undanfarið hefur hún komið fram með uppistandshópnum Mið Íslandi á fjölmörgum sýningum í vetur. „Það er búið að vera meira en gaman“ segir Saga. „Það er svo gott þegar maður sýnir minnst fimm sinnum á viku, þá tekur maður svo fljótt framförum, verður þéttari og betri. Svo er líka algjör brandaralúxus að umgangast strákana og Önnu Svövu. Þau geta gert allt mjög fyndið og Björn Bragi kann á gítar og hinir kunna að spúa eldi og draga marglita borða út um líkamsopin sín. Þau eru ótrúleg.“ Hvað talar þú um í þínu uppistandi? „Ég tala aðallega um hvað ég er misheppnuð manneskja,“ segir Saga. Ertu misheppnuð? „Erum við ekki öll smá lúserar? Mér finnst ég meingölluð – sem betur fer, annars hefði ég ekkert að gera grín að eða til að læra,“ segir Saga. „Mér finnst mjög erfitt að skrifa um eitthvað sem tengist mér ekki. Ef ég er skrifa um pólitísk mál þá er það af því að Alþingislúðarnir snerta streng í mínum lúða. Og lukkulega er nóg af pólitískum lúðum. Sjáið bara Hönnu Birnu, það þarf nú einhver að bróka hana hressi- lega.“ Saga skrifaði á tímabili hnyttna og beitta pistla sem fjöll- uðu um ástandið í landinu og þótti mörgum hún hitta nagl- ann á höfuðið. „Ég er mjög sjaldan reið, nema þegar ég tapa í spilum og einhverju sem skiptir engu máli. Þá missi ég stjórn á skapi mínu og segi eitthvað heimskulegt. Um daginn kallaði ég besta vin minn apa. Það var ekki í lagi.“ segir hún. „En oft finnst mér hlutir blasa við sem enginn segir og þá geri ég það bara. Ef ég skrifa pólitískan status eða pistil þá er það bara vegna þess að mér finnst ég þurfa að koma því frá mér svo ég hætti að hugsa um það og geti byrjað að hugsa um eitthvað skemmtilegra, eins og kökur og kampavín.” segir Saga. Drekasvæðið spennandi Saga er einn leikara nýrrar gamanþáttaseríu sem frumsýnd er um helgina á RÚV, Drekasvæðið. Hún er spennt að sjá, og líka kvíðin. „Ég er ekki búin að sjá neitt svo ég er spennt. Ari Eldjárn, Bragi Valdimar og Guðmundur Pálsson skrifa þessa þætti og það eru margir mjög skemmtilegir leikarar með. Margir mínir uppáhaldsleikarar og ég vona að þetta verði frábært. Það er allavega einn frábær skets í þessu sem ég fékk að skrifa,“ segir Saga. „Hann verður allavega tótal sökksess“ segir hún sposk. „Þetta er bara allskonar grín sem vonandi höfðar til flestra, og ekki bara til þeirra sem eru 35 ára og eldri,“ segir Saga sem er yngst í hópnum, 27 ára. „Þeir sem skrifa þetta eru snarmiðaldra, Bakkakútarnir og svo Ari sem er mjög aldraður í anda. Uppáhaldsfólkið mitt er samt gamalt fólk. Það er mjög fyndið, alltaf eitthvað að drekka djús og liggja.“ Upplifir þú þig sem barnið í hópnum? „Nei, ég upplifi mig alltaf sem heldri konu,“ segir hún. „Ég er með svo miðaldra skoðanir og tónlistarsmekk. Það halda líka margir að ég sé eldri en ég er því ég er svo hávaxin og herðabreið og með vonda húð.“ segir Saga. Tæki fjóra með á eyðieyju Í næstu viku verður kvikmyndin Bakk, eftir Gunnar Hans- son, frumsýnd og er það fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Sögu til þessa. Hún er gríðarlega spennt fyrir myndinni. „Handritið er svo fallegt og hugljúft,“ segir Saga. „Að sjálf- Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir er þessa dagana að æfa dansverk sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í maí. Hún er samt í stöðugum dansefa en segir að það sé eðlilegt. Hún leikur í þáttunum Drekasvæðið sem frumsýndir verða á RÚV í kvöld, föstudag, og í næstu viku verður kvikmyndin Bakk frumsýnd þar sem hún fer með eitt aðalhlutverkið. Hún mundi taka samleikara sína með sér á eyðieyju, ásamt kærastanum og Bubba Morthens. Ástarorlof, einhyrningar og subbuskapur Framhald á næstu opnu Það er allavega einn frábær skets í Drekasvæðinu, sem ég fékk að skrifa, segir Saga Garðarsdóttir leikkona. Hann verður allavega tótal sökksess. Ljósmyndir/Hari 24 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.