Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 22
Ég var í nokkrum hljóm- sveitum á MH árunum, meðal annars hljómsveit sem hét Múl- dýrið. Straumurinn liggur til Fréttatímans Ja n. -m ar s 20 11 6 1% Ja n. -m ar s 20 15 6 5% Úr rokkinu í skjálftana Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur starfar á Veðurstofu Íslands sem fagstjóri jarðskjálftavár. Kristín er jarðskjálfta- fræðingur og eftir áralanga dvöl erlendis segist hún vera komin í draumastarfið. Á yngri árum átti hún þann draum að verða rokkstjarna og var fyrsta söngkonan í hljóm- sveitinni Unun – og söng meðal annars með Rúnari Júlíus- syni. Hún segir drauminn um rokkið samt hafa dáið út en fylgist þess í stað með róli eldfjallaeyjunnar sem við búum á. M argir muna eftir lag-inu Hann mun aldrei gleym´enni, sem kom hljómsveitinni Unun á kortið. Þar naut sveitin liðsinnis Rúnars heitins Júlíussonar og lagið varð smellur á augabragði. Í myndbandinu við lagið má sjá unga söngkonu sem staldraði ekki lengi við í sveitinni, og Heiða tók við keflinu og restina vita allir. Söngkonan heitir Kristín Jónsdóttir. Hún er fagstjóri jarð- skjálftavár Veðurstofunnar og varð landskunn þegar umbrotin hófust í Bárðarbungu í fyrra. Poppuð for- tíð jarðskjálftafræðingsins vakti athygli blaðamanns og hann heim- sótti Veðurstofuna. „Það sem ég er að gera hér er að vakta jarðskorpuhreyfingar og sjá um jarðskjálftaeftirlitið,“ segir Kristín. „Við erum að reyna að sjá hvort jörðinni líði illa, eða sé með háan blóðþrýsting einhvers staðar. Þar með að reyna að sjá hvort ein- hver jarðskjálfti sé í kortunum. Svo erum við líka að fylgjast með eld- fjöllunum okkar. Við fylgjumst með því hvort fjöllin eru að tútna út. Það eru 33 eldfjöll á Íslandi svo það er alltaf einhver virkni,“ segir Kristín. „Við erum nýbúin að upplifa stærsta gosið í 230 ár sem fylgdi mikil gas- mengun og það þurfti að tækla það, svo er alltaf hætta á gosi undir jökli sem þarf að vakta.“ Hverjar eru líkurnar á því? „Það eru gos í Vatnajökli á u.þ.b fimm ára fresti og það eru margar eldstöðvar á því svæði. Það kemur eldgos, alveg sama hvort okkur lík- ar betur eða verr,“ segir Kristín. Hekla er ólíkindatól Eldgosafræðingar lifa og hrærast í rannsóknum og vöktun eldstöðva og segir Kristín að um leið og það óski þess enginn að það byrji að gjósa, þá sé um leið ákveðin spenna í faginu þegar kemur að því að fjöll fari að minna á sig. „Þetta er mjög spennandi og maður verður nettur fíkill á þessa spennu,“ segir Krist- ín. „Það er um leið óþægileg pressa að maður missi af einhverju merki, eða einhverju tákni sem við túlk- um ekki rétt. Maður vill ekki að það gerist, og er því alltaf á tánum.“ Er ekki ómögulegt að gos eigi sér stað án þess að það geri boð á und- an sér, eins og í Vestmannaeyjum 1973. Eru tækin ekki orðin þannig að þið sjáið þetta alltaf fyrir? „Maður vonar það,“ segir Krist- ín. „Það eru samt ólíkindatól eins og Hekla, sem virðist geta gosið án þess að gera boð á undan sér. Skjálft- arnir eru ekki endilega margir í að- dragandanum. Við erum samt kom- in með fleiri tæki en við höfðum árið 2000 þegar hún gaus síðast, svo við höfum betri möguleika að sjá hreyf- ingarnar fyrir eldgos, en þetta er óþægileg staða,“ segir Kristín. Mikilvægt að skrifa um eld- gosin Eldgosið í Holuhrauni, sem lauk ný- verið, var óvenjulegt á þann hátt að því fylgdi töluvert meiri gasmeng- un en öðrum gosum hér á landi. Jarðskjálftaeftirlit Veðurstofunnar fylgdist mjög grannt með gangi mála þar og segir Kristín að ekki hefði mátt miklu muna svo ástandið færi í það að rýma næstu sveitarfé- lög sökum mengunar. „Eldgosið var ekki svo hættu- legt,“ segir Kristín. „Hraun lagðist eins og malbik yfir sandauðn sem er ein stærsta uppspretta svifryks- mengunar á Íslandi, svo það var í rauninni bara gott og blessað. Það sem var óþægilegt við þetta gos var þessi gasmengun,“ segir hún. „Ef hún hefði verið mikið meiri þá hefðum við þurft að flytja fólk. Það eru þó ekki við á Veðurstofunni sem og ég tók þátt í sönglagakeppninni í MH,“ segir Kristín. „Dr. Gunni og Þór Eldon voru í dómnefndinni og höfðu samband við mig og báðu mig um að syngja með þeim, svo ég gerði það í einn vetur eða svo.“ Stóð það þá til að verða popp- stjarna? „Já, heldur betur,“ segir Kristín. „Heiða heillaði þá bara aðeins meira og var eiginlega betri í þetta en ég,“ segir hún. „Hennar rödd passaði bet- ur í þetta. Ég var í nokkrum hljóm- sveitum á MH árunum, meðal annars hljómsveit sem hét Múldýrið þar sem Prins Póló var með mér. Við gáfum út eina plötu og það var mjög gaman. Ég hafði alltaf mjög gaman af þessu hljómsveitabralli,“ segir Kristín. Kristín segir að það hafi alltaf stað- ið til að koma heim eftir nokkurra ára dvöl erlendis. „Þetta er draum- urinn,“ segir hún. „Ég er í drauma- djobbinu. Það er góð stemning á Veð- urstofunni og gott teymi hérna. Það vantar samt jarðskjálftafræðinga,“ segir hún. „Það eru margir sem fara í jarðfræðina en ekki nógu margir sem fara í jarðskjálftafræðin, því mið- ur,“ segir Kristín. Hvar gýs næst? „Ég er ansi hrædd um að Katla fari af stað á þessu ári, á maður að þora að segja það,“ segir Kristín. „Við ættum að geta fylgst vel með aðdragandanum og spáð fyrir um það. Það kemur að því að Katla gýs. Þetta er lengsta þekkta goshlé Kötlu og hún mun fara í gang. Það er búið að reikna ýmislegt út varðandi sviðs- myndir og skoða mikið, svo ber ég fullt traust til viðbragðsaðila,“ seg- ir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarð- skjálftavár – og fyrrverandi rokk- stjarna. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Poppstjörnudraumur- inn heillaði Kristínu Jónsdóttur á sínum tíma. Hún varð lands- kunn þegar umbrotin hófust í Bárðarbungu í fyrra, en hún er fagstjóri jarðskjálf- tavár á Veðurstofunni. Mynd/Hari Skáskot af myndbandi Ununar þar sem Kristín syngur smellinn góðkunna „Hann mun aldrei gleym´enni“ með Herra Rokk sjálfum, Rúnari Júlíussyni. ákveðum það, heldur er það í hönd- um Almannavarna og sóttvarna- læknis, en það voru margar spurn- ingar sem vöknuðu. Sem betur fer kom ekki til neinna framkvæmda.“ Hvernig er staðan á ykkar vakt þegar gos eins og þetta hættir allt í einu, og ykkar vakt róast. Hver er tilfinningin? „Það sem gerðist var það að bunki af verkefnum sem maður var búinn að ýta á undan sér tók við,“ segir Kristín. „Það er búið að vera mjög mikið að gera eftir gos. Það er mjög mikilvægt að skrifa um allt sem gerðist. Ekki bara svo það nýtist mér seinna, heldur líka fyrir þá sem koma á eftir. Við þurfum að túlka þetta í sameiningu og mikil rann- sóknarvinna sem tekur við.“ Stóð til að verða poppstjarna Kristín er 41 árs gömul, mennt- aður jarðeðlisfræðingur frá HÍ og svo nam hún jarðskjálftafræði í Sví- þjóð. Hún er gift Pálma Erlendssyni jarðfræðingi og er fjögurra barna móðir. Hún bjó erlendis, bæði í Austurríki og Svíþjóð þangað til fyrir tæpum tveimur árum, þegar hún flutti heim og tók við stöðunni á Veðurstofunni. Er Ísland ekki magnað land fyrir jarðeðlisfræðing að starfa á? „Jú, mjög, en það sem er fyndið er að helstu eldfjallaskjálftafræðingar heimsins vinna á Írlandi og Bret- landi,“ segir Kristín. „Heimurinn er orðinn þannig að þú þarft ekkert að búa nálægt eldfjöllum til þess að vinna við þetta. Það er samt betra, finnst mér. Ég var búin að vera hérna í eitt ár þegar það byrjaði að gjósa. Svo það var mjög góð tíma- setning,“ segir hún. Hvað kom til þess að þú fórst að syngja með Unun á sínum tíma? „Þetta var í kringum 1993 eða 4, 22 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.