Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 4
N orræn þjóðernishyggja hefur verið rannsökuð í bútum, þ.e í hverju landi fyrir sig, en það hefur enn ekki verið framkvæmd nein samanburðar- rannsókn,“ segir stjórnmála- fræðingurinn Eiríkur Berg- mann en hann hefur gert samning við alþjóðlegu útgáf- una Palgrave McMillan um útgáfu á fræðibók um sögu hægri-öfgaflokka og þjóðern- ishyggju á Norðurlöndunum. „Ég mun grafast fyrir um það hvort norræn þjóðernishyggja sé frábrugðin öðrum og hvort það sé til eitthvað sem heitir sam-norræn þjóðernishyggja.“ Þjóðernispopúlismi í Framsókn Eiríkur segir Ísland ekki hafa haft neinn hreinræktaðan þjóðernispopúlískan flokk á þingi þó vissulega hafi verið til nokkrar hreyfingar. „Það eru hreyfingar eins og gömlu nas- istaflokkarnir og svo Frjálslyndi flokk- urinn sem keyrði í gegn slíka stefnu frá nóvember 2006 og fram að kosningum vorið 2007. Og svo eru líka slík element í Framsóknarflokknum núna, án þess að maður slái því föstu, að minnsta kosti ekki fyrirfram, að flokkurinn sé í heild sinni þess eðlis,“ segir Eiríkur sem hef- ur í rannsóknum sínum notað skapalón sem eru tíu þættir sem popúlískir flokkar beita. Hann segir Framsóknarflokkinn beita þó nokkrum þessara aðferða. „Það er til dæmis andstaða við fjölmenningar- samfélag, andstaða við innflytjendur og þá sér í lagi múslíma, það er tilbúningur á elítu sem slíkir flokkar setja sig svo í andstöðu við, það er orðfæri sem skiptir skýrt á milli okkar sem tilheyrum hinum skilgreinda hópi sem ber að vernda og svo þeirra sem eru fyrir utan hinn skilgreinda hóp og ber að verjast. Svo er alið á leið- togadýrkun, hinn sterki leiðtogi sem á að vera í sérstökum tengslum við alþýðuna. Einföld svör við flóknum spurningum og þar fram eftir götum. Popúlískir flokkar eru heldur ekkert of uppteknir af innri mótsögnum, eins og að lækka skatta og auka ríkisútgjöld.“ Andlit öfganna mýkra í dag en áður Eiríkur segir þessar hugmyndir alltaf hafa verið til staðar í öllum norrænum samfélögum en þær komi upp á yfirborðið við misjafnar aðstæður, en nú gætum við verið að horfa upp á þriðju bylgju popúl- isma í kjölfar fjármálakrísunnar. „Fyrsta bylgjan kom á áttunda áratugnum í kjöl- farið á auknum innflytjendastraumi, síðan færist þetta yfir í andstöðu við múslíma og fram koma snoðinkollahreyf- ingar á tíunda áratugnum en það tengdist líka stækk- un Evrópusambandsins og auknum straumi fólks í kjöl- farið. Svo hefur þriðja bylgj- an nú risið í kjöfar fjármála- kreppunar. Það eru yfirleitt þjóðfélagshræringar sem framkalla stuðning við slík- ar hreyfingar en það sem er öðruvísi við þessa flokka núna er að þeir hafa mýkra andlit. Þeir hafa náð að verða meginstraumsþátttakendur í stjórnmálum í stað þess að standa fyrir utan eins og áður. Þetta eru ekki lengur snoðinkolla- hreyfingar sem öskra á kerfið heldur eru þetta jakkafataklæddir menn sem eru inn- an kerfisins.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Straumurinn liggur til Fréttatímans Ja n. -m ar s 20 11 6 1% Ja n. -m ar s 20 15 6 5% „Þetta eru ekki lengur snoðinkolla- hreyfingar sem öskra á kerfið heldur eru þetta jakkafata- klæddir menn sem eru innan kerfisins.“ veður Föstudagur laugardagur suNNudagur Hægur A-lægur vindur. Sól v-lAndS, en AnnArS SkýjAð. HöFuðborgArSvæðið: Hægur vindur, bjart framan af, en síðan Háskýjað. golA AF A eðA nA, bjArt með köFlum. Smá vætA, einkum S-lAndS. HöFuðborgArSvæðið: Þurrt og sól annað veifið. vAxAndi A- og nA-átt, SkAFrenningur á FjAllvegum n-til. HöFuðborgArSvæðið: Þurrt og bjart, en síðan skýjað kemur allt á endanum að loknum skakviðrasömum og fremur köldum aprílmánuði eru vonir landsmanna um blíðan maí. lítur út fyrir að það fari hægt hlýnandi. Þó frysti víða að næturlagi yljar sólin á daginn þar sem hún nær í gegn. veigalítil lægðadrög verða hér á sveimi og frá þeim lítilsháttar úrkoma, jafnvel snjór ef hittir á nóttina. á sunnudag hvessir heldur af a og na þegar mildara loft sækir að úr suðri. 4 0 -1 2 3 5 1 0 0 4 6 0 0 0 5 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  stjórNmál eiríkur BergmaNN stjórNmálaFræðiNgur Segir Framsókn sýna einkenni þjóðernispopúlisma Andstaða við fjölmenningarsamfélag, andstaða við innflytjendur, leið- togadýrkun og einföld svör við flóknum spurningum eru klassísk dæmi um þjóðernispopúlisma. eiríkur bergmann stjórnmálafræðingur sér slík dæmi í Framsóknarflokknum. Eiríkur hefur gert samning við útgáfurisann Palgrave mcmillan um útgáfu á næstu bók sinni sem mun fjalla um sögu þjóðernishyggju og hægri-öfga flokka á Norðurlöndunum. eiríkur segir að greina megi þjóðernispop- úlisma í framsóknar- flokknum núna, án þess þó að slá því föstu að flokkurinn sé í heild sinni sé þess eðlis. eiríkur bergmann stjórnmálafræðingur. VÍS hagnast um 733 milljónir vátryggingafélag íslands skilaði hagnaði upp á 733 milljónir króna á fyrsta árs- fjórðungi 2015, en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu. er það öllu betri niður- staða en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 14 milljóna króna tapi. fjármunatekjur námu 1.113 milljónum króna samanborið við 171 milljón króna fyrir sama tímabil í fyrra. iðgjöld námu 3.959 milljónum króna samanborið við 3.861 milljón í fyrra og nemur hækkunin 2,6%. Sameinaður banki vonir standa til þess að nýr, sameinaður banki hefji starfsemi með haustinu. bankinn mun starfa undir nýju heiti sem verður kynnt síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mP banka og straumi. Þar er greint frá því að stjórnir MP banka og Straums hafi samþykkt áætlun um samruna félaganna og hann miðist við 31. desember 2014. samrun- inn sé háður samþykki hluthafafundar beggja banka, fjármálaeftirlitsins og samkeppniseftirlitsins. Blakhús tókst á loft í Neskaup- stað mildi þykir að ekki fór verr þegar stórt uppblásið blakhús tókst á loft í nes- kaupstað í vikunni. blakdeild Þróttar var að undirbúa fjölmennt öldungamót sem hefst um helgina og var langt komin með að blása blakhúsið upp þegar vindhviða lyfti því upp og braut saman. fjöldi sjálfboðaliða vann við að reisa húsið og hreinsa af því snjó og brá fólkinu mjög þegar það tókst á loft. Húsið rúmar þrjá blakvelli. ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en kona sem dróst stuttan spöl með tjaldinu sagðist finna fyrir eymslum. Enn var snjór á öðrum enda hússins þegar hinn endinn byrjaði að fjúka og mögulega hefur það komið í veg fyrir að það fyki lengra og skemmdist. Húsið kostar fimm milljónir króna. Mótshaldarar hyggjast flytja tjöldin til reyðarfjarðar og blása þau upp inni í fjarðabyggðarhöllinni. 4 ára dómur í Svíþjóð íslensk ur karl maður á þrítugs aldri var dæmd ur í fjög urra ára og þriggja mánaða fang elsis vist í svíþjóð í janú ar, en málið er sagt tengj ast því þegar gunn ar Þór grét ars son var eft ir lýst ur af alþjóðalög regl unni in terpol. maður inn var dæmd ur fyr ir fíkni efna- smygl frá Hollandi til svíþjóðar, en hann tók á móti tösku í amster dam og kom henni til stokk hólms. átti hann svo að koma til íslands þann 4. októ ber á síðasta ári, en á sama tíma var fjöldi íslend inga í stokk hólmi vegna bar daga gunn ars nel son ar.  vikaN sem var Sigurður hættir hjá ÍlS sigurður erlingsson, forstjóri íbúðalána- sjóðs, hefur óskað eftir því að láta af störfum og hefur stjórn sjóðsins fallist á uppsögn hans. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá íbúðalánasjóði til kauphallarinnar. sigurður hefur verið forstjóri íbúðalána- sjóðs frá árinu 2010. 4 fréttir Helgin 1.-3. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.