Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 78
Dansararnir hafa lært allar hreyfingar Tinu fyrir sýninguna. Ljósmynd/Hari
Dansarar Tina, DroTTning rokksins, í Hörpu
Líður loksins eins
og rokkstjörnu
Tónleikasýningin Tina, drottning rokksins, verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu á laugardag-
inn. Það er viðburðafyrirtæki Friðriks Ómars, Rigg, sem stendur að sýningunni og öllu tjaldað
til, eins og venjan er. Söngkonurnar Sigga Beinteins, Regína Ósk, Erna Hrönn, Stefanía Svavars
og Bryndís Ásmunds munu túlka Tinu Turner en á sviðinu verða fjórir dansarar sem setja sinn
lit á sýninguna. Þórey Birgisdóttir, einn dansaranna, segir verkefnið skemmtilegt og loksins líði
henni smá eins og rokkstjörnu.
Þ etta er búið að vera mjög skemmtilegt og æfingarnar hafa gengið
rosalega vel,“ segir Þórey
Birgisdóttir dansari. „Það voru
prufur fyrr í vetur og við vorum
fjórar valdar til verkefnisins,“
segir hún en ásamt henni eru
það dansararnir Sandra Björg
Helgadóttir, Saadia Auður
Dhour og Ásdís Rós sem verða
á sviðinu. „Við þekktumst lítið
áður en Yesmine Olson er búin
að æfa okkur vel saman,“ segir
Þórey.
Tina Turner var magnaður
dansari og hennar tónleikar
einkenndust af miklum hreyf
ingum og látum og segir Þórey
dansana vera í hennar anda.
„Dansarnir eru stundum svo
lítið groddalegir og stundum
karlmannlegir, en um leið er
mikill kynþokki í gangi. Þetta
er alveg nýr stíll og búið að vera
mjög lærdómsríkt,“ segir Þórey.
„Við horfðum á fullt af gömlum
myndböndum með henni og
pikkuðum upp þennan stíl.“
Búningar sýningarinnar eru
hannaðir af Filippíu Elíasdóttur
og segir Þórey vera mikið um
búningaskipti. „Við erum alltaf
í nýjum dressum,“ segir Þórey.
„Er ekki alveg með tölu á því
hvað þeir eru margir í heild
ina en það er ótrúlega gaman.
Manni líður í fyrsta sinn eins og
rokkstjörnu,“ segir hún. Rigg
Viðburðir sérhæfa sig í uppsetn
ingu á tónleikasýningum hér á
landi. Meðal sýninga sem Rigg
hefur framleitt eru Heiðurstón
leikar Freddie Mercury og Bat
out of hell með Meatloaf. Stjórn
andi sýninganna er söngvarinn
Friðrik Ómar Hjörleifsson.
„Hann veit alveg hvað hann er
að gera og vandar sig mikið,“
segir Þórey. „Það er allt tipp
topp og við hlökkum gríðarlega
mikið til laugardagsins,“ segir
Þórey Birgisdóttir dansari.
Tónleikasýningin Tina,
drottning rokksins, verður í
Eldborgarsal Hörpu á laugar
daginn og viku síðar í Hofi,
Akureyri.
Miðasala er á midi.is
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Rae Sremmurd
til landsins
Ein heitasta hljómsveit heims, Rae Sremm-
urd, er væntanleg til Íslands 27. ágúst og
heldur stórtónleika í Höllinni. Hljómsveitina
skipa bræðurnir Swae Lee og Slim Jimmy
sem eiga nokkuð langan feril að baki þrátt
fyrir ungan aldur. Bræðurnir, sem eru rétt
um tvítugt, ólust upp í Tupelo sem er eitt
versta fátækrahverfið í Missisippi. Árum
saman bjuggu þeir á götunni og neyddust
til að leita skjóls í yfirgefnum húsum, en
unnu hörðum höndum að tónlistinni þrátt
fyrir kröpp kjör. Vinsældir hljómsveitar-
innar eru á örskömmum tíma orðnar slíkar
að nýjasta lag þeirra „Thro Sum Mo“, sem
skartar stórstjörnunni Nicki Minaj, þaut
strax á topp 10 lista hér um bil allra út-
varpsstöðva í Bandaríkjunum. Ráðgert er
að hefja miðasölu eftir um tvær vikur.
Of Monsters And
Men vinsæl
Vinsældir Of Monsters And
Men eru greinilega að aukast ef
marka má sölu
á tónleikaferð
þeirra sem
hefst nú í
maí. Uppselt
er á nær alla
tónleikana
sem sveitin
kemur fram á í
Bandaríkjunum
í sumar og
hefur hún bætt
við tónleikum í Evrópu í haust.
Þá mun hljómsveitin heimsækja
öll Norðurlöndin ásamt flestum
löndum meginlandsins.
Eurovisionhópur-
inn heldur ball
María Ólafsdóttir, ásamt
StopWaitGo, heldur Eurovisi-
ondansleik á skemmtistaðnum
Spot í kvöld, föstudaginn
1.maí. Þetta er partur af
undirbúningi hópsins fyrir
ferðalagið til Vínar eftir tæpar
tvær vikur. Á dansleiknum
kemur María fram ásamt
hópnum sem stendur að
laginu. Friðrik Dór mun einnig
taka lagið og DJ Muscle Boy
sér um að engum leiðist.
Dansleikur sparkað í bykkjuna á spoT
Sóldögg er eins og lítil herdeild
Hljómsveitin Sóldögg var ein
þeirra sveita sem var hvað
vinsælust á sveitaböllunum
á tíunda áratugnum. Sveitin
fagnar tuttugu ára afmæli
um þessar mundir og ætlar
af því tilefni að ræsa vélarnar
og koma fram á fáum, en vel
völdum stöðum í sumar. Um
helgina ætlar Sóldögg að fagna
afmælinu og heldur dansleik á
skemmtistaðnum Spot í Kópa
vogi. Bergsveinn Arilíusson,
söngvari Sóldaggar, segir hóp
inn kláran í slaginn og sam
veruna nærandi. „Við ætlum
að sparka í gömlu bykkjuna og
sjá hvað hún kemst langt,“ seg
ir Bergsveinn eða Beggi eins
og hann er kallaður.
„Við vorum að fatta það um
daginn að bandið er 20 ára og
þá var komið tilefni. Við sett
umst niður og hugsuðum hvað
við ætluðum að gera og það var
betri hugmynd að telja í nokk
ur gigg, en að fara til Austur
ríkis á skíði,“ segir Beggi.
Sóldögg ætlar að spila
á nokkrum dans
leikjum í sumar og nýlega var
auglýst að sveitin kæmi fram
á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
„Æfingarnar eru búnar að
ganga frábærlega, og ótrúlega
gaman að hittast. Það hefur
ekkert breyst og það er mikill
hugur í mönnum,“ segir Beggi.
„Samband hljómsveita er mjög
sérstakt og náið. Ef það er hægt
að líkja því við eitthvað þá er
þetta kannski eins og að vera
í lítilli herdeild,“ segir Beggi í
Sóldögg. Sóldögg leikur á Spot
á laugardag. -hf Sóldögg fagnar 20 ára afmæli á árinu.
78 dægurmál Helgin 1.-3. maí 2015
Þórey Birgisdóttir dansari. Ljósmynd/Hari
Straumurinn
liggur til
Fréttatímans
Ja
n.
-m
ar
s
20
11
6
1%
Ja
n.
-m
ar
s
20
15
6
5%