Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 55
Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090
www. minja.is • facebook: minja
Frístandandi
Hnattlíkan
Þú stillir því upp og það snýst
og snýst. Kr. 3.390
Músikegg
Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja
hafa eggin sín rétt soðin. Verð aðeins 5.500 kr.
Marshall
Bluetooth hátalari
Einnig til hvítur.
Kr. 51.900
Stóra tímahjóli›
kr. 19.900
Skafkort
Þú skefur af þeim löndum sem þú hefur heimsótt.
Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 3.290
Koala pú›i
Kr. 6.200
Mikið úrval dýrapúða!
Hnattlíkan
me› ljósi
30 cm þvermál
Kr. 16.900
Urbanears
Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa
viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun.
Tvær gerðir og ótal litir.
Verð frá kr. 9.900
Heico lampi
Kr. 10.700
Marshall Major heyrnatól
Kr. 19.900
MoMA
Eilíf›ardagatal
Kr. 6.400
Falleg húsgögn
í stofuna og
borðstofuna
H eimahúsið við Ármúla býður upp á ýmsar vörur sem setja fallegan svip á heimilið. Hér má sjá ýmis
húsgögn frá glæsilegum vörumerkjum
sem fáanleg eru hjá Heimahúsinu. Nánari
upplýsingar má nálgast á vefnum, www.
heimahusid.is og á Facebook-síðunni
Heimahúsið.
Unnið í samstarfi við
Heimahúsið
Axel borðstofuborð frá
Timothy Oulton:
Axel borðstofulínan frá
Timothy Oulton sam-
einar gamla og nýja tíma.
Viðurinn er úr gömlum
kínverskum seglskipum,
svökölluðum djúnkum.
Borðið fær hins vega ný-
legt yfirbragð með ýmsum
smáatriðum úr málmi.
Skenkur frá Hülsta:
Hülsta er rótgróið
þýskt fjölskyldu-
tæki sem hefur selt
hágæða húsgögn
í 75 ár. Skápar og
skenkar hafa ávallt
verið þeirra aðals-
merki, enda falleg og
tímalaus hönnun sem
um ræðir.
Borðstofuborð frá Mobliberica:
Mobliberica hefur verið framúrstefnu-
legt fyrirtæki á sviði húsgagnahönn-
unar frá því það var stofnað árið 1979.
Meðal vinsælustu húsgagna þeirra
eru borðstofuborð úr keramik. Borðið
rispast ekki og þolir heita hluti og er
auk þess algjörlega viðhaldsfrítt.
Borðstofuborð frá Team 7:
Team 7 er austurrískt fjölskyldufyrirtæki
sem framleiðir húsgögn af ýmsu tagi sem
henta vel inn á heimilið, skrifstofuna eða
í stærri byggingar. Fyrirtækið er þekkt-
ast fyrir viðarhúsgögn og er meðvitað
um umhverfi sitt og notast einungis við
efnivið úr sjálfbærum skógum.
5 ráð til að lífga
upp á stofuna
Guðrún Finnsdóttir heldur úti fallegu heimilisbloggi, gudrun-
finns.is, þar sem hún skrifar um fallega hönnun og hluti fyrir
heimilið. Hún lýsir sjálfri sér sem innanhúsperra og ákvað að
byrja að blogga þegar hún óttaðist að verða aðgerðarlaus
mamma í fæðingarorlofi.
Þ egar að ég fór í fæðingaror-lof fyrir um einu og hálfu ári var ég dauðhrædd um
að hafa ekkert fyrir stafni. Ég hélt
að heilu og hálfu dagarnir færu í
það að horfa á sofandi barn og lé-
lega raunveruleikaþætti og gefa
brjóst. Það gleymdist alveg að
segja mér að það sé örlítil vinna
að eiga barn,“ segir Guðrún Finns-
dóttir. Með blogginu fær hún útrás
fyrir hönnunaráhugann og hefur
alltaf nóg að gera. „Svo er þetta
líka fínasta afsökun til að hanga
endalaust á Pinterest og innan-
hússbloggum og enn betri afsök-
un þegar að ég er beðin að vaska
upp heima.“
Guðrún er að undirbúa flutninga
um þessar mundir og er því upp-
full af hugmyndum fyrir heimilið.
„Margir líta á flutninga sem kvöð
en þetta er skemmtilegt verkefni
ef þú bara hugsar það þannig.“ Hún
ráðleggur þeim sem eru að flytja
að merkja alla kassa eftir innihaldi
og hafa skipulag á hlutunum. „Það
getur bjargað mannslífum eða
allavega geðheilsu.“ Fréttatím-
inn fékk Guðrúnu til að gefa les-
endum fimm góð ráð um hvernig
megi lífga upp á stofuna eða borð-
stofuna.
Sama gamla tuggan: Plöntur,
plöntur, plöntur! Það er fátt sem
lífgar meira upp á heimilið – allt er
vænt sem vel er grænt og allt það.
Plöntur þurfa ekki að verða einhver
erfðagripur, ef þú gleymir að vökva
hana og hún deyr, þá deyr hún og
þú getur keypt nýja. Svo getur þú
alltaf keypt þér kaktus. Ef þér tekst
að drepa hann – þá er það ákveðinn
hæfileiki út af fyrir sig.
Verið óhrædd við að breyta. Þó
það sé ekki nema bara að færa til
kertastjaka. Það er ótrúlegt hvað
litlar breytingar geta gert mikið.
Að hafa mjóa, ílanga hillu fyrir
aftan sófann er algjör snilld. Flæðið
verður einhvern veginn betra og
stofan léttari. Fallegum hlutum má
svo raða á hilluna og þá er stofan allt
í einu allt önnur.
Að draga mublurnar frá veggjum
getur gert gæfumuninn. Við erum
mörg hver svo gjörn á að klessa
sófanum beint upp við vegginn, af
hverju ekki að draga hann aðeins
frá?
Mottur geta gjörbreytt rými sem
vantar að lífga upp á – litlar, stórar,
langar eða mjóar.
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Guðrún Finns heldur úti heimilis- og hönnunarblogginu gudrunfinns.is. Þar bloggar
hún um hluti, hönnun og heimili sem heilla. Mynd/Hari.
heimili og hönnun 55 Helgin 1.-3. maí 2015